Monday, November 27, 2006

mánudagur 27.11.2006

Sælir allir
Ég er búin að vea latur að skrifa inná síðuna mína það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér .... en samt engin afsökun. (Bara leti). Ég var rosalega glaður að sjá vinkonu mína hana Irisi Björg singja með Halla Reynis í þættinum hjá Hemma Gunn um daginn, hjartanlega til hamingju Íris mín þetta var glæsilegt hjá þér. Þetta er stelpa sem á eftir að gera eitthvað mikið í söngnum. Annas er það að frétta að ég fer á mánskeiðið á morgun og á miðvikudaginn, síðan er ég að fara í áframhaldandi vinnu varðandi skipamálin mín, kannski tekst þetta kannski ekki.... En allavega það var reynt til þrautar held ég.
Við erum að fara á jáolahlaðborð á Laugardaginn og síðan er farið að stittast í Baltimor. uss uss. Dóttirinn liggur á netinu og skoðar og skoðar hvar er best að versla og hvar ekki, þetta verður rosalet plabb á byggilega en, nú er það komið uppá að ég er læstur í baki og get ekki borið neina poka he he he he. en þær finna örugglega einhvert ráð ef ég þekki þær.

Sunday, November 19, 2006

Sunnudagur 19.11

Kvöldið.
Ég er búin að vera að hvíla mig í dag, eftir dálítið mikið erfiða viku. Ég fór á fund í morgun í allri ófærðinni en komst þó á réttum tímaá fundin minn sem var rosalega gott fyrir mig. Síðan mokaði ég svalirnar hér og eftir það er ég búin að vera í slökun bara. Á morgun er töluverð skýrslugerð hjá mér og svo er tannlæknirinn þannig að morgundagurinn er orðin þétt setin líka. Á þriðjudaginn hefst svo námið hjá mér í Háskólanum í Reykjavík. Á miðvikudaginn er svo mjögmikið að gera hjá mér úff..... þá er námið mitt svo er mikil fundahöld og líka vinnan, og svo síðast en alls ekki síst er stofnfundur nýrrar Sporadeildar í Grafarvogskirkju kl 2030. Þetta er mjög spennandi verkefni og mjög þarft að mínu mati. Mig hlakkar ekkert smá til. Síðan byrja ég á nýju námskeiði á fimmtudagskvöldið og svo verðum við að funda meira varðandi strandsiglingarnar. Þannig eins og sést er nóg að gera hjá manni he he. Síðasta vika var alveg geggjuð í vinnu og mikið áreiti. meira síðar.

Wednesday, November 15, 2006

Þriðjudagur 15.11.2006

Sæl öll.
BRRRRRRRR............... nú er kalt og hrissingslegt úti það er komim vetur. Það er orðið langt síðan að það hafi komið svo vont veður hér við land. Annas er bara gott að frétta hjá mér. Í dag hætti ég snemma í vinnunni og var að sinna sjálfum mér, það eitthvað sem ég hef ekki gert lengi he he he. Ég ætla líka að gera það á morgun vegna þess að ég þarf að fara sinna hugðarefnum mínum aðeins meir, sem er strandsiglingar í kringum Ísland.... Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að það komi til með að ganga að láta þetta gerast.
Magga er enn að skipuleggja Baltimor ferðina ég held að hún ætli að vesla alla borgina henni hlakkar svo til. ég er með fyrirtíðaspennu yfir þessu öllu he he he he.... Nei nei þetta verður fínt að skoða Ameriku en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað. Það verður bara gaman.
Nú fer vinnan að fara á fullt í Framsóknarflokknum, og verður gaman að taka virkan þátt í því starfi, en eins og við vitu eigum við erfitt uppdráttar í skoðunarkönnunum eins og stendur en það lagast hef ég trú á. Framsóknarflokknum er kennt um allt sem miður fer, maður skilur ekki af hverju, en svo koma menn sem hafa stolið milljónum í obenberu starfi og tekið út dóma fyrir slígt en að vísu kalla það sjálfir "tæknileg mistök sem engin hefur skaðast á" og fara beint í 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum þetta er furðulegt , maður bara botnar ekkert í þessu bulli. En við ætlum okkur stóra hluti nú í kostningunum.

Monday, November 13, 2006

Fallegar mæðgur.. þær eru líka alltaf hlæjandi

Ríg monntin kall... enda mjög ríkur.


Maður varð að skipta um föt þar sem skýrnarkjóllin var orðin of lítill... en maður tekur dálítið til sín he he he

Ánægðar en þreyttar mæðgur,,, og tala nú ekki um líkar og samríndar

Kóngurinn sjálfur....


Kamilla Stjarna var lasin, með hita og lítil í sér .... en samt alltaf er stutt í brosið hjá henni.

Þarna eru mæðginin eftir að nafnið er staðfest.
Vignir Sigur.


Öll fjölskyldan

Sunday, November 12, 2006

Sunnudagur 12.11.2006

Hæ.
Í dag var dóttur sonur minn skýrður. Ég fékk að vera þess aðnjótandi að vera skýrnar vottur, hann fékk nafnið Vignir Sigur og er það nöfn okkar afanna. Þetta var mjög falleg og hátíðleg stund sem við fjölskyldurnar áttum í Grafarvogskirkju ásamr prestinum Önnu Sigríði, sem fór mjög vel með þessa athöfn og á hún heiður skilið. Síðan var haldið heim og var mikil veisla haldin drengnum til heiðurs hér heima hjá okkur.
Síðan kom til mín vinur minn hann Kjartan Thor og erum við að vinna að stofnuninni á Sporadeild í Grafarvogi á Miðvikudögum. Við áttum gott spjall um þau mál og skiptum við með okkur verkum uppá frammhaldið. Síðan fór ég að vinna aðeins í áætlunargerð í skipamálunum mínum, það er alltaf að skýrast meir og meir hvernig þessi mál fara. Síðan er ég að vinna aðeins fyrir flokkinn það verður gaman að sjá hvernig vinnan innan flokksins er unnið.
'eg set nokkrar myndir inn á eftir.

Wednesday, November 08, 2006

Miðvikudagur 08.11.2006

Hæ.
Í dag var fyrsti dagur minn í vinnu eftir Barsilona, maður var hálf teigður og togaður he he he..... Það var mikið að gera og koma öllu heim og saman aftur eftir uppgjör um mánaðarmót. Síðan var fundur hjá mér í hinni vinnunni minni og var sá fundur mjög gagnlegur og margt að gerast þar jákvætt. Mér finnst einhvernvegin margt vera að ganga upp í þeim efnum. Nú verður maður að standa sig ef maður gerir það ekki þá gengur þetta ekki upp sem maður er bbúin að vera að vinna að.
Síðan vorum við nokkrir að ákveða að stofna nýja deild hér í Grafarvoginum" sporadeild" það verður gaman að standa að því ef það gengur upp. Okkur finnst vanta sporadeild á þetta svæði og finnst tilvalið að ganga í málið. Þeir eru svo hressir þeir Jón og Kjartan, við erum svo ofvirkir saman að það hálfa væri nóg. Annas bara allt fínt nema að litla afastelpan mín hún Salka er að fá rör í litlu eyrun sín greijið. Hún er svo kát þrátt fyrir að vera alltaf með verki þessi elska. Ég fór að heimsækja hin afabörnin mín í gær, ég færði Magnúsi mínum Barsilona fótboltabúniningin mertan Gudjonsen no:7. Síðan gaf ég nafna mínum aldress svo honum verði ekki kalt þessum vin, og Kamilla fékk nýjan kjól og skó og sokka ofsa pæja þessi elska. Það er gaman að sjá svona lítil börn vilja velja sér föt til að fara í eins og Kamilla er algerlega skó sjúk en svona var og er mamma hennar og amma he he he...
En nú verð ég að fara að snúa mér að alvarlegri skrifum meira síðar bæ bæ

Tuesday, November 07, 2006

Þriðjudagur 07.11.2006

Góðan daginn.
Ég er komin frá Barcilona!!! Þetta er mögnuð borg.... borg sem aldrey sefur er rétta nafnið á Barsilona. Það var rosalega gaman og margt að skoða og margt að gera. En samt er ég hrifnari af Lissabon. Við fórum að skoða borgina mikið og sáum þessi helstu kennileiti sem borgin er fræg fyrir og þennan arkitektur sem Barsilona er fræg fyrir. Ferðin hjá hópnum gekk mjög vel fyrir sig, ekkert vesen nema að því sem snéri að ferðaskrifstofunni og flugfélaginu. Okkur var hennt út úr hótelinu kl 10:00 en áttum ekki flug fyrr en kl 23:30 og síðan kom seinkun á það til viðbótar. Síðan þegar við lentum þá var engin til að taka á móti vélinni og eftir langa bið kom einn starfsmaður sem ekki kunni á terminainn og keyrði á vélina slag í slag. Við biðum um 3/4 klst. eftir að við kæmumst út úr vélinni, en þá tók ekki betra við við vorum læst inní terminalnum eftis smá tíma var hægt að opna en þá voru engvir Tollarar og envir í fríhöfninni, alveg makalaust þetta. Eftir að þetta leystist allt þá var hægt að pota sér heim, en við vorum komin heim um kl 06:30 svo að ég nennti ekki að fara í vinnu í dag var bara heima að hvíla mig. Mér finnsr umhugsunar vert hvort maður fari aftur með þessari ferðaskrifstofu miðað við þjónustustigið sem maður fékk, ég er ekki ánægður en þetta lagast allt. Á morgun fer ég svo á fund sem ég er búin að biða eftir, sá fundur getur breytt öllu í lífi mínu. Meira um það síðar.

Friday, November 03, 2006

Föstudagur 03.11 06

Hæ hæ.
Nú er maður að fara til Barsilona á árshátíð á eftir. Ég byrjaði að vinna kl 0500 í morgun og startaði vinnunni, en það þurfti að redda holplötum fyrir eigandan. Síðan fór ég kl heim um kl 11:00 og fór að pakka niður fyrir spánarferðina við förum út á völl um kl 1400. Þetta er samt svolítið leiðinlegt flug farið seinnipartin í dag og við erum komin inn á hótel um kl 23:00. Síðan verður farið að jamma á morgun og hinn og hinn og síðan tekur alvaran við aftur. Síðan á miðvikudaginn verður vonandi góður fundur fyrir mig og samstarfsmenn mína.
Ég er svolítið svektur á að hvalveiðum sé hætt. Mig grunar að þeim hafi verið gert að hætta út af utanaðkomandi þrýstingi. En þessi pólitík er alveg ferleg, þær þjóðir sem drepa mest af hvölum hafa hæðst, og einnig þær þjóðir sem slátra flestu fólki í heiminum geta verið að eltast við svona. Síðan er búið að gaman að fylgjast með fréttum frá Danaveldi. Það er fyndið að sjá hvernig þeir eru að reina að drulla yfir okkur.