Monday, December 25, 2006

Gleðileg jól

Sæl öll sömul

Ég ósga ykkur
Gleðilegra jólahátíðar
Ég er búin að vera mjög lélegur að blogga undanfarið það er vegna þess að það er búið að vera svo mikið um að vera hjá mér. En það fer að lagast hef ég trú á.

Tuesday, December 05, 2006

Þriðjudagur 05.12.2006

Sælt veri fólkið.
Þetta er búið að vera góður dagur fyrir mig. Ég er búin að vinna mér allt í haginn í dag og gera klárt fyrir fríið mitt. En ég vinn bara á morgun og fer síðan á fimmtudaginn til Boltimore. En allir.... Ef þið viljið hagnast um mikla peninga hafið endilega samband, ég var á mámskeiði í kvöld þar sem ég var að læra um hvernig maður á að fjárfesta inná lokaða markaðnum. Ég er algerlega sanfærður núna að þetta er það rétta.
Ég fékk líka skemtilegar fréttir af hugðarefnum mínum kannski er allt að hafast núna kannki náum við að taka skrefið til fulls á næstu dögum ... maður er orðin rosalega spenntur.
Ég reynai að blogga á meðan ég er úti en líklega get ég það ekki vegna anna he he he he... EN ANNAS ÞIÐ SEM LESIÐ ÞETTA OG HAFIÐ ÁHUGA KOMIÐ Á SPORAFUND Í GRAFARVOGSKIRKJU annað kvöld(miðvikudagskvöld) kl 2030 og fáið ró í hjarta ykkar.

Sunday, December 03, 2006

Sunnudagur 03.12.2006

Sælir allir.
Í gær fórum við allir í Einingarverksmiðjunni á Jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík. Það var mjög gaman og góður andi í hópnum, en mér fannst maturinn mjög góður í flestum tilfellum nema Lúðan hún var ekki gáð og síðan var þjónustan þarna mjög ófagmannleg og ylla skipulögð. Eftir matin fórum við á Dubleners og þaðan á Torvaldsen og þaðan á Nasa. Við gömlu hjónin gáfumst upp kl 0200 enda vildum við halda eyrunum á okkur he he he he. Ég fór svo að vinna í dag, við steyptum eina plötu og ég var komin heim kl 1700. En það er að styttast í að við förum í smá frí til Boltimor "Frí" en það verður bara fínt hjá okkur að komast aðeins í nýtt umhverfi held ég. Ég ætla allavega að fara með góðum anda og vera ekki að pirra mig yfir búðum og svoleiðis. Ég tek tvo aukadaga frí í vinnunni ágætt að hvila sig aðeins.
Annas er mikið að gerast í pólitíkinni og miklas sviftingar hjá öllum. Framkvæmdarstjóri Frjálslindaflokksins rekinn og við Framsóknarmenn að reyna að sprikla og laga stöðu okkar. Mér finnst ekki unnið næginlega markvist hjá okkarflokki í að laga þá ímynd sem Framsóknarflokkurin hefur allir segja ekki Framsókn og ef maður spyr þá segja allir það er svo mikil spylling, ég skil ekki þessi rök ef það er svo mikil "spylling" hjá okkur af hverju er þá Framsóknarflokkurinn stærri það fittar ekki að svona sé. Auð vitað er maður ekki alltaf sáttur við alla stjórnmálamenn en það hafa allir sína kosti og líka galla sama í hvaða flokk fólk er.
En af hinu málinu mínu er það að frétta að við erum enn að vinna á fullu í þessum málum meira síðar.

Friday, December 01, 2006

Föstudagur 01.12.2006

Sæl.
Þá er þessum degi að ljúka, það er búið að vera mikið að gera í vinnunni minni eins og venjulega. Á morgun er svo vinna aftur en annað kvöld er svo Jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík. Það er svo vinna aftur vinna á Sunnudag. Við félagarnir erum að vinna á fullu í skipamálunum það potast áfram er ekki næginlega hratt. En þetta kemur ég er sannfærður. Konan er búin að vera í prófum og hþað hefur gengið mjög vel hjá henni hingað til hún má vera rosa stolt af sjálfri sér, það er ekki sjálgefið að fólk sem er komið á þennan aldur að það verði bara 9-10 í öllum prófum... glæsilegt hjá henni.
Við förum svo á fimmtudag til Boltimor hjónin með ungan okkar he he he. En það verður vonandi góð ferð.

Monday, November 27, 2006

mánudagur 27.11.2006

Sælir allir
Ég er búin að vea latur að skrifa inná síðuna mína það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér .... en samt engin afsökun. (Bara leti). Ég var rosalega glaður að sjá vinkonu mína hana Irisi Björg singja með Halla Reynis í þættinum hjá Hemma Gunn um daginn, hjartanlega til hamingju Íris mín þetta var glæsilegt hjá þér. Þetta er stelpa sem á eftir að gera eitthvað mikið í söngnum. Annas er það að frétta að ég fer á mánskeiðið á morgun og á miðvikudaginn, síðan er ég að fara í áframhaldandi vinnu varðandi skipamálin mín, kannski tekst þetta kannski ekki.... En allavega það var reynt til þrautar held ég.
Við erum að fara á jáolahlaðborð á Laugardaginn og síðan er farið að stittast í Baltimor. uss uss. Dóttirinn liggur á netinu og skoðar og skoðar hvar er best að versla og hvar ekki, þetta verður rosalet plabb á byggilega en, nú er það komið uppá að ég er læstur í baki og get ekki borið neina poka he he he he. en þær finna örugglega einhvert ráð ef ég þekki þær.

Sunday, November 19, 2006

Sunnudagur 19.11

Kvöldið.
Ég er búin að vera að hvíla mig í dag, eftir dálítið mikið erfiða viku. Ég fór á fund í morgun í allri ófærðinni en komst þó á réttum tímaá fundin minn sem var rosalega gott fyrir mig. Síðan mokaði ég svalirnar hér og eftir það er ég búin að vera í slökun bara. Á morgun er töluverð skýrslugerð hjá mér og svo er tannlæknirinn þannig að morgundagurinn er orðin þétt setin líka. Á þriðjudaginn hefst svo námið hjá mér í Háskólanum í Reykjavík. Á miðvikudaginn er svo mjögmikið að gera hjá mér úff..... þá er námið mitt svo er mikil fundahöld og líka vinnan, og svo síðast en alls ekki síst er stofnfundur nýrrar Sporadeildar í Grafarvogskirkju kl 2030. Þetta er mjög spennandi verkefni og mjög þarft að mínu mati. Mig hlakkar ekkert smá til. Síðan byrja ég á nýju námskeiði á fimmtudagskvöldið og svo verðum við að funda meira varðandi strandsiglingarnar. Þannig eins og sést er nóg að gera hjá manni he he. Síðasta vika var alveg geggjuð í vinnu og mikið áreiti. meira síðar.

Wednesday, November 15, 2006

Þriðjudagur 15.11.2006

Sæl öll.
BRRRRRRRR............... nú er kalt og hrissingslegt úti það er komim vetur. Það er orðið langt síðan að það hafi komið svo vont veður hér við land. Annas er bara gott að frétta hjá mér. Í dag hætti ég snemma í vinnunni og var að sinna sjálfum mér, það eitthvað sem ég hef ekki gert lengi he he he. Ég ætla líka að gera það á morgun vegna þess að ég þarf að fara sinna hugðarefnum mínum aðeins meir, sem er strandsiglingar í kringum Ísland.... Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að það komi til með að ganga að láta þetta gerast.
Magga er enn að skipuleggja Baltimor ferðina ég held að hún ætli að vesla alla borgina henni hlakkar svo til. ég er með fyrirtíðaspennu yfir þessu öllu he he he he.... Nei nei þetta verður fínt að skoða Ameriku en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað. Það verður bara gaman.
Nú fer vinnan að fara á fullt í Framsóknarflokknum, og verður gaman að taka virkan þátt í því starfi, en eins og við vitu eigum við erfitt uppdráttar í skoðunarkönnunum eins og stendur en það lagast hef ég trú á. Framsóknarflokknum er kennt um allt sem miður fer, maður skilur ekki af hverju, en svo koma menn sem hafa stolið milljónum í obenberu starfi og tekið út dóma fyrir slígt en að vísu kalla það sjálfir "tæknileg mistök sem engin hefur skaðast á" og fara beint í 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum þetta er furðulegt , maður bara botnar ekkert í þessu bulli. En við ætlum okkur stóra hluti nú í kostningunum.

Monday, November 13, 2006

Fallegar mæðgur.. þær eru líka alltaf hlæjandi

Ríg monntin kall... enda mjög ríkur.


Maður varð að skipta um föt þar sem skýrnarkjóllin var orðin of lítill... en maður tekur dálítið til sín he he he

Ánægðar en þreyttar mæðgur,,, og tala nú ekki um líkar og samríndar

Kóngurinn sjálfur....


Kamilla Stjarna var lasin, með hita og lítil í sér .... en samt alltaf er stutt í brosið hjá henni.

Þarna eru mæðginin eftir að nafnið er staðfest.
Vignir Sigur.


Öll fjölskyldan

Sunday, November 12, 2006

Sunnudagur 12.11.2006

Hæ.
Í dag var dóttur sonur minn skýrður. Ég fékk að vera þess aðnjótandi að vera skýrnar vottur, hann fékk nafnið Vignir Sigur og er það nöfn okkar afanna. Þetta var mjög falleg og hátíðleg stund sem við fjölskyldurnar áttum í Grafarvogskirkju ásamr prestinum Önnu Sigríði, sem fór mjög vel með þessa athöfn og á hún heiður skilið. Síðan var haldið heim og var mikil veisla haldin drengnum til heiðurs hér heima hjá okkur.
Síðan kom til mín vinur minn hann Kjartan Thor og erum við að vinna að stofnuninni á Sporadeild í Grafarvogi á Miðvikudögum. Við áttum gott spjall um þau mál og skiptum við með okkur verkum uppá frammhaldið. Síðan fór ég að vinna aðeins í áætlunargerð í skipamálunum mínum, það er alltaf að skýrast meir og meir hvernig þessi mál fara. Síðan er ég að vinna aðeins fyrir flokkinn það verður gaman að sjá hvernig vinnan innan flokksins er unnið.
'eg set nokkrar myndir inn á eftir.

Wednesday, November 08, 2006

Miðvikudagur 08.11.2006

Hæ.
Í dag var fyrsti dagur minn í vinnu eftir Barsilona, maður var hálf teigður og togaður he he he..... Það var mikið að gera og koma öllu heim og saman aftur eftir uppgjör um mánaðarmót. Síðan var fundur hjá mér í hinni vinnunni minni og var sá fundur mjög gagnlegur og margt að gerast þar jákvætt. Mér finnst einhvernvegin margt vera að ganga upp í þeim efnum. Nú verður maður að standa sig ef maður gerir það ekki þá gengur þetta ekki upp sem maður er bbúin að vera að vinna að.
Síðan vorum við nokkrir að ákveða að stofna nýja deild hér í Grafarvoginum" sporadeild" það verður gaman að standa að því ef það gengur upp. Okkur finnst vanta sporadeild á þetta svæði og finnst tilvalið að ganga í málið. Þeir eru svo hressir þeir Jón og Kjartan, við erum svo ofvirkir saman að það hálfa væri nóg. Annas bara allt fínt nema að litla afastelpan mín hún Salka er að fá rör í litlu eyrun sín greijið. Hún er svo kát þrátt fyrir að vera alltaf með verki þessi elska. Ég fór að heimsækja hin afabörnin mín í gær, ég færði Magnúsi mínum Barsilona fótboltabúniningin mertan Gudjonsen no:7. Síðan gaf ég nafna mínum aldress svo honum verði ekki kalt þessum vin, og Kamilla fékk nýjan kjól og skó og sokka ofsa pæja þessi elska. Það er gaman að sjá svona lítil börn vilja velja sér föt til að fara í eins og Kamilla er algerlega skó sjúk en svona var og er mamma hennar og amma he he he...
En nú verð ég að fara að snúa mér að alvarlegri skrifum meira síðar bæ bæ

Tuesday, November 07, 2006

Þriðjudagur 07.11.2006

Góðan daginn.
Ég er komin frá Barcilona!!! Þetta er mögnuð borg.... borg sem aldrey sefur er rétta nafnið á Barsilona. Það var rosalega gaman og margt að skoða og margt að gera. En samt er ég hrifnari af Lissabon. Við fórum að skoða borgina mikið og sáum þessi helstu kennileiti sem borgin er fræg fyrir og þennan arkitektur sem Barsilona er fræg fyrir. Ferðin hjá hópnum gekk mjög vel fyrir sig, ekkert vesen nema að því sem snéri að ferðaskrifstofunni og flugfélaginu. Okkur var hennt út úr hótelinu kl 10:00 en áttum ekki flug fyrr en kl 23:30 og síðan kom seinkun á það til viðbótar. Síðan þegar við lentum þá var engin til að taka á móti vélinni og eftir langa bið kom einn starfsmaður sem ekki kunni á terminainn og keyrði á vélina slag í slag. Við biðum um 3/4 klst. eftir að við kæmumst út úr vélinni, en þá tók ekki betra við við vorum læst inní terminalnum eftis smá tíma var hægt að opna en þá voru engvir Tollarar og envir í fríhöfninni, alveg makalaust þetta. Eftir að þetta leystist allt þá var hægt að pota sér heim, en við vorum komin heim um kl 06:30 svo að ég nennti ekki að fara í vinnu í dag var bara heima að hvíla mig. Mér finnsr umhugsunar vert hvort maður fari aftur með þessari ferðaskrifstofu miðað við þjónustustigið sem maður fékk, ég er ekki ánægður en þetta lagast allt. Á morgun fer ég svo á fund sem ég er búin að biða eftir, sá fundur getur breytt öllu í lífi mínu. Meira um það síðar.

Friday, November 03, 2006

Föstudagur 03.11 06

Hæ hæ.
Nú er maður að fara til Barsilona á árshátíð á eftir. Ég byrjaði að vinna kl 0500 í morgun og startaði vinnunni, en það þurfti að redda holplötum fyrir eigandan. Síðan fór ég kl heim um kl 11:00 og fór að pakka niður fyrir spánarferðina við förum út á völl um kl 1400. Þetta er samt svolítið leiðinlegt flug farið seinnipartin í dag og við erum komin inn á hótel um kl 23:00. Síðan verður farið að jamma á morgun og hinn og hinn og síðan tekur alvaran við aftur. Síðan á miðvikudaginn verður vonandi góður fundur fyrir mig og samstarfsmenn mína.
Ég er svolítið svektur á að hvalveiðum sé hætt. Mig grunar að þeim hafi verið gert að hætta út af utanaðkomandi þrýstingi. En þessi pólitík er alveg ferleg, þær þjóðir sem drepa mest af hvölum hafa hæðst, og einnig þær þjóðir sem slátra flestu fólki í heiminum geta verið að eltast við svona. Síðan er búið að gaman að fylgjast með fréttum frá Danaveldi. Það er fyndið að sjá hvernig þeir eru að reina að drulla yfir okkur.

Tuesday, October 31, 2006

Þriðjudagur 31.10

Góða kvöldið.Í dag hefði bróður minn hann Matti orðið 52 ára ef hann hefði lifað blessaður. Matti var ljúfur og blíður maður sem var sjálfum sér vestur, hann hafði slæmum herra að þóna. Annas er það að frétta hjá mér, er að ég og Sirrý erum að fara til Barselona á föstudaginn og verðum yfir helgina. Eftir þessa ferð verður farið í fulla vinnu að ganga frá samningum um fluttning og leita að skipi sem hentar, ef endanlegur samningur næst en það er dálítið í land. Það er erfitt að eiga við þetta kerfi allt saman. Í vinnunni hjá mér er búið að vera brjálað að gera við erum að vinna mikið fyrir Færeyjar, það vekur upp miklar minningar hjá mér þegar ég heyri í þeim (Færeyjingum) þegar ég var að sigla þar úti. Mér leið svakalega vel þar úti vinalegt og gott fólk sem ég kynntist þar og mikil rólegheit þar.

Sunday, October 22, 2006

Sunnudagur 22.10.2006

Til hamingju með fyrsta hvalin..... í öll þessi ár. Það er löngu tímabært að hefja hvalveiðar að mínu mati. Það raskar öllu lífríki að veiða ekki þessar skepnur. Ég er mest hissa á hvessu stjórnvöld eru fámál við að svara þessum þjóðum , sjá t.d. Bandaríkin, þjóð sem drepur mest af öllum á jörðinni hvali, og Bretar sem dæla mengun frá kjarnorkuverinu í Dunray út í hafið síðan berst þessi mengun upp að swtröndum Noregs og síðan að heimskautinu og aftur hingað og að Grænlandi. Þessar þjóðir eru að mótmæla hér við land, bara rugl. Við eigum að nýta auðlindir okkar hvort það sé á hvölum eða öðru ekki spurning. Og við egum líka að kippa kvótakerfinu úr sambandi ekki spurning með því fáum við allan afla í land og gerum úr honum peninga í stað þess að henda 50 % af aflanum aftur í hafið.
En annas er bara gott að frétta af mér og mínum nema að hér heima liggur konan og dótturinn veik og ég og drengurinn minn erum einir hér heima í lagi og reynum að halda Sölku litlu selskap. Svo í næstu viku vonast ég eftir loka svari varðandi strandsiglingarnar og ef það verður jákvætt vonast ég eftir að þær hefjist um áramót.
Í síðustu viku var slegið steypu-met í Einingarverksmiðjunni aldrei frá stofnun hennar.hefur verið steypt úr miklu magni af steypu í mót það var hrært 251 hræra í steypustöðinni og aldrei verið hrært jafn mikið. Við erum löngu búnir að sprengja öll met í framleiðslu, í ágúst vorum við búnir að slá metið síðan í fyrra sen það var met ár hjá verksmiðjunni samt sem áður. Það er gaman að vera þátttakandi í svona vertíð og þegar vel gengur, en samt er maður farin að eldast og getur ekki staðið eins lengi í baráttuni eins og áður he he he en svona er þetta líf.
Það stittist í Barselona ferðina það verður fín afslöppun, fyrir BNA ferðina í desember, en þá verð ég burðardýr hjá Sirrý og möggu he he he he en það er spennandi að fara þangað mig hefur alltaf langað að fara þangað.

Sunday, October 15, 2006

Sunnudagur 15 10.2006

Hæ hæ.
Nú er ég búin að vera að slappa af í dag. Dagurinn í gær var full bókaður frá morgni til morgunns.....
Ég byrjaði daginn kl 0630 á því að fara í vinnu í leiðinda veðri, svo að við gátum ekki tæmt salina þar sem ekki var hægt að hífa úti vegna veðurs. Ég var farin að halda að ég þyfti að senda menninna heim en það slapp til, þegar örvæntingin var að hellast yfir mig lægði vind svo að við gátum tæmt salina, mjög gott. ( er guð ekki til???). Eftir að ég var búin að vinna fór ég heim og slakaði aðeins á. Síðan fórum við nokkur saman í keilu í Keiluhöllinni það var rosalega gaman eftir keilunna sátum við á barnum og kjöftuðum saman, síðan átti að skella sér á Players við ætluðum líka en síðan hættum við, við að fara og fórum til Möggu og Skúla og sátum það fram eftir nóttu og kjöftuðum saman um pólitík og fl.
Svo í morgun fór ég á fund með Sporgöngumönnum í Héðinshúsinu og var það rosalega gaman og gott. Eftir það fór é á stúfana og gerði tilraun til mannráns í morgun en það mistókst hjá mér þar sem allir voru sofandi í húsinu, en ég ætlaði að stela dóttur-dóttur minni henni Kamillu Stjörnu en ég stel henni bara í dag í staðin ekki spurning. En þar sem mannránið mistókst hjá mér fór ég í bakarí og bauð uppá morgunkaffi heima. Síðan í kvöld á að skella sér í leikhús og sjá "Viltu finna Milljón". Það er mjög vel látið af því leikriti, fjörugt og skemmtilegt. En áður borðum við saman saman ásamt tengdó og fleirum, bara gaman af því!!!!

Tuesday, October 10, 2006

Þriðjudagur 10.10.2006

Hæ.
Hvað haldið að dóttir mín hafi gert í dag ???? Henni langaði svo til útlanda að vesla og slappa af!!! að hún fór og keypti fyrir pabba sinn og mömmu ferð til Minniappolis á einhverju svaka hóteli og næs. Krakkinn vill hafa gamla settið með sér..... Maður ætlar aldrei að lostna frá þessum krökkum. Ég held að það hafi hangið á spítuni er að láta kallinn bera pokana he he he. Nei nei þetta verður ágætt örugglega, en mig hefði langað að Iris Dögg hafi frekað farið enég ég nenni ekki búðarrápi. Ég veit ekki hvort ég fari til Barchelona, ég er að spekulera að fara ekki mig langar ekki núna allavega. Ég er líka að vinna svo mikið í hugðarefnum mínum sem er að fara að sigla aftur.

Sunday, October 08, 2006

Sunnudagur 08.10

Hæ.
Nú er ég bara búin að taka það rólega í dag. Ég fór á tvo fundi í morgun og hitti nokkra vini mína , og fékk fréttir úr mínum gamla og góða heimabæ. Ég er búin að vera að undirbúa mig undir næstu viku en ég veit að hún verður dálítið strembin!!!. Það er komin dálítil pressa á að fara taka skrefin til fulls í þeim málum sem ég hef verið að hugsa um og vinna í. Ég reikna með að fara á fundi með stórum fjárfestum í næstu viku svo að maður verður að vera svolítið vel undyr búin. Vikan hjá mér er búin að vera svolítið skrítin, margt sem hefur komið uppá, sem vekur upp ýmsar spurningar hjá mér og í kvaða stöðu ég er komin eiginlega og á hvaða stað ég er með framtíðinna ég verð að fara að ákveða mig. Það hljóta að koma svör í þessari viku. Ég er komin á fullt í að kynna mér pólitíkinna og setja mig inn í málefni flokksins, og geri mér grein fyrir að það er á brattan að sækja fyrir okkur Frammsóknarmenn. Mér finnst þessi umræða ekki vera makleg eins oh hún hefur verið og þá síst frá mönnum innan samstarfsflokksins, mönnum eins og Guðlaugi Þór og fl. mönnum sem eru að reyna að pota sér á toppinn sama hvernig þeir fara að því.....

Ég er farin að vinna meira með myndavélina heldur en ég gerði það var rosalega gaman og gagnlegt þetta námskeið sem ég fór á hjá Hans Petersen. Fullt af fýdusum sem ég lærði ...gaman af því... set myndir inn eftir að ég er búin að æfa mig meira he he he

Friday, October 06, 2006

Föstudagur 06.

Hæ.
Nú er komin helgi og mér finnst hún þjóta áframm þessi vika og ég ekkert búin að blogga!!!!!!!! En það eru smá skýring á því. Ég er búin að vera mjög bussí öll kvöld í þessari viku. Ég er búin að vera á Ljósmyndanámskeiði og svo er ég búin að vera á fundum og undyrbúningi á þeim. Það er komin full vinna í því að koma á strandsiglingum á aftur, kannski tekst það núna..... hver veit. Annas er bara allt gott að frétta hjá mér og mínum og það er verið að undirbúa utanlandsferð á næstu vikum.....

Monday, October 02, 2006

Mánudagur 02.OKT

Vá það er komin Okt. Alveg að koma jól hugsa sér. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í Golfinu he he he he maður er alltaf að bæta sig enda mikil trening í gangi he he he... Ég er görsamlega fallin fyrir þessari íþrótt þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Annas er mikið að gerast hjá mér núna maður er á fullu í að gera eitthvað nýtt, það er svo skrítið að það er alltaf eitthvað að pompa upp hjá mér til að skoða.... sem er bara gaman. Ég er búin að vera duglegur í að skoða hluti og finnst það bara gaman. Ég sá lítið af afabörnunum mínum um helgina þar sem ég var að vinna og spila golf,og Sirrý í skólanum um helgina.
Annas fórum við í HUNDLEIÐINLEGA óvissuferð á laugardagskvöldið. Það var keyrt og keyrt í rútu ekkert að sjá eða neitt og endað í Ingólfshvoli þar sem var borðað að vísu mjög góðan mat. Maður var alveg búin þegar við komum heim, en við ætluðum að fara á Players en það var svo leiðinlegt að maður var dottin úr öllu stuði. Maður fer ekki aðra svona ferð.
Það er að styttast í Barselona ferðina einnig er ég að spá í að fara í afmæil til Tooriveja á Spáni í Okt hjá Óskari vini mínum, maður er að skoða þetta.
Ég verð að vera duglegri að blogga annas verður maður svo styrður í skrifunum.

Tuesday, September 26, 2006

Bara rólegheit

Hæ.
Þetta var bara rólegur dagur hjá mér, það hefur ekki skeð lengi að vera komin heim úr vinnu kl 1800. Það var bara notalegt..... Ég var bara heima og var aðeins að vinna í hinu hugðarefninu mínu eða skipamálunum. Þetta potast eilítið áfram en ekki nóg. Ég fer nú alveg að gefast upp og bara að snúa mér að hlutabréfa kaupum og gambli he he he .. 'eg er að fara að birja ap vinna í kostningabaráttunni en hún er komin á fullt sýnist manni. Ég ætla að gefa mig svolítið í það núna held ég. Þegar ég kom heim var hér lítil stúlka í heimsókn og var að rífa og tæta hjá afa og ömmu svo bara brosir hún .... gaman að þessum greyjum.

Monday, September 25, 2006

Mánudagurinn langi

Hæ.
Það er búið að vera mjög viðburðaríkir dagar hjá mér undanfarið. Litla stelpan mín kom til mín á Laugardaginn og var að spyrja hvort hún mætti ekki koma til pabba í nokkra daga með litla sílið hana Sölku, ég var nú fljótur að samþykkja það gaman að fá meira líf í húsið hehehehe. En Bjössi er að fara til L.A. með hljómsveitinni að taka upp plötu og túra smá. Það er frábært að fá þau hingað en þau fá svo íbúðina sína afhenta í desember og þá fara þau aftur því miður en líklega næ ég því að halda uppá afmælið okkar saman. Síðan fórum við austur á Hvolsvöll í frábært matarboð hjá Ragnheiði og Sigurbirni og Magnús minn kom með það var rosalega gaman nema að ég var tekin á of miklum hraða það var ekki nógu gott og 10.000 kall fauk og Sirrý rosa svegt he he he he . Á sunnudagin var farið í golf með Gumma vini mínum og var spilað á Korpuvellininum. Það gekk mjög vel hjá mínum hann náttl sigraði he he he ... Einnig var farið á fund á Sunnudagsmorguninn ásamt að fara í 12,spors ferð sem gekk mjög vel...... skrítið hvað manni líður vel á eftir svona starf. Síðan fórum við Sirrý í heimsóknir um kvöldið . Síðan hófst vinnuvikan í dag af enn meiri krafti en venjulega hver er að tala um samdrátt við getum ekki séð það hjá okkur í vinnunni. Það er alltaf að koma inn hellingur af verkum sem engin átti von á.....
jæja meira um það síðar það er hellings pælingar í gangi varðandi skipakaup ásamt fleiru.
Ég skal ræða meira um það síðar.

Tuesday, September 19, 2006

Lasin heima

Hæ.
Nú er ylla komið fyrir mér ligg hér heima veikur og get ekkert gert. Sagt er að karlmenn verði ósjáfbjarga ef þeir finna til ég held að ég verði að samþykkja þessi orð sumpart. Allavega er ég ROSALEGA lasin. Ég er búin að vera með Gullfoss og Geysir í rúman sólarhring, og ég ekki búin að vera í vinnu það er skrítið... enda eru strákarnir í vinnunni minni búnir að hringja alveg hissa á því hvernig svona lítil veira geti lagt svona stóran mann hehehehe... Þeir kunna að koma orðum að því þessir vinir. Ég vona að ég komist í fyrranmálið en það er að koma mánaðarmór svo að ég þarf að ganga frá laununum. Nústittist í útboðið hjá Svaret og ætla ég að kaupa tvöfaldan hlut en samkvæmt áætlunum fer það á opnamarkaðin eftir 9. mánuði svo það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

Saturday, September 16, 2006

Stuttur dagur hjá mér.

Hæ.
Tók það rólega í dag, og hætti snemma að vinna í dag. Ég ætlaði að hjálpa til heima fyrir fyrir afmælisveisluna hjá Sirrý en nennti engu. Ég ætlaði aðeins að lesa Fréttablaðið en sofnaði með það á nefinu og svaf framm yfir kvöldmat en þá fór ég á fund. Ég átti góðan fund og mér leið svakalega vel á eftir. Ég hitti frænda minn og við áttum mjög gott spjall saman enda svolítið langt síðan sem við höfum hist. Síðan fór ég og heimsótti litla nafna minn það er alveg að verða þannig að maður geti farið að hnoðast með hann., hann er að styrkjast svo mikið og er orðin svo mikill hlúnkur he he eins og afi sinn. Magnús minn fór á Skagan og kemur á sunnudaginn þessi vinur. Kannski förum við að veiða í Þingvalla vatni vinirnir.

Thursday, September 14, 2006

Stittist í helgina

Litla barnið mitt he he he maður segir þetta alltaf þótt komið sé barn og hjúskapur og allt he he he.

Hún er alltaf hlæjandi eða brosandi þessi drottning. Hún er svo mikil vinnukona og alltaf að .. svo er hún farin að gera við Brauðristina fyrir pabba sinn.


Hér erum við nafnanir.. við eigum eftir að bralla margt þegar fram líða stundir he he


Er ég ekki mikil skvísa....... alveg að fara að labba.


Þessi kóngur veit hvað hann vill..


Hæ.

Nú styttist í helgina og ég ætla að taka mér eitthvað frí núna um helgina. Ég er að spekulera að fara í golf á sunnudaginn,annað hvort fer ég á Hellu eða bara með Gumma vini mínum á Korpu. Á laugardag verður hér mikik veisla Sirrý á afmæli og það verður eitthvert knall hér heima. En á morgun þarf ég að fara að huga að nýja klúbbnum sem ég er gengin í og þarf að fara að klára dæmið svo ég geti farið að kaupa og selja hlutabréf. Síðasta ávöxtun verður væntanlega tíföld ekki ónýtt það???á níu mánuðum. Svo er skipamálin komin af stað aftur, það kom samtal úr aldeilis óvæntri átt þannig að allt er komið af stað aftur spennandi..... en kemur í ljós um miðjan Okt hvað verður.
Og svo fer kostningabaráttan að fara af stað hjá okkur Framsóknarmönnum ég er að spekulera að vinna svolítið í henni núna, mér finnst svo gaman að stússast í svona málum.

Monday, September 11, 2006

Hæ nú er eitthvað að gerast

Góða kvöldið.Nú er eitthvað að gerast í mínu lífi held ég. ég er búin að vera að fá svolítið skrítin símtöl undanfarið. Það er greinilegt að eitthvað er að fara í gang hjá mér. Ég fékk símtal frá manni í dag sem ég vissi ekki einu sinni að hann myndi eftir mér. Hann er að biðja mig um að hitta sig um miðjan Okt ásamt öðrum mönnum. Einnig er þessi klúbbur sem ég var að ganga í er alltaf að verða meira og meira spennandi tækifæri til fjárfestinga. Ég var á kynningu í kvöld, og var að fá meiri uppl. Ef einhverjum sem les þetta langar að skoða þennan kúbb senið mér e-mail og ég skal reyna að leiða ykkur í allan sannleikan. Ég er aðeins farin að slaka á vinnunni svo að ég er að fá meiri tíma fyrir mig og gera það sem mér þykir gaman og er það vel.

Sunday, September 10, 2006

Golfmót Einingarverksmiðjunar


Þetta er hluti af þeim snillingum sem tóku þátt í golfmóti Einingarverksmiðjunnar 2006.

Á meðan við vorum að keyra austur á Flúðir voru menn að undirbúa sig og bera saman bækur sínar,og ráðleggja hvor öðrum.

Þorri er að reikna út punkta manna og sjá hver er Golf meistari Einingarverksmiðjunar 2006.

En ekki var Guðmundur meistari þrátt fyrir háleit markmið, en hann fékk samt verðlaun.
En hérna eru efstu menn en í 1. sæti varð Elvar. 2. Steini 3. Ómar.
Hæ.
Það var mjög vel heppnað golfmótið okkar. En völlurinn var samt mjög erfiður fyrir okkur, en við vorum of margir sem erum nýliðar til að getað spilað þennan völl í svona vindi. En kannski er þetta bara væl?? eða bara öfund þar sem ég náði ekki að ógna 10, sætinu. En það var samt rosa stemning í hópnum og það var mál manna að þetta yrði árviss viðburður héðan í frá. Ég var lurku lamin með bakverki og strengji þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir rosa skemmtilegan en erfiðan dag. Síðan í morgun var farið að vinna aftur og var að vinna í allan dag, en við vorum að klára stórt verk og erum að byrja á nýju mjög stóru verki aftur eftir helgi.
En af öðru.. á morgun fer ég á fund í nyja fjárfesingarfélaginu sem ég var að ganga í, og verður spennandi að heyra hvað kemur þar fram. Síðan er konan að undyrbúa afmæli en um næstu helgi verður stór veisla hér heima hjá okkur en meira um það síðar.




Thursday, September 07, 2006

Stittist í mót


Nú stittist í golf mót Einingarverksmiðjunar en það verður haldið á Laugardaginn eins og áður hefur komið framm. Maður er í því að undirbúa sig á sál og líkhama. Maður er að kyrja og þjálfa og allt he he he..
En nóg um það, í kvöld var ég að dedúa við sjálfan mig og var að vinna í 12 spori og fór sjálfur á fund og hitti þar vinkonu mína sem, er búin að vera að berjast við krabbamein, mig þótti mjög vænt um að hitta þessa konu og sjá og heyra hvessu mikla baráttu hún er búin að herja til að fá að halda lífi. Hún er svo sterk og dugleg þessi elska að eftir er tekið. Svo er maður að væla sjálfur þvíligt hvað maður getur tekið svona fólk sér til fyrirmindar, og maður lærir að meta það hvað maður hefur það gott og hvernig maður getur gefið afsér til að öðrum geti liðið betur. Ég bið góðan guð að styrkja fólk sem er að berjast við sjúkdóma og aðra erfileika .

Wednesday, September 06, 2006

Myndir og.fl.

Þarna er kallinn á skrifstofuni sinni að tala við Nonna á steypustöðinni.

Kjartan verkstjóri á Stypustöðinni að fá nýja skó rosa lukkulegur.


Þetta er Óskar fjárfestir og þúsund þjala smiður.

þessi maður heytir Gústi og er með það afl og dugnað sem mjög margir vildu hafa hann er ekki nema 1.50 m. á hæð og vinnur eins og tröll, og er duglegur kall og góðmenni ég verð víst að leiðrétta þessa hæð hún er vísr 1,74.

Þessi maður er frá Lettlandi og heytir Maris og er í sérsteuypusal rosa duglegur strákur og fínn náungi.


Hæ.
Nú er verið að djöflast í golfinu öll kvöld, ég er að undyrbúa mig fyrir golfmót Einingarverksmiðjunnar. Við erum búnir að vera að safna verðlaunum út um allan bæ og hefur okkur verið tekið rosalega vel fengið mikið af gjöfum fyrir verðlaun. Einnig erum við búnir að kaupa farand-bikar og mikið af gullmetalíum aðalega he he he he .... Við förum á Flúðir á laugardag og verðum framm eftir degi og grillum og fl.
Annas er bara fínt að frétta af mér ég er búin að setja skipakaup á hold, en er farin að snúa mér að hlutabréfa kaupum og smá gambli. Okkur var boðið að koma í grúbbu sem er að fjárfesta í hlutabréfum og svolleiðis. og ætlum við að kíkja á það aðeins. Það er verst hvað maður er mikið að vinna maður getur ekki sinnt þessu næginlega en maður fær bara aðstoð það er líka auðvelt að fá dómgreind annara. Ég ætla að setja mokkrar myndir inn frá vinnuni minni bara svona upp á jokið.

Sunday, September 03, 2006

Sætar frænkur að leika sér Kamilla Stjarna og Salka

Allir að horfa á litlu frænkurnar leika sér Vignir Sigur verður að bíða smá eftir að fá að leika sér í sandkassa.


Maður hugsar alltaf vel um tengdamömmu sína


Falleg feðgin alltaf hlæjandi.

Það er svo gott að komast í pottinn og slaka á enda alltaf berandi börn he he he

Sumarbústaður og næs

Kvöldið.
Við fórum öll fjölskyldan upp í sumarbústað um helgina. Þetta var mjög gaman við vorum þarna bæði börn og barna börn og tengdamamma. það var spilað golf og verið í heitapottinum og látð þreytuna líða úr sér. Svo kom fullt af fólki í heimsókn og það var spilað og etið og haft gaman alla helgina. Veðrið var einstaklega gott og bara hiti. Mér fannst mjög skrítið að vera ekki að vinna það hefur ekki skeð lengi að maður fari í bústað..... en þetta var frábært. Ég læt nokkrar myndir koma á eftir.

Monday, August 28, 2006

Dagur komin að kveldi komin

Nú er ég komin heim eftir svolítið strangan dag. Nú er ég ákveðin að fara að minnka við mig vinnu og fara að gera eitthvað fyrir mig sjálfan. Mig langar að fara að starfa meira fyrir flokkinn minn og einnig að vinna meira með fólki og hjálpa öðrum. Ég var að hugsa um þessi mál svolítið um þessi mál í dag og ætla að stefna að þessu núna. Annars er það að frétta að ég er að hugsa um að ganga inn í klúbb sem er starfrægktur er í Sviss, og er markmið hans að fjárfesta í óskráðum félögum er eru ekki á markaði enn, en koma inn á markað innan 6-12 mánaða. Ávöxtunin er mjög góð og er reynslan sú að svo sé. Þetta er lokaður klúbbur og ég er búin að vera dálítin tíma að skoða þetta og mér lýst mjög vel á. Einnig er ég enn að hugsa um þessi skipamál og það verður bara að koma í ljós hvernig það fer ekki bjartsýnn.
Ánnas bara góður er að stunda fundina mína nokkurnvegin 3-5 fundi í viku og er líka að sponsa og gera þessa litlu hluti.
Mig þykir vænt um ykkur öll

Sunday, August 27, 2006

Vinnudagur þó sunnudagur sé

Hæ.
Við áttum rosalega skemmtileg kvöld þessa helgi. Á föstudagskvöldið fórum við í afmæli hjá Gunna vini mínum og var það frábær veizla þar. Þar voru gamlir Skagamenn og voru þeir sem héldu uppi fjörinu með trommpet og gítarleik og söng. Það var engin önnur en Jón í Kothúsum og kona hanns Jenný. Frábært hjá þeim. Það var veitt vel bæði í mat og drikk. Svo síðan í gærkvöldi fórum við í garðveizlu hér við blokkina en það er árviss viðburður. Jón fimmhundruð kall úr idolinu kom og spilaði og söng framm undir miðnætti. Það var rosalega gaman og skemmtilegt og fjörugt fólk. En ég fór heim uppúr miðnætti þar sem ég mætti í vinnu í morgun og steypti rifjaplörur og fleira í dag Sunnudag.
Ég hef ekkert fengið að sjá litlu barnabörnin mín alla vikunna, þetta er hekki hægt, og þarf ég að fara að minka vinnuna á mér þetta gengur ekki svona mikið lengur. Annars dreymdi mér að breytingar væru í vændum hjá mér á mæstunni í atvinnumálum, hvað svo sem er að marka það.

Wednesday, August 23, 2006

Mikil vinna og lítið golf.

Nú er svo mikið að gera hjá mér í vinnuni, og ég er hálf svektur yfir því að komast ekki í golf út af vinnuálagi. Ég hef ekki komist síðan á sunnudag, en þá fór ég Sirrý og Guðmundur vinnufélagi minn. Ég veit ekki hvort ég egi að segja frá úrslitum en ... jú allt í lagi Guðmundur tók þennan hring með 6 höggum... en ég er búin að sjá hvernig ég get komið tvíelfdur til baka. Ég og Sirrý erum að fara í einkaþjálfun og ætlum að biðja Birgir Már að taka okkur í gegn. Við verðum í Básum alla næstu viku hehhehehehe.. Svo er bara að sjá hvernig fer. Annas er það að frétta að Sirrý er að verða skóla-stelpa hún er að byrja í sjúkraliðanum í Fjölbraut Ármúla, gott hjá henni. En þá eru tvær af stelpunum mínum komnar í skóla en Íris Dögg er komin í magmiðlunarhönnun í Borgarholtskóla og ætlar að klára og fer svo til Danmerkur, en Magga mín er enn í fæðingarorlofi en samt er þessi fídóms kraftur í þessari elsku að hún er farin að undyrbúa skólagöngu, engin smá kraftur í þessari stelpu!!! Hún er að spá í að fara í Geyslafræði .. ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur, vera með 2. smábörn og svo einn stóran kóng og heimili og vera farin að spá í þetta þetta kallar maður KRAFT og DUGNAÐ.
Blogga meira síðar.

Sunday, August 20, 2006

nokkrar myndir

Æji það er dálítið heitt ekki nema 36¨c erfitt svona fyrsta daginn.

Svona hafa þeir þessir efnuðu í Villamore engvar smá snekkjur.


Svo var kíkt á barin hjá Luis Fiko.

Svona er ekið um í Villamore flottur þessi.

Síðasta kvöldmáltíðin... þetta er lítill bær í Algarve en í þessum bæ koma saman listamenn á hverju ári og breyta um listaverk þetta er gert úr sandi.. og síðan er þetta jafnað við jörðu á haustin og bygt upp að nýju á vorin.

Komin úr sælunni

Hæ öll sömul.
Við erum komin úr sælunni, þetta var ein besta ferð sem við höfum farið í. Við vorum svo heppin að þekkja svo marga innfædda og nutum gestrisni þeirra að það hálfa væri nóg. Við leigðum okkur bíl líka í 3. daga sem var mjög gaman. Við fórum rosalega víða t.d. vorum við í 2 dætur í litlum bæ sem heytir Atlaija en við kölluðum hann einfaldlega allt í lagi he he (gálgahúmorinn minn) en nhann er 15 km fyrir utan Lissabon. Þar lentum við í vínuppskeru hátíð og svaka veizlu með öllu tilheyrandi. Síðan eftir grillið var þessi líka fína hljómsveit og dans og dans-sýning. Einnig fórum við á heimsenda en það er siðsti oddi Portugals sem menn héldu að væri heimsendi í gamladaga og ef menn færu mikið lengra dittu þeir út af jörðinni he he en á þessum odda er sterkasti viti heims en hann lýsir yfir 90 sjómílur. Þarna er líka fyrsti stýrimannaskóli evrópu og svo margt margt meira það kemur meira síðar.
En nú er vinnan hafin svo að alvaran er tekin við, Af skipa málum er það að frétta að eitthvað gengur hægar en efni stóð til að fá inn kjölfestufluttningsaðla inn en vinnan heldur áfram meira síðar.

Monday, July 31, 2006

Nú er komið að því:

Gott fólk.
Nú er komið að því að koma s+ér í háttin vegna þess að við Sirrý verðum að vakna snemma í nótt þar sem við erum að fara í loftið kl. 0600. Við verðum á rosaflottu hóteli skilst mér og ferðin verður notuð í að hvílast og skemmta sér. Við fórum að kveðja sílin okkar í kvöld æji það var svolítið erfitt. við biðjum að heilsa ökkum he he he he.
Af skipamálum er það að frétta að Ingimar kolleggi minn fór í dag að skoða skipið og leyst mjög vel á svo nú er það bara heimavinnan eftir og ganga frá síðustu hnútunum.

Sunday, July 30, 2006

Sumarfrí.............

Sælt veri fólkið.
Nú er ég komin í sumarfrí,og er að setja niður í töskurnar og er að fara til Portugals á Þriðjudagsmorguninn. En ég má valla vera að því þar sem er verið að vinna í því að kaupa skip og verið í samningaviðræðum við fjárfesta. Það er maður frá okkur núna úti í Noregi að skoða skip sem við erum svolítið skotnir í og myndi henta vel í þetta conseft sem er verið að hugsa um. Ég reikna með að fara út þegar ég kem heim og skoða betur og ég verði með í þessu. annas er bara gott að frétta nema litla afa stelpan mín hún Kamilla Stjarna datt svo ylla í dag og braut tönn þessi elska ææji það var svo sárt.... maður lamaðist alveg að horfa upp á þetta. Svo er líka að frétta að ég var að fá mér svaka græju .. myndavél Cannon Eos 350. Mig er búið að að dreyma um svona vél alla tíð. 'eg tek fullt af myndum úti á vélina og set inná síðuna ef ég get blogga eitthvað þarna úti og ég má vera að. Ég er orðin svolítið spentur að komast í hvíldina og ætla að slappa vel af. ég er ákveðin í því.

Monday, July 24, 2006

Sumir eru betri en aðrir

hæ hæ
Það er búið að vera frábært í kvöld. Ég og samstarfs menn mínir vorum nefnilega í Golfskóla Haralds Þórisssonar. Haldið þið ekki að kallin hafi ekki verið að brillera í golfinu í kvöld hann var látin kenna hinum F.......... golf sveifluna he he he he .. eða þannig. Nei annas það er frábært að fara að læra þetta maður er búin að vera gera allt vittlaust hingað til, og vonandi tekst þessum manni að breyta manni eitthvað en þetta er frábært. Annars er bara allt gott að frétta litlu frænkur mínar frá Danaveldi eru komnar í heimsókn og Vignir Sigur dafnar mjög vel svo það er ekki hægt að fara framm á meira nema kannski að hausin á manni þyrfti að fara að róast. Það eru svo miklar pælingar þar inni að maður er í erfileikum með sjálfan sig.

Sunday, July 23, 2006

Rólegur laugardagur.


'Eg er búin að taka þennan laugardag bara rólega. Ég var hálf lasin í nótt svo að ég fór ekki í vinnu í morgun, og er bara búin að vera að mestu heima. Ég fór og skoðaði nýjasta afabarnið mitt í dag, hann er rosalega myndarlegur þessi vinur. Ég eg búin að vera að vinna smá í dag í þessum skipa málum mínum, það seilasr áfram það mál og þá í rétta átt, en rólega samt. ég er fullur vissu enn um að þetta komi hjá okkur. Í kvöld fór ég svo á fund og hressti mig við. Ég finn núna hvessu mikil vinna er búin að vera á mér og er þessi dagur er búin að vera fínn til að vera að hvíla sig.
Á morgun fer ég í golf æfingu því að það er annar tími á mánudag svo að þar er nauðsinlegt að vera búin að æfa sig svolítið áður er að maður heldur áfram.

Friday, July 21, 2006

Enn btist við gjöf Guðs ég fékk lítin "Nenna"

Er ég ekki myndarlegur ný fæddur og er nefndur Vignir Sigur

Nú er Kamilla Stjarna orðin stóra systir og er bara rúmlega 1. árs


Bara svolítið sibbin.


Vignir Sigur og Magnús Máni stóri bróðir.

Bara að leggja sig þó ekki sé langt síðan að maður fæddist ena er fæðing mannsins talin erfiðasa ferðalag lífsgöngunar.


Wednesday, July 19, 2006

Hún er falleg þessi gula þarna uppi.!!!!

Haldið þið að það sé loksins komið sumar?? Svei mér þá... En af mér er það að frétta að ég er búin að vera vinna mjög mikið nátturulega, en annað sem er svolítið spennandi er að ég er b úin að vera á fundi með mönnum í dag ,um kaup á skipi. Ég er væntanlega að fara til Noregs eftir helgi að skoða skip og hugsamlega gera einskonar samkomulag, til að kaupa aðeins meiri tíma. Menn eru rosa spenntir og allt sem við erum búnir að vinna að eins og er er að ganga upp. En það er galli á gjöf Njarðar er að ég fer inn í einhvern stýrihóp sem á að gera einhverja úttekt, það er ekki ég !!!!!
Ég er búin að vera að hafa litlu skvísurnar hjá mér aðeins og fá að knúsa þær aðeins, Svo er ég búin að vera að fara með fundi inn á stofnanir. Alveg fullt að gerast í mínu stjórnlausa lífi he he he he he. En bara gaman. Mig er farið að hlakka rosalega til að komast í frí og slappa af. Það er alltaf að verið að bjóða okkur eitthvað að skoða og í heimsóknir í Portugal að þessi ferð verður yndisleg.. þeir segja að það sé svo gott að keyra um miðjan daginn í svona hita heheheheheh nei nei ég segi svona bara.
Við erum að fara í námskeið í golfi á morgun kl 1930 það er búið að draga okkur á þessari kennslu um tvær vikur grrrrrr. en loksins er þetta komið , það er mjög góð mæting úr vinnunni á þessi námskeið hjá okkur sem er bara gaman. Meira síðar

Friday, July 14, 2006

Hálsrígur

Haldið þið ekki að kallinn sé ekki fastur með hausinn út á hlið. Þetta er alveg ferlegt, ég vaknaði svona en var búin að finna fyrir þessu. Ég á svo erfitt með að vera með öryggishjálmin á hausnum vegna brjósklos sem ég er með uppí hálsinum sem ekkert hægt er að gera við. Annas er það að frétta að ekkert bólar á Bótólfi Breka he he he he. en Magga mín er orðin svaka þreitt þessi elska en ég finn á mér að fæðingin verður um helgina ég er viss. Íris mín er að fara í Borgarholtsskóla að klára sitt nám og er ég rosalega stoltur af henni hún er svo dugleg og mikill kraftur í henni. Nú eru ekki nema nokkrir dagar í Portugal þvílíkt spennandi að komast úr þessu veðravíti hér. Við erum líka að skipuleggja ferð um Evrópu sem er mjög spennandi en meira um það síðar.
Um skipa mélin er það að frétta að það eru menn alvarlega að spekulera í því að taka slagin með og koma þessu konsefti á laggjirnar en þetta á eftir að koma í ljós á næstu vikumm, spennandi dæmi það.
meiri fréttir síðar.

Sunday, July 09, 2006

Írskir Dagar

Góðan daginn.
Ég er mjög ánægður með s.l.nótt á Skaganum. Við fórum á Írska daga á Akranesi og það var alveg frábært. Við hittum alla gömlu vinina okkar og bara allt þetta fólk sem er búið að vera samferða okkur í gegnum lífið á meðan við bjuggum á Akranesi. Ég hitti allar sætu skólasystur mínar (og skólabræður) og það var gaman að fá að knúsa þær aðeins ha.ha.ha.ha. Við Sirry höfum lítið hitt af þessu fólki s.l. 8 ár og okkur var tekið eins og týndu sauðunum rosa gaman. Við byrjuðum á að heimsækja Georg og Ingveldi en þar var Garden party og mikið af fólki rosa fjör og mikil veisla. Við hittum gamla vinnufélaga og svo var svo gaman að hitta allar vinkonur dætra okkar sem voru heima hjá okkur svo mikið. Það sem var verst að það var svo mikið af fólki að maður gat varla snúið sér við hvað þá farið að dansa, það var alveg stappað af fólki svona 4-5000 manns, en það var mikil gleði og lítið um pústra. Það er mikil breyting á Akranesi síðan við fluttum þaðan bærin hefur þotið út og mikið af nýju fólki og reyndar mikið af Vestfirðingum sem eru flutt á Akranes.

Síðan er næsta vinnuvika að hefjast og í þessari viku á ég von um að það komi ýmislegt í ljós sem á eftir að marka djúp spor inn í mitt líf, spennandi vika maður er bæði fullur tilhlökkunar og kvíða

Friday, July 07, 2006

Alltaf líf í kringum mig.

Hæ hæ.
Það er oft sagt um mig að það sé alltaf mikið líf í kringum mig. Það er alltaf eitthvað nýtt að ske. Núna er ég búin að vera á fundum með fjárfestum sem vilja kaupa skip og það fleiri en eitt. Þetta er mjög spennandi og kom óvænt upp í hendurnar hjá mér. Ég veit ekki hvað verður, en samt mjög mikil áskorun. Annas er bara litið að frétta styttist í fríið hjá mér. Ég er að fara til Portugal, þar sem mér er boðið í festival í Lissabon og svo verður farið í golf, og svo slakað á á í Albufera á glæsi hóteli en sá draumur. mig er farið að hlakka mjög mikið til. Maður er orðin svo þreittur og slæptur eftir mjög mikla vinnu. Og alltaf bætir maður á sig vinnu. Við bíðum eftir littla kallinum og vonum að hann komi fyrir brottför okkar en verði ekki eins og síðast að hún eigi þegar við verðum úti he he he .... þá verður Sirrý ómöguleg hún er svo mikil barnakerling. meiri fréttir síðar.

Sunday, July 02, 2006

Numo og Fernando í góðri sigurvímu.

Maður er matarlegur he he he


Emanúel og Felina í góðum gír.


Nonno er orðin hálf leiður á þessum sigur söngvum.


Sigurhátíð vel saddir.

Góða kvöldið.

Það er svolítill tími síðan ég hef bloggað. Í gærkvöldi bauð ég nokkrum vinnufélögum frá Portúgal heim í Saltfisk. ég lét þá um að elda en skaffaði til þess heráefni. Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu vinna England í boltanum en það gerðu þei nú samt. Það var mikil hátíð hjá þeim langt fram eftir nóttu. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld sem endaði á Players. Það var rosa fjör þar. En gömlu kemmpurnar í Start voru að spila Eiríkur Hauks og félagar. He he he þetta er mikil upplifun að rölta þarna um. Þarna hittum við fleiri vinnufélaga og var dammað til kl. 0400 um morgunin, eg hef ekki verið svona lengi úti í tæp 4 ár he he he ...

Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga á næstu dögum....

Saturday, June 24, 2006

Hlustaði á hjartað

Hæ hæ.
Ég hlustaði á hjartað mitt í dag. Ég ætlaði að sigla af stað til Svíþjóðar en ég fékk mig ekki af stað. Það var biluð sjálfstýring og fl og mér leist ekkert á stöðina og sló ferðina af af minni hálfu. Það er eitthvað sem mér líkaði ekki við að fara af stað núna ég veit ekki hvað það er. En að öðru leiti er ég búin að taka það rólega í dag og slaðppa af eftir mitt fyrsta golfmót. Já ég tók þátt í golfmóti í gær he he he .... Þ.G. verk bauð í golfmót ó við fórum 4. af stað og einn af okkur gerði það bara gott vann nándarverðlaun á 3. braut. Mér gekk sæmilega eftir að ég náði úr mér stressinu. þetta var bara gaman, og ég er komin með golfbakteríuna. konan ekki ánægð he he he he

Wednesday, June 21, 2006

Loksins er farið að sjá í þá gulu.

Hæ hæ.
Nú er loksins farið að sjá í þessa gulu. Það er búið að vera frábært veður. Vitiði ég skráði mig í mitt fyrsta golf mót í dag. Er maður ekki brattur he he he he ....., Annas er það að frétta hjá mér að það er alltaf jafn klikkað í vinnuni ég hef verið að mæta frá kl 0500 og verið að vinna framm yfir miðnætti. En ég er að fara að laga þetta hjá mér, og reyna að minka þetta hjá mér. ég er nefnilega að fara að leggjast í Golf íþróttina ef mér gengur vel í þessu fyrsta móti he he he. ég er að stefna á að sigla um næstu helgi .. á maður kannski að taka kylfurnar með góð spurning´???. Íris og Bjössi voru að fá sér einn Fókus bíl til hamingju með það elskurnar gott hjá ykkur. En best að fara að sofa í hausin á sér, blogga síðar.

Sunday, June 18, 2006

Til hamingju Ísland

Salka er alltaf brosandi
Kamilla vinnukona, þessi stúlka verður mjög athafnasöm held ég, og kemur til með að hafa skoðanir á hlutunum.

Ég er rosalega fín í kjólnum sem Afi keypti í Danmörku áður en ég fæddist smekkmaður hann Afi.

Salka að fagna 17.júní í fyrsta skipti með Afa og Ömmu og Mömmu í miðbænum maður verður að vera með fána.

Svona lítur fleyið út í dag sem ég ætla að sigla til Svíþjóðar. Það er svolítið eftir áður en hægt verður að fara.

17 Júní 2006.

Ég er búin að njóta dagsins vel. Ég er búin að vera að hvíla mig og njóta þess að vera í fríi. Við fórum í smá stund niður í miðbæ seinnipartin og löbbuðum aðeins með barnabörnin það var bara mjög gaman. Ég fór að hitta Helga Þór vin minn en hann er að smíða á fullu í bátnum en eitthvað frestast brottför það er svolítið eftir. Síðan komu til okkar gestir og við grilluðum Humar og bara næs. Síðan í kvöld er litla skvísan okkar hún Salka í pössun hjá okkur móðirinn er dálítið stressuð í bænum hún er hrædd um að gamla settið kunni þetta ekki he he he he

Thursday, June 15, 2006

hæ hæ

Ég er búin að vera svolítið latur við að skrifa undanfarið. Það er vegna þess að það er svo mikið að gerast hjá mér. Ég er að undirbúa siglinguna til Svíþjóðar svona í hjáverkum. Það er að mörgu að hyggja í svona ferðalagi ekki á stærri bát en þetta. Bandaríkjamaðurinn sem kemur með okkur kemur til landsins 17 júní. Siglinga áætlunin er þannig að við förum til Thorshafn síðan til Leirvíkur og þaðan til suður Svíþjóðar. Síðan er ég að skipuleggja ferð til Portugals í Ágúst í 2-3 vikur ef ég fæ fararleyfi he he he. En Portúgalarnir sem ég vinn með eru að skipuleggja svaka hátíð í Ágúst ef ég kem í Lissabon það verður ábyggjilega frábær ferð. Annas er alltaf jafn mikið um að vera hjá mér í vinnunni ég er að koma mér inn í viðbótina, og það gengur bara vel.
Ég ætla að reyna að skrifa inn á bloggið hjá mér á leiðinni og senda frá Færeyjum og Shjatlandseyjum og síðan við Danmörku og þegar við komum til Svíþjóðar allavega koma myndir úr ferðinni. kem með meira sinna.

Saturday, June 10, 2006

TIl hamingju Sjómenn með daginn

Góða kvöldið.
Ég var að segja við Sirrý að einhvern tíman hefði verið meira um að vera á þessum degi en nú er. Ég man þegar við vorum upp á Akranesi var oft mjög mikið um að vera og mikið fjör. Ég var í nokkur ár formaður sjómannadagráðs á Akranesi og oft þurftum við að reyna að rífa þennan dagupp úr lægð, það er eins og allir vilji láta mata sig af allri afþreyingu og ekkert gefa af sér."Furðulegt" mér finnst þessi dagur vera farin að snúast um fjáröflun og verslun heldur en það sem hann var ætlaður til. Nú eru pólitíkusar farnir að nota hann til að reyna að koma sjálfum sér á framfæri og og sína þá hrægsni sem þeir gera og hafa. En þegar þarf að beita sér í málefnum sjómanna og hagsmunum þeirra sjást ekki þessir sömu menn og láta lítið fyrir sér fara.
Ég var að skoða heimasíður barna - barna minna, maður er hættur að sjá þessar elskur, maður verður að skoða þær á netinu. Það er ofsalega gaman að sjá hvað stelpurnar mínar eru duglegar að setja inn myndir og uppfæra síðurnar. Takk fyrir það elskurnar....

Friday, June 09, 2006

Þreyttur

Hæ hæ.
'Eg er hálf þreyttur núna. eg er búin að taka að mér meiri stjórnun í fyrirtækinu, svo að í nokkra daga verður dálítið erfitt hjá mér á meðan maður er að koma þessu inn hjá manni. En að öðru, ég og Sirrý fengum báðar stelpurnar og börnin þeirra í mat í kvöld. Sirrý var með svaka veislu en því miður komsr ég ekki í tæka tíð.
Nú er fótboltin byrjaður svo að það verður bara veisla hjá manni frammundan, ég held með Braselíu og Þýskalandi einnig held ég að Króatar komi svolítið á óvart. Það er að stittast í siglinguna út hjá mér, en ég stefni á að fara um 15-16 af stað. Ferðafélagar mínir eru orðnir mjög spenntir, en mig hvíður svolítið fyrir. Það er voða vont fyrir mig að fara núna, þar sem ég var að semja um kaup og kjör, og er ég ekkert ósáttur við þann samning. Ég skrifa meira á morgun
Kær kveðja
Einar Vignir Einarsson

Tuesday, June 06, 2006

Kóngurinn spilar

hæ.
Ég sit hér heima rosalega öfundssjúkur út í þá sem eru á tónleikunum með Bubba Mortens. Ég reyndi og við reyndum (Bjössi minn aðalega)að fá miða á tónleikanna. Þetta er bara snillingur þessi maður og frábært hvað hann vex og vex ætli það sé út af líferninu sem hann lifir ég hef trú á því, maður er með allt í botni hér heima og Sirrý er alveg að ærast hahaahaaha. Þetta er bara frábært. Annas er bara allt gott að frétta ég er búin að vera að skoða gleraugu þetta verð er rugl. 80.000 kr maður týmir þessu varla en ég er búin að tapa svo mikið sjóninni minni að ég verð.....!!!!!!!
Ég er líklega að semja um öðruvísi vinnutilhögun og meiri ábyrð. Það er bara ákveðin áskorun fyrir mig að taka það að mér en samt er hafið að toga í mig, mig langar að fara að sigla aftur enda kem ég til með að semja þannig að ég geti farið með það í huga.
Annas er mesta sjokkið það eru fréttirnar úr flokknum í gær, ég skil ekki hvað er í gangi eiginlega. Ég vona að Guðni Ágústsson eða Björn Ingi Hrafnsson taki við formennsku í flokknum og leiði okkur til sigurs í næstu kostningum. Ég er sanfærður um að við náum upp aftur fylgi og meiri krafti.

Saturday, June 03, 2006

Stuttur Framsóknarstuðningur

Hæ hæ.
Nú verð ég að játa að ég er hættur að skilja mína menn, Ætlar Finnur Ingólfsson virkilega að reyna að pota sér á þing aftur. Er hann ekki búin að sína hvað í honum býr, ég er hættur stuðningi við Frammsóknarflokkin ef af þessu verður. Ég ætla ekki að ergja mig yfir þessu fyrr en ég sé þetta.
Annas er bara allt gott að frétta hjá mér, maður er komin í langt frí eða þannig, allavega er maður í fríi fram á þriðjudag. Við ætlum að fara eitthvað austur fyrir fjall að keyra og kannski smá í golf. Fið erum að fara að græja okkur út að hjóla núna, við erum bara að bíða eftir að það fari að rökkva svo að fólk fari ekki á límingunum að hlátri þegar við komum hjólandi um kverfið.

Wednesday, May 31, 2006

Skrítin dagur ????

Sæl og bless.
Þetta var dálítið skrítin dagur fyrir mig að öllu leiti. Í fyrsta lagi var hringt í mig og mér boðin samningur í máli sem ég er með í lögfræði innheimtu, ég átti í raun ekki von á að þetta myndi gerast og var ofsalega ánægður og vonandi heldur þetta alla leið. Í öðrulagi hringdi annar maður í mig og var að biðja mig um upplýsingar um kerfi sem ég er búin að vera að byggja upp sem notast fyrir skip í millilanda siglingum, og er hugmyndin að breyta þessu aðeins og selja þetta kerfi í Austurlöndum þetta er eitthvað sem ég hefði ekki þorað að vona að myndi gerast og að einhver myndi vilja skoða þetta kerfi en ekki kerfi sem stórar verkfræðistofur hafa gert, ég er mikið montinn yfir þessu. Síðan er verið að pressa mig í vinnunni mini að gera fastan samning en ég er ekki alveg tilbúin, ég er enn að hugsa, en það er svo skrítið að ég fæ altaf tækifæri á að fresta samningum. Það er svolítið skrítið vegna þess að ég er ekki alveg búin að gera mér fulla grein fyrir hvað ég vill ég held líka að það sé eitthvað annað að koma upp í hendurnar á mér núna á næstu dögum. Í þriðja lagi ganga viðræður um nýjan borgarstjórnar meirihluta mjög vel og minn maður er að standa sig mjög vel í þeim viðræðum eins og honum er von og vísa.
Síðan vil ég óska bræðrum mínum Eyleifi og Kristjáni hjartanlega til hamingju með afmælin í dag. Ég fór einnig upp á Skaga í gær og hitti marrga af mínum gömlu vinum og var það ofsalega gaman, einnig hitti ég bróður minn frábær dagur líka í gær he he he.

Svo er sagt að Guð sé ekki til??

Sunday, May 28, 2006

Til hamingju Björn Ingi

Heil og sæl.
Við náðum að halda Birni Inga inni þrátt fyrir að að okkur er vegið úr öllum áttum. Mér finnst það svolítið merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera óheiðarlegur í sínum áróðri þeir hafa ekki tekið neina ábyrð á því sem þeir hafa gert í Ríkisstjórinni og reynt að koma öllu sem heytir viðkvæm mál yfir á okkur. Mér finnst að rödd okkar Frammsóknarmanna ekki heyrast næjilega mikið. Okkur vantar að auglýsa meira hvað við erum að gera í landsmálunum. Við leifum Sjálfstæðisflokknim að valta yfir okkur endalaust án þess að bera hönd fyrir okkur.
Hér heima vorum við með kostningavöku, og til okkur komu gestir og vorum við að víja nýja grillið mitt. ég var með rosa veislu meira að segja Bjössi tengdasonur var svo saddur að hann varð að raka af sér hárið ha ha ha ha ..... Litlu skvísurnar mínar komu til okkar og það var ofsalega gaman af þeim, þær eru svo ofsalega kátar og skemmtilegar. Amman verður alveg fránumin þegar þær eru hér hún er svo mikil barnakelling!!!!. Við fórum svo á kostningavökuna hjá mínum mönnum og vorum svo á jamminu til kl 0300 en þá var ég búin á því. Ég var svo þreyttur að við fórum þá heim. Ég kommst einu sinni ekkki á fund í morgun ég svaf yfir mig haldið þið að það sé....

Friday, May 26, 2006

Nú styttist í úrslitin.

Góðir frammsóknarmenn.
Nú er farið að styttast í að við fáum að sjá hvernig þetta fer hjá okkur, ég hef fulla trú á okkar manni hann er að bera af í öllum viðtölum og er með bestu frammkomuna og allt. Annas er bara gott hjá mér að frétta ég var að kaupa mér risa grill og nú get ég grillað fyrir alla ættina í einu ha ha ha .... Sirrý ætti að verða ánægð þegar hún sér grillið það er risa risa stórt eitthvað sem hún hefði ekki valið hehehehhehe.
Annas er það að frétta hjá henni að hún er að fara í skóla í haust rosa gott hjá henni hún fer í fjölbraut í Ármúla og ætlar að taka sjúkraliðan frábært hjá henni. TIL HAMINGJU SIRRÝ ég er stoltur af þér að drífa þig.
Ég fer snemma að vinna og ætla að reyna að vera búin um hádegi og síðan fer ég að hringja út og fylgja eftir þeim sem ég er búin að smala á kjörstað og stiðja okkar mann. Ég ætla síðan út á jammið annað kvöld og hitta félagana og gleðjast með þeim. svo er það golf á sunnudagsmorgun hress og kátur með úrslitin eins og vera ber. og svo er starfið hjá mér eftir hádegið brjálað að gera hjá manni sem er bara gott. Ég reyni að halda eitthvað út framm eftir nóttu hehehehehehhe

Munið bara að kjósa rétt EX BÉ !!!!!
Komum Birni Inga í borgarstjórn

Wednesday, May 24, 2006

Ekki frí

Hæ.
'Eg er búin að vera að vinna á fullu, þannig að ég er ekkert búin að vera að nenna að skrifa neitt. Hjá mér er mikið að snúast vegna þess að ég er að taka við öðrum sal, þess vegna verð ég að koma mér inn í það vel. Það er mikið um rýningu á teikningum sem bætist við mína vinnu sem fyrir er. Maður verður að kunna að rýna teikningar svo maður geti leiðbeint öðrum. Þetta er mjög spennandi og krefjandi fyrir mig þar sem ég hef aldrei lesið teikningar og kann lítið um steypu og annað, en ég er búin að læra svolítið um steypu í dag, en kunni ekkert þegar ég byrjaði.
Annas var slæmt slys hjá mér í dag, það fór maður með höndina í vélsög og fór í tvo fingur, slæmt sár það er aldrei of varlega farið því miður. Ég er að vinna aðeins með framsóknarflokkum. Það er rosalega skemmtilegt mig hefur aldrei órað fyrir því. Ég vona að þið kjósið X-B á laugardaginn Ég get ekki séð að það sé þess virði að eyða atkvæðinu sínu á aðra.

Kjósum Frammsóknarflokkinn nú í sveitarstjórnarkostningum.
Fólk sem þorir.

Sunday, May 21, 2006

Sunnudagut til sælu















Fallegar frænkur maður getur ekki verið annað en montinn















Mynda konfegt finnt ykkur ekki?


Í morgun fór ég á fund og í dag ætla ég að slappa af og láta vinnuvikuna líða úr mér. það er rosalega notalegt að vakna snemma á Sunnudögum og byrja á því að fara á öflugan fund eins og eru í Héðinshúsinu. Þarna eru öflugust og einlægustu fundirnir mínir. Í kvöld ætla ég að fara í bío og sjá mynd sem ég er búin að bíða lengi eftir. En í dag er ég að spá í að keyra upp í Skorradal og heimsækja vinafólk mitt. En þau eru að reysa sér bústað þarna upprá. Einnig er Sævar Matt að byggja bústað í Svínadalnum. Það er gaman að skreppa eitthvað og slaka á, ekki veitir af fyrir svona stress bolta eins og mig.

Það er notalegt að hafa Magnús minn hjá mér hann er svo yndislegur þessi vinur, hann er að tölva sig þessi vinur en honum finnst of mikið rok í Golf ha hja ha ha .................. ¨" Hann nennir ekki "........