Sunday, December 03, 2006

Sunnudagur 03.12.2006

Sælir allir.
Í gær fórum við allir í Einingarverksmiðjunni á Jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík. Það var mjög gaman og góður andi í hópnum, en mér fannst maturinn mjög góður í flestum tilfellum nema Lúðan hún var ekki gáð og síðan var þjónustan þarna mjög ófagmannleg og ylla skipulögð. Eftir matin fórum við á Dubleners og þaðan á Torvaldsen og þaðan á Nasa. Við gömlu hjónin gáfumst upp kl 0200 enda vildum við halda eyrunum á okkur he he he he. Ég fór svo að vinna í dag, við steyptum eina plötu og ég var komin heim kl 1700. En það er að styttast í að við förum í smá frí til Boltimor "Frí" en það verður bara fínt hjá okkur að komast aðeins í nýtt umhverfi held ég. Ég ætla allavega að fara með góðum anda og vera ekki að pirra mig yfir búðum og svoleiðis. Ég tek tvo aukadaga frí í vinnunni ágætt að hvila sig aðeins.
Annas er mikið að gerast í pólitíkinni og miklas sviftingar hjá öllum. Framkvæmdarstjóri Frjálslindaflokksins rekinn og við Framsóknarmenn að reyna að sprikla og laga stöðu okkar. Mér finnst ekki unnið næginlega markvist hjá okkarflokki í að laga þá ímynd sem Framsóknarflokkurin hefur allir segja ekki Framsókn og ef maður spyr þá segja allir það er svo mikil spylling, ég skil ekki þessi rök ef það er svo mikil "spylling" hjá okkur af hverju er þá Framsóknarflokkurinn stærri það fittar ekki að svona sé. Auð vitað er maður ekki alltaf sáttur við alla stjórnmálamenn en það hafa allir sína kosti og líka galla sama í hvaða flokk fólk er.
En af hinu málinu mínu er það að frétta að við erum enn að vinna á fullu í þessum málum meira síðar.

No comments: