Sunday, April 30, 2006


Kamella Stjarna að skoða dótið sitt.
Er maður ekki flottur einstaklingur enda alveg að verða 1. árs eða þann 11 maí,

Fallegur dagur

Hæ hæ
Ég svaf frekar ylla í nótt. Ég var að hgugsa rosalega mikið og velta mér uppúr mörgum hlutum sem ég hef verið að vinna með fyrir mig. Ég vaknaði svo kl 0600 og helti mér uppá kaffi og las blöðin og var bara með sjálfum mér til kl 0830 en´þá fór ég á fund og svo á kaffihús með strákunum. Í dag ætlum ég og Magnús Máni að fara á rúntin og kannski fara í golf eða eitthvað skemmtilegt. Hann ætlar að vera hjá afa sínum í nótt þessi vinur. Enda kallin einn heima í 20 daga he he. Það er rosalega fallegur dagur í dag og ætlum við að njóta hanns til hins ítrasta.
Ég er orðin svolítið leiður á að horfa á þessa Sjáfstæðismenn vera að ljúga að borgarbúum eins og þeir hafi verið rosalega góðir þegar þeir voru með borgina sjálfir. Ég er búin að vera að horfa á svo mikla lygi og ómerkilegheyt og þá sérstaklega frá hendi Vilhjáms að það hálfa væri nóg, það hefði verið miklu sterkara að hafa Hönnu Birnu í 1. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En nóg um það í bili ég tjái mig meir um pólitík síðar. En ég er farin út í góða veðrið... Njótð dagsinns

Wednesday, April 26, 2006

Það er alltaf sárt.

Hæ.
Ég fór við jarðaför í gær uppi á Akranesi. Það var móðir æskufélaga minns sem var verið að jarðsingja. Alltaf finnst mér erfitt að vera við jarðafarir, þú svo að þetta sé gangur lífsins. En þessi góða kona var búin að kveljast mikið og nú eru þjáningum hennar lokið. Síðan fór ég að rægta hugan og ég hitti gammla og góða vini sem ég hef ekki hitt lengi. Það var mjög gaman.
Síðan hófst vinnan kl 0500 og er búið að ganga bara vel í vinnunni. svo er bara slappað af´í kvöld.

Saturday, April 22, 2006

Rólegt og gott

Kallin að leita ráða.

Magga frænka og Salka

Við urðum að hjálpa Afanum með ráðleggingar hvernig átti að kasta kúlu.

Magnús Máni

Keilu snillingur.


Sæl.


Ég byrjaði á að fara með afa drengin minn í keilu í morgun. Hann fór með bekkjarsystkinum sínum, og síðan kom Íris og Salka og við tókum keppni í keilu ég er ekkert að tala um úrslitin þau eru ekki aðalatriðið..... er það nokkuð. Síðan er ég bara búin að taka það rólega í dag og bara verið að læra og slappað af hér heima. Síðan er ég búin að vera að fá svolítið skrítin símtöl í dag !!!!! ég er að skynja breytingar í frammtíðinni minni. Það kemur fljótlega í ljós allt mjög skrítnar tilviljanir allt saman svo ekki sé mikið sagt heheheh.

Friday, April 21, 2006

Gleðilegt sumar

Hæ hæ.
Gleðilegt sumar allir. Það er eins og venjulega brjálað í vinnunni hjá mér, við erum að framleiða fyrir flugstöð Leyfs Eiríkssonar svo að þetta er mjög stórt verk. Annas er lífið bara skemmtilegt hjá mér , drengurinn minn er komin heim , og litlu afmælis stelpurnar mínar bara hressar nema að Kamella Stjarna er búin að vera með í eyronum þessi elska. Það er að stittast í afmæli hjá henni það er 11.Maí þá verður hún 1. árs.
Til stóð að fara á sjóstöng í dag en veðurspá leyfir það ekki svo að við förum í einhverja rútuferð og grill á eftir. Ég ætla að njóta daganna sem ég á frí núna og rægkta sjálfan mig betur, reyma að verða betri á morgun en ég var í dag...

Smá speki.
Njótið augnabliksinns.

Monday, April 17, 2006

Góður og fallegur dagur.

Hæ.
Ég er búin að eiga góðan dag í dag. Ég er búin að vera einn með sjálfum mér, og bara hugsað og spókað mig um í góða veðrinu. Ég fékk mér góðan göngutúr hér um hverfið síðan gekk ég í sundlaugina í Grafarvogi og var í pottunum og í gufu og synti í eina tvo og hálfan tíma. Þetta var glæsilegt og svo mikilvægt fyrir mig. Svo seinnipartin kom svo vinur minn í heimsókn og og áttum við mjög gott spjall síðan komu dæturnar með litlu krílin mín. Þær eru yndislegar síðan fer ég á eftir með vinum mínum á kaffihús og kannski eitthvað meira (púl )

Saturday, April 15, 2006

Góður föstudagurinn langi.

Ég átti góðan dag í gær. Ég var í því að að slappa af og hvíla mig. Í gærkvöldi bauð Magga mín okkur í grill frábær matur hjá þessari elsku. Eftie það fór ég á fund í Æaugardagshöll alveg frábæran fund!! Þar hitti ég marga mjög góða félaga mína. Svo fór ég á rúntin aðeins og tót svo góða ræmu frábæar mynd. Svo í morgun kom Kamella Stjarna til okkar í pössun hún er alltaf brosandi þessi stelpa. Við ætlum svo að fara austur fyrir fjall í dag og heimsækja Axel og Unni og kanski fleiri. Svo er ég búin að skipuleggja kvöldið fyrir mig sjálfan mig.

Thursday, April 13, 2006

Lang þráð páskafrí

Hæ hæ.
Þá er ég komin í páskafrí. Ég var að vinna í dag til kl. 1600 og fór síðan í fermingarveislu hjá Hr. Guðmundi Halldórssyni. Það var gaman að koma til hanns hann er gó'ur vinur minn og faðir hanns og ég erum búnir að vera æskuvinir. ´Mér finnst ég hálf tómur þar sem drengurinn minn er erlendis þessi vinur, en systir hanns bætir missirinn hún er svo kát og skemmtileg og síbrosandi þessi elska. Annas er hun lasin greiið.
Ég ætla að hvíla mig og slappa af um páskanna og rækta sjálfan mig.

Tuesday, April 11, 2006

Nú verður söknuður í nokkra daga

Hæ hæ.
Já nú verður hálf tómlegt elsku afa drengurinn minn er að fara til Danmörku. En ég samgleðst honum mjög mikið, hann á það svo sannalega skilið að komast aðeins í Tívolí og Legoland þessi vinur, en hann er að fara með pabba sínum og Jónu og systkinum sínum og mun hann hafa mjög gaman af því. Allavega hlakkaði hann mjög til. Ég er búin að hafa mjög mikið að gera og mjög mikil þróun og endurskipulagning í gangi mjög spennandi og krefjandi verkefni.
Annas er Íris og Bjössi búin að setja nýjar myndir af Sölku inn á síðunna hennar. Magga og Skúli eru líka með nýjar myndir af Kamellu Stjörnu inn á hennar síðu endilega kíkið..

Monday, April 10, 2006

Dagurinn í dag.

Góða kvöldið.
Ég byrjaði að vinna bara "seint" í morgun eða 0730. Við erum búinir að vera að vinna svolítið erfitt verk í holplötum, og við erum að breyta í salnum minum líka þannig að maður er orðin svolítið undin þegar maður kemur heim. Ég endaði dagin á því að fara á góðan AA-fund og fá mér slökun og andlegan styrk í Árbæjarkirkju mjög gott fyrir mig. Svo fer maður snemma að sofa heilbrigt líferni þetta þökk sé góðum guði.

Dagurinn í dag.

Góða kvöldið.
Ég byrjaði að vinna bara "seint" í morgun eða 0730. Við erum búinir að vera að vinna svolítið erfitt verk í holplötum, og við erum að breyta í salnum minum líka þannig að maður er orðin svolítið undin þegar maður kemur heim. Ég endaði dagin á því að fara á góðan AA-fund og fá mér slökun og andlegan styrk í Árbæjarkirkju mjög gott fyrir mig. Svo fer maður snemma að sofa heilbrigt líferni þetta þökk sé góðum guði.

Sunday, April 09, 2006

Sunnudagur til sælu

Þetta eru sætar mæðgur!!!!
Ég kann bara að brosa og bræða afa sinn.
Ekkert smá ríkur.
Íris og Salka í fyrstu fermingarveislunni sinni.

Hæ Hæ.
Við fjölsk. fórum í fermingarveislu hjá frænku okkar henni Laufey Rún, þetta var frábær veisla og mest gaman fyrir mig var að fá báðar stelpurnar mínar í sínu fínasta pússi líka frábært.
Annas var bara rólegt og barað slappað af og safnað orku fyrir næstu vinnuviku hehehe.

Friday, April 07, 2006

Idol kvöld.

Hæ hæ.
Heima er búið að vera Idol-kvöld. Tengda mamma kom og öll barna börnin og dæturnar mínar það var rosalega skemmtilegt. Ég var búin að spá Snorra sigri en ég hef haldið með Ínu allan tíman" hún er ROSALEGA flottur söngvari og er búin að taka erfiðust lögin í keppnini til þessa og bara 18 ára Flott stelpa. Snorri toppaði á réttum tíma. En meira seinna maður á að mæta í vinnu kl 0600 Best að fara að sofa svo er kóngurinn minn hjá mér við þurfum að fara með bænirnar og soveiðis, Vonandi verður hann hjá mér á morgun líka HEHEHEH MAÐUR ER ORÐIN FREKUR Á HANN !!!!!!!!

Thursday, April 06, 2006

Vikan er að enda

Nú er farið að líða undir lok á þessari viku og maður er farin að sjá fyrir sér helgarfrí. Við erum kannski að fara á leikhús að sjá einhvern sjónhverfinga mann í Austurbæjarbíó. Við erum að fara með vinnunni minni. Þar fyrir utan ætlum við að bjóða tengdó í Idol ég fer og kaupi öllara og smá romm toddí handa þeim mæðgum hehehehehe.

Wednesday, April 05, 2006

Kvöldið

Haldið þið að Salka mín hafi ekki beðið afa síns þegar ég kom heim, óvænt ánæja. Ég vona að ég fái að sjá hin barnabörnin á morgun líka. Annas er dagurinn búin að vera annasamur eins og venjulega. Það voru Finnar í heimsókn í fyrirtækinu og það kom ýmislegt í ljós sem er nýtt í þessum geira það var virkilega gaman að spjalla við þá.
Annas var ætlunin að fara að horfa á leikinn Benfica- Barselona, með strákonum í kvöld en ég kom svo seint heim að ég gat það ekki. Ég fer bara snemm að sofa í staðin betra fyrir mig. Á morgun eru mikið af fundum og ýmis pappírsvinna betra að vera vel upplagður.

Tuesday, April 04, 2006

Langur dagur

Hæ.
Það er allt brjálað í vinnunni minni ég byrjaði að vinna kl 0600 og var að koma heim kl 2130 og fer aftur kl 0600. Annas er bara lítið að frétta hjá mér nema að það er rosalega spennandi hlutir að gerast hjá mér jafnvel. það er varið að vinna að mjög athygglisverðum hlutum sem varða mig atvinnuna.
Annas verð ég að segja það að það er svindl að maður hafi ekki tíma að sjá litlu dúllurnar mínar vegna anna. Kóngurinn hanns afa átti afmæli þann 1. apríl en hann var uppi á Skaga hjá pabba sínum en hann hlítur að hafa veislu fyrir afa sinn fljótlega. Allavega förum við öll í fermingu á sunnudag hjá Laufey Rún frænku okkar það verður ánæjulegt.
kv einar

Monday, April 03, 2006

Hæ hæ.
Þettað er búið að vera langur og erfiður dagur. Mikil vinna í skipulagningu og fl. Við byrjuðum að vinna kl 0600 og vorum búnir um 1900. Það er milil vinna að fara yfir og útskýra fyrir útlendingunum um hver mánaðarmót þar sem þeir vilji ekki trúa launakjörum sínum, en þau eru í mjög góði lagi hjá Einingarverksmiðjunni að mínu mati. En þetta er spennandi verkefni hjá mér að vera búin að vera úti á sjó í 33 ár og fara að vinna í þessum geira.

Ég vonast til að hitta barna börnin mín í kvöld en ég er ekki viss um að ég nái því í kvöld . En ég þarf að fara á fund í kvöld og væntalega verða allir farnir að sova þegar ég er búin, nema Sirrý mín hún ætlar að vinna í alla nótt :( og ég verð einn heima í kotinu í nótt.

Sunday, April 02, 2006

Nú er sunnudagur


Hæ hæ.
Ég og Sirry mín við tókum daginn bara rólega í dag, vegna þess að Sirrý mín var í útskift úr skólanum sínum í gærkvöldi. Við fórum á Pleyers og vorum að "jamma" til kl 0400 í murgum. En í kvöld fórum við að visitera litlu stelpuna okkar hana Sölku og náturulega Írisi og Bjössa í leiðini;) það verður að fylgjast með. Frammundan er dálítið viðburðar rík vika vonandi vegna þess að margt er í gangi og segi ég frá því jafn óðum.

Önnur tilraun

Hæ ég aftur.
Ég er að reyna að klóra mig frammú þessu ég geri einhver mistök alltaf

Önnur tilraun

Hæ ég aftur.
Ég er að reyna að klóra mig frammú þessu ég geri einhver mistök alltaf