Wednesday, February 28, 2007

Miðvikudagur 28.02.2007

Kvöldið.
Það er búið að vera mikið að ger hjá mér í dag, Ég er nátturulega búin að vera í vinnunni minni, þar sem allt er á fullu alla daga, síðan fór ég til læknis í rannsókn. Ég er í svolitlu tjekki með sjálfan mig. Maður verður að vera að fylgjast með sér. Sirrý mín er fár veik heima og svo er þessi elska aað reyna að skrifa ritgerð með kvíðahnút í maganum yfir því. Hún er svo samviskusöm......
Ég er að undirbúa mig fyrir fundin sem við erum að fara á í Hveragerði um helgina með vinnunni, það verður fínt að fara og hrista mannskapin saman. Vonandi auðnast okkur að gera úr þessu góða ferð.

Tuesday, February 27, 2007

Þriðjudagur 27.02.2007

Sælt veri fólkið.
Það er eins með mig alltaf þegar ég hef mikið að gera þá gleymi ég að blogga .....
En það sem er að frétta hjá mér er að það slitnaði upp úr samningarviðræðum við Eimskip hjá okkur, eftir langt og strangt ferli og erfiða fæðingu hjá þeim að koma að málinu, en nóg um það.
Það sem er næst í ferlinu er að það er verið að ræða saman nokkrir aðlar um siglingar til og frá Íslandi með ákveðnar vörur. Þetta er viðkvæmt mál sem kemur í ljós fljótlega enda nennir maður ekki að vera að streða í þessu áfram á meðan menn eru að ákveða sig. Ég er ekkert að farast úr stressi yfir þessu ég er í ágætis vinnu og síðan eru að koma kostningar og ég þyrfti að vera að vinna svolítið fyrir flokkinn og mig langar að læra meira og kynna mér starfið í flokknum betur.
Ég er búin að vera mikið í 12 spora vinnu, og er það æðislega gott fyrir mig. Það er magnað hvað það gefur manni mikið kikk.

Wednesday, February 07, 2007

Miðvikudagur 07.02 2007

Kvöldið.
Það er lítið að frétta hjá mér, nema að ég er svolítið uppnumin af þessari nálastungu sem ég fór í hún er að virka helling. Allavega ætla ég aftur á mánudaginn.
Ég er búin að vera svolítið pirraður í dag, mikið búið að vera í gangi hjá mér, í vinnunum mínum. Ég er alveg búin að fá nóg af þessu steypiríi og ætla mér að klára þetta dæmi sem við erum byrjaðir á.
Litli afa börnin mín eru búin að vera mikið veik svo maður er rosalega meðvirkur út af því mér þykir svo vænt um þessi litlu sýli. Meira að segja lagðist ættarhöfðinginn minn líka þessi sterka handboltahetja er búin að vera mikið veikur og þau öll. Salka mín þessi litla sæta stelpa er búin að vera lasin ,eins og hún sé ekki búin að vera nægilega mikið veik þessi elska. En það er svo gaman af þeim öllum þau eru alltaf brosandi það er svo gaman að fylgjast með þeim.

Tuesday, February 06, 2007

Þriðjudagur 06.02.2007

Hæ hæ
Af mér er allt sæmilegt að frétta, Éger búin að vera allur skakkur í hálsinum mínum og verið fastur alveg. Ég er búin að vera í nálastungum í Sporthúsinu og líka í nuddi hjá Sjúkraþjálfara. Ég mæli með nálastungunum í Sporthúsinu hjá Erni alveg magnaður gaur.
Af skipamálum er það að frétta að málið er allt í vinnslu hjá hinum Skipafélögum og eru menn að að koma ár sinni vel fyrir borð og hvernig hægt er að landa samningum svo öllum líki. Það er þá helst tvær leiðir sem við erum að hugsa um. Annas vegar að koma inn með pallettuskip þá eingöngu á Vestfirði eða kaupa alvöru gámaskip í verkefnið, og fara alla leið til Húsavíkur. En þetta er alveg að koma í ljós.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum hún Sirrý er í skólanum eins og flestir vita...... en það er svo gaman að fylgjast með henni hún er svo kvíðin og með svo mikin prófskrekk að það er ekki findið he he hún sægði mér um daginn að hún væri fallinn alveg búin á því. En svo kom niðurstaðan hjá henni í dag hvað haldið þið 9,0 fékk hún... Innilega til hamingju Sirrý mín.

Saturday, February 03, 2007

Laugardagur 03.02.2007

Sælt veri fólkið.
Innilega ti hamingju með nýja bílin Magga mín. Magga og Skúli fengu sér jeppa í dag rosalegafallegan MMc Pajero með öllu rosalega fallegur bíll. Annas er bara búið að vera rólegur dagur hjá mér. Við erum búnir að vera saman í dag við Magnús minn, við erum bara búnir að dúlla okkur farið á rúntin og svoleiðis. Síðan fór ég í þorramat með vinnunni en var komin heim um kl 2100 aftur það var nú ekki meira spennandi en það. Ég er búin að vera hugsa aðeins um framhaldið hjá mér um vinnu og búsetu í framtíðinni. Það er svo mikið að brjótast um í hausnum á mér að það er ekki findið.
Ég ætla að fara með Magnúsi Mána í fyrsta handbóltamótið hanns. Hann fór að æfa handbolta og fór strax inn í liðið þessi vinur og strax komin í mót he he... Hann er svo spentur að við komn og sjáum hann keppa að hann ætlaði aldrey að sofna í gærkvöldi he he he .......

Friday, February 02, 2007

Föstudagur 02.02.2007

Góða kvöldið.
Æi ég er búin að vera að drepast í dag í hálsinum. Ég er svo gjarn að fá hálsríg þegar ég er búin að vera að vinna svo mikið. Ég er búin að fara í sprautur í dag og líka til Sjúkraþjálfara, helvíti vont. Annas er það að frétta hjá mér að við erum enn að funda um þessi skipamál og vorum á fundi hjá Eimskip í gær. Við vorum þrír frá Klasanum og ég og svo tveir frá Eimskip. Ég var ekkert svo ánægður með þann fund þvó ég vildi fá skýr svör um magn og verð og annað því tengdu. Ok við ákáðum að skoða þetta í þessari og næstu viku, og reyna að sjá færa leið út úr þessu. En það kemur vonandi einhver niðurstaða þá þó að það sé leiðinlegt að bíða.
Ég trúi því að Framsóknarflokkurinn sýni þann sóma sinn og styðji við bakið á þessari starfsemi. Allavega er þetta gert með meiri heilindum en Byrismálið, sem er orðið þvílígt hneixli og furðulegt að menn beri enga ábyrð hvergi nokkurstaðar í þessu þjóðfélagi sama hvar er. Það er sama hvort svindli steli ljúgi eða bara nefndu það menn sitja alltaf inni á þingi furðulegt. Ég ætla að vona að menn sjái sóma sinn í þessu og fari að taka á þessari spillingu sem er í þessu þjóðfélagi. Mér finnst nýja forisatan hjá Framsóknarflokknum ver sú trúverðugsta sem er í boði í dag. Ef við byrjum á Samfilkingunni þá virðist allt vera í molum þar og hver höndin upp á móti annari, þá kemur að Vinstri grænum þeir segja bara nei og aftur nei og eru ekki með neinar lausnir í staðin, Frjálslindir eru bara úti á túni að........ og síðan Sjálfstæðisflokkurinn er svona allt í lago þessir ungu menn þar eru að gera ágætis hjuti, en samr virðist vera einhver kurr á milli manna bak við tjöldin. En við þurfum að bretta upp ermar að láta rödd okkar heyrast meira við Framsóknarmenn