Thursday, September 07, 2006

Stittist í mót


Nú stittist í golf mót Einingarverksmiðjunar en það verður haldið á Laugardaginn eins og áður hefur komið framm. Maður er í því að undirbúa sig á sál og líkhama. Maður er að kyrja og þjálfa og allt he he he..
En nóg um það, í kvöld var ég að dedúa við sjálfan mig og var að vinna í 12 spori og fór sjálfur á fund og hitti þar vinkonu mína sem, er búin að vera að berjast við krabbamein, mig þótti mjög vænt um að hitta þessa konu og sjá og heyra hvessu mikla baráttu hún er búin að herja til að fá að halda lífi. Hún er svo sterk og dugleg þessi elska að eftir er tekið. Svo er maður að væla sjálfur þvíligt hvað maður getur tekið svona fólk sér til fyrirmindar, og maður lærir að meta það hvað maður hefur það gott og hvernig maður getur gefið afsér til að öðrum geti liðið betur. Ég bið góðan guð að styrkja fólk sem er að berjast við sjúkdóma og aðra erfileika .

No comments: