Monday, July 31, 2006

Nú er komið að því:

Gott fólk.
Nú er komið að því að koma s+ér í háttin vegna þess að við Sirrý verðum að vakna snemma í nótt þar sem við erum að fara í loftið kl. 0600. Við verðum á rosaflottu hóteli skilst mér og ferðin verður notuð í að hvílast og skemmta sér. Við fórum að kveðja sílin okkar í kvöld æji það var svolítið erfitt. við biðjum að heilsa ökkum he he he he.
Af skipamálum er það að frétta að Ingimar kolleggi minn fór í dag að skoða skipið og leyst mjög vel á svo nú er það bara heimavinnan eftir og ganga frá síðustu hnútunum.

Sunday, July 30, 2006

Sumarfrí.............

Sælt veri fólkið.
Nú er ég komin í sumarfrí,og er að setja niður í töskurnar og er að fara til Portugals á Þriðjudagsmorguninn. En ég má valla vera að því þar sem er verið að vinna í því að kaupa skip og verið í samningaviðræðum við fjárfesta. Það er maður frá okkur núna úti í Noregi að skoða skip sem við erum svolítið skotnir í og myndi henta vel í þetta conseft sem er verið að hugsa um. Ég reikna með að fara út þegar ég kem heim og skoða betur og ég verði með í þessu. annas er bara gott að frétta nema litla afa stelpan mín hún Kamilla Stjarna datt svo ylla í dag og braut tönn þessi elska ææji það var svo sárt.... maður lamaðist alveg að horfa upp á þetta. Svo er líka að frétta að ég var að fá mér svaka græju .. myndavél Cannon Eos 350. Mig er búið að að dreyma um svona vél alla tíð. 'eg tek fullt af myndum úti á vélina og set inná síðuna ef ég get blogga eitthvað þarna úti og ég má vera að. Ég er orðin svolítið spentur að komast í hvíldina og ætla að slappa vel af. ég er ákveðin í því.

Monday, July 24, 2006

Sumir eru betri en aðrir

hæ hæ
Það er búið að vera frábært í kvöld. Ég og samstarfs menn mínir vorum nefnilega í Golfskóla Haralds Þórisssonar. Haldið þið ekki að kallin hafi ekki verið að brillera í golfinu í kvöld hann var látin kenna hinum F.......... golf sveifluna he he he he .. eða þannig. Nei annas það er frábært að fara að læra þetta maður er búin að vera gera allt vittlaust hingað til, og vonandi tekst þessum manni að breyta manni eitthvað en þetta er frábært. Annars er bara allt gott að frétta litlu frænkur mínar frá Danaveldi eru komnar í heimsókn og Vignir Sigur dafnar mjög vel svo það er ekki hægt að fara framm á meira nema kannski að hausin á manni þyrfti að fara að róast. Það eru svo miklar pælingar þar inni að maður er í erfileikum með sjálfan sig.

Sunday, July 23, 2006

Rólegur laugardagur.


'Eg er búin að taka þennan laugardag bara rólega. Ég var hálf lasin í nótt svo að ég fór ekki í vinnu í morgun, og er bara búin að vera að mestu heima. Ég fór og skoðaði nýjasta afabarnið mitt í dag, hann er rosalega myndarlegur þessi vinur. Ég eg búin að vera að vinna smá í dag í þessum skipa málum mínum, það seilasr áfram það mál og þá í rétta átt, en rólega samt. ég er fullur vissu enn um að þetta komi hjá okkur. Í kvöld fór ég svo á fund og hressti mig við. Ég finn núna hvessu mikil vinna er búin að vera á mér og er þessi dagur er búin að vera fínn til að vera að hvíla sig.
Á morgun fer ég í golf æfingu því að það er annar tími á mánudag svo að þar er nauðsinlegt að vera búin að æfa sig svolítið áður er að maður heldur áfram.

Friday, July 21, 2006

Enn btist við gjöf Guðs ég fékk lítin "Nenna"

Er ég ekki myndarlegur ný fæddur og er nefndur Vignir Sigur

Nú er Kamilla Stjarna orðin stóra systir og er bara rúmlega 1. árs


Bara svolítið sibbin.


Vignir Sigur og Magnús Máni stóri bróðir.

Bara að leggja sig þó ekki sé langt síðan að maður fæddist ena er fæðing mannsins talin erfiðasa ferðalag lífsgöngunar.


Wednesday, July 19, 2006

Hún er falleg þessi gula þarna uppi.!!!!

Haldið þið að það sé loksins komið sumar?? Svei mér þá... En af mér er það að frétta að ég er búin að vera vinna mjög mikið nátturulega, en annað sem er svolítið spennandi er að ég er b úin að vera á fundi með mönnum í dag ,um kaup á skipi. Ég er væntanlega að fara til Noregs eftir helgi að skoða skip og hugsamlega gera einskonar samkomulag, til að kaupa aðeins meiri tíma. Menn eru rosa spenntir og allt sem við erum búnir að vinna að eins og er er að ganga upp. En það er galli á gjöf Njarðar er að ég fer inn í einhvern stýrihóp sem á að gera einhverja úttekt, það er ekki ég !!!!!
Ég er búin að vera að hafa litlu skvísurnar hjá mér aðeins og fá að knúsa þær aðeins, Svo er ég búin að vera að fara með fundi inn á stofnanir. Alveg fullt að gerast í mínu stjórnlausa lífi he he he he he. En bara gaman. Mig er farið að hlakka rosalega til að komast í frí og slappa af. Það er alltaf að verið að bjóða okkur eitthvað að skoða og í heimsóknir í Portugal að þessi ferð verður yndisleg.. þeir segja að það sé svo gott að keyra um miðjan daginn í svona hita heheheheheh nei nei ég segi svona bara.
Við erum að fara í námskeið í golfi á morgun kl 1930 það er búið að draga okkur á þessari kennslu um tvær vikur grrrrrr. en loksins er þetta komið , það er mjög góð mæting úr vinnunni á þessi námskeið hjá okkur sem er bara gaman. Meira síðar

Friday, July 14, 2006

Hálsrígur

Haldið þið ekki að kallinn sé ekki fastur með hausinn út á hlið. Þetta er alveg ferlegt, ég vaknaði svona en var búin að finna fyrir þessu. Ég á svo erfitt með að vera með öryggishjálmin á hausnum vegna brjósklos sem ég er með uppí hálsinum sem ekkert hægt er að gera við. Annas er það að frétta að ekkert bólar á Bótólfi Breka he he he he. en Magga mín er orðin svaka þreitt þessi elska en ég finn á mér að fæðingin verður um helgina ég er viss. Íris mín er að fara í Borgarholtsskóla að klára sitt nám og er ég rosalega stoltur af henni hún er svo dugleg og mikill kraftur í henni. Nú eru ekki nema nokkrir dagar í Portugal þvílíkt spennandi að komast úr þessu veðravíti hér. Við erum líka að skipuleggja ferð um Evrópu sem er mjög spennandi en meira um það síðar.
Um skipa mélin er það að frétta að það eru menn alvarlega að spekulera í því að taka slagin með og koma þessu konsefti á laggjirnar en þetta á eftir að koma í ljós á næstu vikumm, spennandi dæmi það.
meiri fréttir síðar.

Sunday, July 09, 2006

Írskir Dagar

Góðan daginn.
Ég er mjög ánægður með s.l.nótt á Skaganum. Við fórum á Írska daga á Akranesi og það var alveg frábært. Við hittum alla gömlu vinina okkar og bara allt þetta fólk sem er búið að vera samferða okkur í gegnum lífið á meðan við bjuggum á Akranesi. Ég hitti allar sætu skólasystur mínar (og skólabræður) og það var gaman að fá að knúsa þær aðeins ha.ha.ha.ha. Við Sirry höfum lítið hitt af þessu fólki s.l. 8 ár og okkur var tekið eins og týndu sauðunum rosa gaman. Við byrjuðum á að heimsækja Georg og Ingveldi en þar var Garden party og mikið af fólki rosa fjör og mikil veisla. Við hittum gamla vinnufélaga og svo var svo gaman að hitta allar vinkonur dætra okkar sem voru heima hjá okkur svo mikið. Það sem var verst að það var svo mikið af fólki að maður gat varla snúið sér við hvað þá farið að dansa, það var alveg stappað af fólki svona 4-5000 manns, en það var mikil gleði og lítið um pústra. Það er mikil breyting á Akranesi síðan við fluttum þaðan bærin hefur þotið út og mikið af nýju fólki og reyndar mikið af Vestfirðingum sem eru flutt á Akranes.

Síðan er næsta vinnuvika að hefjast og í þessari viku á ég von um að það komi ýmislegt í ljós sem á eftir að marka djúp spor inn í mitt líf, spennandi vika maður er bæði fullur tilhlökkunar og kvíða

Friday, July 07, 2006

Alltaf líf í kringum mig.

Hæ hæ.
Það er oft sagt um mig að það sé alltaf mikið líf í kringum mig. Það er alltaf eitthvað nýtt að ske. Núna er ég búin að vera á fundum með fjárfestum sem vilja kaupa skip og það fleiri en eitt. Þetta er mjög spennandi og kom óvænt upp í hendurnar hjá mér. Ég veit ekki hvað verður, en samt mjög mikil áskorun. Annas er bara litið að frétta styttist í fríið hjá mér. Ég er að fara til Portugal, þar sem mér er boðið í festival í Lissabon og svo verður farið í golf, og svo slakað á á í Albufera á glæsi hóteli en sá draumur. mig er farið að hlakka mjög mikið til. Maður er orðin svo þreittur og slæptur eftir mjög mikla vinnu. Og alltaf bætir maður á sig vinnu. Við bíðum eftir littla kallinum og vonum að hann komi fyrir brottför okkar en verði ekki eins og síðast að hún eigi þegar við verðum úti he he he .... þá verður Sirrý ómöguleg hún er svo mikil barnakerling. meiri fréttir síðar.

Sunday, July 02, 2006

Numo og Fernando í góðri sigurvímu.

Maður er matarlegur he he he


Emanúel og Felina í góðum gír.


Nonno er orðin hálf leiður á þessum sigur söngvum.


Sigurhátíð vel saddir.

Góða kvöldið.

Það er svolítill tími síðan ég hef bloggað. Í gærkvöldi bauð ég nokkrum vinnufélögum frá Portúgal heim í Saltfisk. ég lét þá um að elda en skaffaði til þess heráefni. Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu vinna England í boltanum en það gerðu þei nú samt. Það var mikil hátíð hjá þeim langt fram eftir nóttu. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld sem endaði á Players. Það var rosa fjör þar. En gömlu kemmpurnar í Start voru að spila Eiríkur Hauks og félagar. He he he þetta er mikil upplifun að rölta þarna um. Þarna hittum við fleiri vinnufélaga og var dammað til kl. 0400 um morgunin, eg hef ekki verið svona lengi úti í tæp 4 ár he he he ...

Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga á næstu dögum....