Monday, August 28, 2006

Dagur komin að kveldi komin

Nú er ég komin heim eftir svolítið strangan dag. Nú er ég ákveðin að fara að minnka við mig vinnu og fara að gera eitthvað fyrir mig sjálfan. Mig langar að fara að starfa meira fyrir flokkinn minn og einnig að vinna meira með fólki og hjálpa öðrum. Ég var að hugsa um þessi mál svolítið um þessi mál í dag og ætla að stefna að þessu núna. Annars er það að frétta að ég er að hugsa um að ganga inn í klúbb sem er starfrægktur er í Sviss, og er markmið hans að fjárfesta í óskráðum félögum er eru ekki á markaði enn, en koma inn á markað innan 6-12 mánaða. Ávöxtunin er mjög góð og er reynslan sú að svo sé. Þetta er lokaður klúbbur og ég er búin að vera dálítin tíma að skoða þetta og mér lýst mjög vel á. Einnig er ég enn að hugsa um þessi skipamál og það verður bara að koma í ljós hvernig það fer ekki bjartsýnn.
Ánnas bara góður er að stunda fundina mína nokkurnvegin 3-5 fundi í viku og er líka að sponsa og gera þessa litlu hluti.
Mig þykir vænt um ykkur öll

Sunday, August 27, 2006

Vinnudagur þó sunnudagur sé

Hæ.
Við áttum rosalega skemmtileg kvöld þessa helgi. Á föstudagskvöldið fórum við í afmæli hjá Gunna vini mínum og var það frábær veizla þar. Þar voru gamlir Skagamenn og voru þeir sem héldu uppi fjörinu með trommpet og gítarleik og söng. Það var engin önnur en Jón í Kothúsum og kona hanns Jenný. Frábært hjá þeim. Það var veitt vel bæði í mat og drikk. Svo síðan í gærkvöldi fórum við í garðveizlu hér við blokkina en það er árviss viðburður. Jón fimmhundruð kall úr idolinu kom og spilaði og söng framm undir miðnætti. Það var rosalega gaman og skemmtilegt og fjörugt fólk. En ég fór heim uppúr miðnætti þar sem ég mætti í vinnu í morgun og steypti rifjaplörur og fleira í dag Sunnudag.
Ég hef ekkert fengið að sjá litlu barnabörnin mín alla vikunna, þetta er hekki hægt, og þarf ég að fara að minka vinnuna á mér þetta gengur ekki svona mikið lengur. Annars dreymdi mér að breytingar væru í vændum hjá mér á mæstunni í atvinnumálum, hvað svo sem er að marka það.

Wednesday, August 23, 2006

Mikil vinna og lítið golf.

Nú er svo mikið að gera hjá mér í vinnuni, og ég er hálf svektur yfir því að komast ekki í golf út af vinnuálagi. Ég hef ekki komist síðan á sunnudag, en þá fór ég Sirrý og Guðmundur vinnufélagi minn. Ég veit ekki hvort ég egi að segja frá úrslitum en ... jú allt í lagi Guðmundur tók þennan hring með 6 höggum... en ég er búin að sjá hvernig ég get komið tvíelfdur til baka. Ég og Sirrý erum að fara í einkaþjálfun og ætlum að biðja Birgir Már að taka okkur í gegn. Við verðum í Básum alla næstu viku hehhehehehe.. Svo er bara að sjá hvernig fer. Annas er það að frétta að Sirrý er að verða skóla-stelpa hún er að byrja í sjúkraliðanum í Fjölbraut Ármúla, gott hjá henni. En þá eru tvær af stelpunum mínum komnar í skóla en Íris Dögg er komin í magmiðlunarhönnun í Borgarholtskóla og ætlar að klára og fer svo til Danmerkur, en Magga mín er enn í fæðingarorlofi en samt er þessi fídóms kraftur í þessari elsku að hún er farin að undyrbúa skólagöngu, engin smá kraftur í þessari stelpu!!! Hún er að spá í að fara í Geyslafræði .. ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur, vera með 2. smábörn og svo einn stóran kóng og heimili og vera farin að spá í þetta þetta kallar maður KRAFT og DUGNAÐ.
Blogga meira síðar.

Sunday, August 20, 2006

nokkrar myndir

Æji það er dálítið heitt ekki nema 36¨c erfitt svona fyrsta daginn.

Svona hafa þeir þessir efnuðu í Villamore engvar smá snekkjur.


Svo var kíkt á barin hjá Luis Fiko.

Svona er ekið um í Villamore flottur þessi.

Síðasta kvöldmáltíðin... þetta er lítill bær í Algarve en í þessum bæ koma saman listamenn á hverju ári og breyta um listaverk þetta er gert úr sandi.. og síðan er þetta jafnað við jörðu á haustin og bygt upp að nýju á vorin.

Komin úr sælunni

Hæ öll sömul.
Við erum komin úr sælunni, þetta var ein besta ferð sem við höfum farið í. Við vorum svo heppin að þekkja svo marga innfædda og nutum gestrisni þeirra að það hálfa væri nóg. Við leigðum okkur bíl líka í 3. daga sem var mjög gaman. Við fórum rosalega víða t.d. vorum við í 2 dætur í litlum bæ sem heytir Atlaija en við kölluðum hann einfaldlega allt í lagi he he (gálgahúmorinn minn) en nhann er 15 km fyrir utan Lissabon. Þar lentum við í vínuppskeru hátíð og svaka veizlu með öllu tilheyrandi. Síðan eftir grillið var þessi líka fína hljómsveit og dans og dans-sýning. Einnig fórum við á heimsenda en það er siðsti oddi Portugals sem menn héldu að væri heimsendi í gamladaga og ef menn færu mikið lengra dittu þeir út af jörðinni he he en á þessum odda er sterkasti viti heims en hann lýsir yfir 90 sjómílur. Þarna er líka fyrsti stýrimannaskóli evrópu og svo margt margt meira það kemur meira síðar.
En nú er vinnan hafin svo að alvaran er tekin við, Af skipa málum er það að frétta að eitthvað gengur hægar en efni stóð til að fá inn kjölfestufluttningsaðla inn en vinnan heldur áfram meira síðar.