Sunday, August 27, 2006

Vinnudagur þó sunnudagur sé

Hæ.
Við áttum rosalega skemmtileg kvöld þessa helgi. Á föstudagskvöldið fórum við í afmæli hjá Gunna vini mínum og var það frábær veizla þar. Þar voru gamlir Skagamenn og voru þeir sem héldu uppi fjörinu með trommpet og gítarleik og söng. Það var engin önnur en Jón í Kothúsum og kona hanns Jenný. Frábært hjá þeim. Það var veitt vel bæði í mat og drikk. Svo síðan í gærkvöldi fórum við í garðveizlu hér við blokkina en það er árviss viðburður. Jón fimmhundruð kall úr idolinu kom og spilaði og söng framm undir miðnætti. Það var rosalega gaman og skemmtilegt og fjörugt fólk. En ég fór heim uppúr miðnætti þar sem ég mætti í vinnu í morgun og steypti rifjaplörur og fleira í dag Sunnudag.
Ég hef ekkert fengið að sjá litlu barnabörnin mín alla vikunna, þetta er hekki hægt, og þarf ég að fara að minka vinnuna á mér þetta gengur ekki svona mikið lengur. Annars dreymdi mér að breytingar væru í vændum hjá mér á mæstunni í atvinnumálum, hvað svo sem er að marka það.

No comments: