Sunday, July 09, 2006

Írskir Dagar

Góðan daginn.
Ég er mjög ánægður með s.l.nótt á Skaganum. Við fórum á Írska daga á Akranesi og það var alveg frábært. Við hittum alla gömlu vinina okkar og bara allt þetta fólk sem er búið að vera samferða okkur í gegnum lífið á meðan við bjuggum á Akranesi. Ég hitti allar sætu skólasystur mínar (og skólabræður) og það var gaman að fá að knúsa þær aðeins ha.ha.ha.ha. Við Sirry höfum lítið hitt af þessu fólki s.l. 8 ár og okkur var tekið eins og týndu sauðunum rosa gaman. Við byrjuðum á að heimsækja Georg og Ingveldi en þar var Garden party og mikið af fólki rosa fjör og mikil veisla. Við hittum gamla vinnufélaga og svo var svo gaman að hitta allar vinkonur dætra okkar sem voru heima hjá okkur svo mikið. Það sem var verst að það var svo mikið af fólki að maður gat varla snúið sér við hvað þá farið að dansa, það var alveg stappað af fólki svona 4-5000 manns, en það var mikil gleði og lítið um pústra. Það er mikil breyting á Akranesi síðan við fluttum þaðan bærin hefur þotið út og mikið af nýju fólki og reyndar mikið af Vestfirðingum sem eru flutt á Akranes.

Síðan er næsta vinnuvika að hefjast og í þessari viku á ég von um að það komi ýmislegt í ljós sem á eftir að marka djúp spor inn í mitt líf, spennandi vika maður er bæði fullur tilhlökkunar og kvíða

No comments: