Wednesday, January 31, 2007

Miðvikudagur 31.01.2007

Kvöldið allir.
Þaðer svo skrítið hvað ég hef breyst, nú getur það tekiðmig langan tíma að taka ákvörðun um eitthvað sem ég er að spekulara að gera. En í dag er ég búin að taka ákveðna ákvörðum sem ég geri obenbera á morgun. Ám morgun verð ég mikið á fundum með þessum mönnum sem ég hef verið að tala við, og verður væntanlega tekin ákvörðun um í hvaða farveg þessi skipamál fara. Í vinnunni minni er sama baslið og vitleisan í framleiðslu. Við erum allan dagin á fullu og ekkert lát virðist vera á því. En í kvöld fór ég svo á fund í sporadeildini okkar þar þarf að taka til hendinni og gefa dálítið í og reyna að koma fleira fólki inn og líka til að virkja fleiri í þjónustuna.
En hvað um það meira á morgun.

Tuesday, January 30, 2007

Þriðjudagur 30.01.2007

Góða kvöldið.
Það var grátlegt að tapa fyrir Dönum, en strákarnir stóðu sig samt mjög vel að mínu mati. Þeir börðust eins og ljón og þar fremstur var Snorri Steinn þvílík barátta.
Annas er það að frétta að það er rosalega mikið um að vera hjá okkur í skipamálum, mikil fundahöld símafundir og bréfaskriftir. Það er líka mikið um að vera í vinnunni minni miklar pælingar og vesen. Ég ætla að vera í fríi á Fimmtudag í að sinna skipamálunum aðeins. Við eigum að hitta menn úr Klasanum og einnig Menn frá Samgönguráðuneytinu og Eimskip, svo að það er fullt í gangi hjá mér.
Meira síðar.

Monday, January 29, 2007

Mánudagur 29.01.2007

Nú er vinnuvikan hafin að nýju. Þessi helgi er fyrsta helgarfríið mitt (laugar og sunnudag) í langan tíma, enda naut ég þeirra hvíldar vel. Það var mikið um að vera í vinnunni eins og venjulega, einnig var töluvert um að vera hjá mér í hinni vinnunni líka. Það er verið að skipuleggja fundi hingað og þangað varðandi Strandsiglingar og er alltaf verið að pressa meira og meira á að koma þessu á koppinn. Við höfum verið að fá meiri upplýsingar um Baltimor Neptun en það er nafnið á því skipi sem við erum spenntastir fyrir í dag. Ég er búin að vera að velta fyrir mér að taka smá nám í fjarnámi og ég held að ég skelli mér bara á það, það er tölvunám og er það bara gott fyrir mig upp á framtíðina hvað svo sem ég geri hvort ég verði í því að sigla eða steypa.... En nóg um það í bili.
Ég hef verið að fylgjast með atganginum í Frjálslindaflokknum, mér til mikillar furðu þá ætla menn að láta það ske að kljúfa flokkinn eins og þeir hafi mátt við því. Mín persónulega skoðun er að Margret Sverrisdóttir sé öflug kona sem Guðjón og Magnús áttu að landa samkomulagi við. Ég hela að það sem þeir fengu í staðin sé nú ekkert merkilegt og ég spái því að þeir eigi eftir að sjá eftir þessum bíttum. Mín skoðun er sú að þeir hjá Nýju afli séu ekki í flokkum hæfir. Þeir hafa sýnt það einfaldlega. En ég er hinsvegar mjög sáttur við mína Frammsóknarmenn í Suðurkjördæmi, Mér fannst röðunin í sæti þar til mikillar fyrirmyndar, mér lýst mjög vel á Bjarna með Guðna ú fyrstu sætum þar fara miklir skörungar í orði og á borði. Ég hef trú á að við komum sterkir út úr kostningum´í þessu kjördæmi.

Sunday, January 28, 2007

Sunnudagur 28.01.2007

Sælt veri fólkið.
Það er búið að vera gaman að fylgjart með handboltanum síðustu daga ´þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur strákarnir. Eins og í dag á móti Þjóðverjum mér fanst þeir eiga marga góða spretti en mig hefði langað að sjá þá stráka sem ekki hafa spilað mikið undanfarið hefðu mátt spila meira og hvíla stráka eins og Ólaf og Snorra Guðjón og fl. en nóg um það.
Ég sjálfur er búin að takaq það mjög rólega um helgina ekki verið í vinnu, og bara verið að slaka á mér aðeins. Ég fór í Bása í dag með Guðmundi vini mínum og svo horfði ég á leikinn og sendi nokkur bréf varðandi skiðafélagið. Já við erum komnir á fullt í því máli og erum líklega búnir að finna skip í Tirklandi sem gæti hentað í þetta verkefni. Nú er bara næsta mál að fara að skoða skipið og finna féelaginu nafn það eru komin nokkrar tillögur en ein er mest að fitta hjá okkur félögunum sem er Íslandsskip ehf, hvernig lýst ykkur á þetta nafn endilega kommederið á það. Síðan er kannski þemað að skipsnöfnum "Fjall" t.d. Akrafjall eða Bolafjall, endilega kommederið' á þetta.

Thursday, January 25, 2007

Fimmtudagur 25.01.2007

Gótt kvöld.
Ég er búin að eiga annannsaman dag í dag. Það er búið að vera mikið um breytingar á mótum hjá okkur í vinnunni og þá þarf að vera að panta járn fara yfir teykningar og breyta teykningum og allskonar bögg. Það er extra vont núna þar sem æðstu yfirmenn eru erlendis og þá bitnar meira á okkur. Einnig þurfti ég að fara á byggingarstaði og skoða plötur og saga plötur til og það sem því fylgir.
En af hinni vinnunni er það að frétta, að við fengum sendar upplýsingar um skip í dag sem gæti hentað okkur í strandsiglingar. Það er statt í dokk á Tirklandi og er af þeirri stærð sem okkur hentar. Nú þurfum við að fara að setjast niður með aðlum fyrir Vestan og huga að þessu hvernig við fjármögnum dæmið og einnig hverjir koma til með að vera í félagi með okkur. Þetta skip er Cellu laust en við látum setja í það Cellur ef til kemur að við kaupum það. En allavega er þetta það líklegasta sem við höfum fundið hingað til. Ég skal setja mynd af því inn á vefin... gaman af því.
P.S lað gekk ekki næginlega vel hjá okkur í boltanum í kvöld en mér fannst komið þreytumerki í restinna hjá okkar mönnum, enda engin furða þvílik keyrsla hjá þeim.

Wednesday, January 24, 2007

Miðvikudagur 24.01 2007

Sælt veri fólkið.
Það er langt síðan að ég hef bloggað. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnu og aukavinnu he he he .... En staðan hjá mér er þannig í dag, að við erum búnir að vera í viðræðum við Ríkið og Sveitafélög um stuðning við þetrta konseft sem við erum búnir að vera vinna með í skipamálum. Þetta er mikil og strembin, tímafrek vinna. En ég þarf að fara að gera upp við mig hvað ætla ég að gera í framtíðinni.. Ætla ég að vera í þessu sem ég er í dag eða ætla ég að klára þetta dæmi.
Í dag vorum við hjá Viðskiptaráðherra og einnig hjá fulltrúum Faxaflóahöfnum. Síðan fór ég að vinna og var að vinna til kl 20:oo og kom heim og fór síðan aftur á mjög góðan sporafund í Grafarvogskirkju, það var rosalega notalegt.
Það er verst að maður nær ekki að fylgjast með strákunum okkar í handboltanum, þeir eru alveg magnaðir því kíkir karegter sem er í liðinu.. ótrúlegt að sjá leikin í gær frábært. En ég ætla að reyna að standa við að blogga aðeins örar en ég hef gert á næstunni.

Monday, January 08, 2007

Góður dagur í dag.

Sælt veri fólkið.
Ég var að horfa á silfur Egils í morgun,ég var svo ánægður með Björn Inga Hrafnsson. Ég er ánægður hvað hann er málefnalegur og samkvæmur sjálfum sér og vel inní þeim málum sem hann er að fjalla um. Hann er mjög trúverðugur og traustur stjórnmálamaður. Hann stendur allar þær árásir sem gerðar eru á Framsóknarflokkinn af sér og svarar af heiðarleika og málefnalega. Hann er mjög duglegur, en er ekki nægilega duglegur að koma því á framfæri því sem hann er að gera, t.d. því sem hann er að vinna í leikskólamálum og í skipulagsmálum og fleiru. Það verður góður fengur að fá þennan mann inná Alþingi Íslendinga. Mér fannst þessi umræða sem var um Evruna mjög góð og málefnaleg hjá bæði Össur og Birni Inga þeir allavega sjá að bilið á milli fólks og fjárfesta er að breikka svo mikið að það verður eitthvað að gera allavega að undirbúa innleiðingu Evrunnar. Það er farið að gera ársreikninga hjá bönkum og stórum fyrirtækjum og svo eru fyrirtæki komin svo mikið í útrás bæði í sjávarútvegi,hátækni iðnaði og nú síðast í byggingariðnaði en við fólkið í landinu er á okur vöxtum og streðum við að halda verðbólgu draugnum niðri með okur vöxtum og fleiru.
Ég er enn að vinna að strandsiglingum við Ísland og er núna allt púður sett á að finna skip sem gæti hentað í þessa flutninga, einnig eigum við eftir að undirrita samninga en ég held að það sé ekkert mikið eftir að þeirri vinnu sýnist mér ekkert sem ekki er yfirstíganlegt. En allt tekur tíma og tími sem ekki er til í raun þetta þarf að komast af stað sem fyrst. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og nauðsinlegt fyrir allt og alla. Við erum ekki með vegakerfi sem þolir allan þennan þungaflutning.
En síðan af okkur hjónunum erum við farin að fara að hreyfa okkur meir en við höfum gert í langan tíma og er það markmið okkar að breyta um lífstíl, og reyna að grenna okkur það er ekki hægt að fara svona með sjálfan sig. Það er gaman að segja frá því að dætur okkar eru báðar komnar í nám þrátt fyrir að vera komin með börn og fjölskyldur, ég er mjög stoltur af þeim. Margret byrjar í Háskólanum í Reykjavík í dag og Íris Dögg er að klára sitt nám í vor og ætlar sér síðan í meira nám til Danmerkur í sumar. Hún er komin á fullt að undirbúa það þessi elska maður á eftir að sakna Sölku mikið það er hálf tómlegt síðan þau fluttu í nýju íbúðina sína.

Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Hæ öll sömul.
Gleðilet nýtt ár og ég vil þakka fyrir liðin ár.
Árið sem var að líða er búið að vera svolítið viðburðarígt hjá mér og mínum, og þetta ár sem er að byrja lofar því sama sýnist mér. Ég er búin að vera á fullu síðan á síðustu dögum liðins árs og þessa tvo fyrstu daga he he he, en það er bara gaman. Nú á þessu ári sem er að byrja verður mjög mikið að gera þetta er kostninga ár, og við Frammsóknar menn ætlum okkur að ná til baka því trausti og þeim anda sem af okkur hefur verið tekin af keppinautum og fjölmiðlum. Það er eins og að ef eitthvað er í ólagi á þessu landi byrja allir fjölmiðlar á því að skella skuldinni á okkur þó svo að Framsókn tengist málinu á engan hátt, "furðulegt" hvað menn geta verið ófyrirleitnir. geta ekki einu sinni verið heiðarlegir og drengilegir eða því síður málefnalegir í sínum málflutningi. En eins og ég sagði ætlum við okkur að fara að berjast og draga framm í dagsljósið þau málefni sem við höfum staðið fyrir og líka þau góðu mál sem við höfum framkvæmt, en það er allt of lítið fjallað um það opinberlega og það auglýst. Við erum með mjög duglegt ungt fólk sem er komið í frammvarðarsveit flokksins og við erum stolt af því fólki og stöndum eins og klettar á bak við þetta fólk.
Í dag er ég að vinna áfram að þeim málum sem eru mér óskaplega hugleikin sem eru strandflutningar í kringum Ísland, en eins og flestir vita erum við á eyju og við eigum ekki mikið af fé til að setja í okkar vega-kerfi ,og einnig eru alli í heiminum að keppast að því að koma öllu sem þeir geta út á sjó nema við þetta er líka "Furðulegt"
En þessa dagana gengur vel og kanski næst þetta á næstu vikum.