Sunday, March 25, 2007

Það er svo vond ligt af nautunum ojjj... en nautin voru rosalega skotin í ömmu hehehehe þau sleiktu hana pog tungan var rosa stór vááááá....

Hún mamma mín er svo dugleg að taka myndir. Ég ætla að vera svona dugleg þegar ég verð stór.....


Ég og pabbi erum að fylgjast með, við meigum ekki missa af neinu í sveitinni..

Það var svo gaman hjá mér ........

Skrítið í honum augað ég var hálf hrædd en samt rosa gaman.

Sunnudagur 25 mars 2007.

Hæ allir.
Ég er búin að vera latur að skrifa inn í bloggið mitt. Það er svo skrítið að þegar maður slakar á í þessu þá gleymir maður þessu aftur og aftur. En ég er búin að eiga ágæta helgi, en það var ekki unnið í Einingarverksmiðjunni í gær í fyrsta skypti í langan tíma. Ég er búin að vera að nota tíman og slappa af. Það var nú samt ekki mikil afslöppun því við vorum að passa barnabörnin á laugardagskvöldið. Þau voru svolítið rellinn greiin enda var Kamilla Stjarna veik greyið. Hún var með svo mikið í lungunum og svo slæman hósta að við þorðum ekki öðru en að hringja á læknavagtina. En allt fór vel sem betur fer. Sirrý ér rosalega þreytt enda bitnaði þetta mest á henni.
Við Sirrý Íris og Bjössi og Salka fórum síðan í dag vestur á Snæfellsnes og ætluðum að taka myndir og tókum myndir. Það var svo gaman að sjá þessa elsku þegar við fórum í fjósið á Snorrastöðum hún ljómaði he he he he .... Við fórum svo uppá Akranes og ætluðum að mynda þar en það var orðið svo dimmt yfir og við gátuum ekki tekið þær myndir sem við ætluðum. Við kíktum á Simma og langt síðan að við höfðum komið þangað. Það er gaman að keyra á Skagann en mig langar ekkert þangað aftur.
Við fengum síðan fallegar og góðar fréttir í dag.. Dísa Magga og Stjáni eignuðust dreng í gær...Yndislegt þau áttu það svo mikið skilið eins og þau eru búin að ganga í gegnum í lífinu frábært innilega til hamingju.
ég set nokkrar myndir inn á eftir..

Tuesday, March 20, 2007

Þriðjudagur 20.03.2007

Hæþ
Það er búið að vera mikið að gera í því að láta sér batna af þessari pest. Það gengur bara hægt, ég er með svo mikið í lungunum.... rosalega pirrandi. Í vinnunni er hellingur um að vera, alltaf verið að steypa. Maður gerir ekki mikið meira en að vinna. Það er svaka veisla á föstudagin í bridge klúbbnum. 14 rétta máltíð og kampavín og næs. (fyrir þá sem það vilja). Meira síðar.

Thursday, March 15, 2007

Fimtudagur 15.03.2007

Hæ.
Ég lét mig hafa það í dag,og mætti í vinnu. Ég var hálf slappur samt en maður harkaði af sér...
Sirrý fór til Köben í dag svo maður er bara einn í kotinu núna fram yfir helgi. Ég verð að vinna mikið í pappír svo að maður verður með langa daga fram undan. Ég er að reyna að skoða hvernig við bregðumst við vinnulega ef það fer að hæjast á í byggingarbransanum en ég hef enga trú á því nema ef við fáum vinstri stjórn inn í vor. Ég held að menn séu að halda aftur af sér núna því áróðurinn í Samfilkingu og Vinstri grænum er þannig.
Annað sem ég var að hugsa.... Hvernig ætli Sverri Hermannssyni líði innanbrjósts að horfa á barnið sitt (Frjálslindaflokkinn) vera komið undir stjórn Jóns Magnússonar. Honum hlítur að svíða það mikið, en Sverrir er vinnusamur og sterkur maður og má þakka fyrir að vera búin að segja sig úr pólitík... allavega myndi ég ekki vilja láta afkvæmið mitt í hendurnar á Jóni Magnússyni, allt sem Jón kemur nálægt hefur ekki endað vel. Hann er svo stjórnsamur og sjálfumglaður að fáir geta starfað með honum og þar sewm hann hefur verið hefur það yðulega endað með leiðindum og klofningi. Ég óttast það fyrir hönd Frjálslinda flokksins og þetta eigi eftir að koma þeim þetta heiftarlega í koll síðar.
Mér finnst Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson og síðast en ekki síst hefur Bjarni í Suðurkjördæminu okkar verið að standa sig mjög vel í þeim viðtölum og snúið okkur í stórkostlega sókn. Einnig er hún rosalega seig hún Sæjunn Stefánsdóttir stóðu uppúr í Eldhúsdagsumræðum í gær. Þetta er stelpa sem sópar að. Hún er rosalega skynsöm ábyrg og skelegg í umræðum og mjög málefnaleg. Það er virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni þessari stelpu. Mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar.

Wednesday, March 14, 2007

Miðvikudagur 14.03.2007

Ég vil byrja á að votta öllum aðstandenum mína dýpstu samúðar vegna sjóslysins fyrir Vestan. Ég þekkti annann mannin mjög vel, hann var háseti hjá mér þegar ég var skipstjóri á Vin ÍS 8.
Unnar var mjög góður starfsmaður duglegur og ósérhlífinn. Hann var hæglátur og frekar fyrir sjálfan sig og blandaði ekki mikið geði við hvern sem var. Hann var mikill grúskari og mikill tölvu snillingur og á því sviði hélt ég að hans vegir myndu liggja þegar leiðir okkar skildu á sínum tíma. Það var gaman að ræða við hann um þau mál og það var rosalega gaman að vera einn með honum uppi í brú á nóttinni og spjalla og gantast. Hann kom oft upp til mín og áttum við mörg leindarmál saman." Guð blessi þig Unnar minn og gefi fjölskyldu þinni styrk til að takast á við þá miklu sorg sem nú hefur knúð að dyrum". Eirík kannaðist ég líka við og bið ég algóðan Guð að blessa þær fjölskyldur sem eiga svo mikið sárt að byggja.
Af mér er það að frétta að ég ligg enn og er orðin rosalega þreyttu á því. Ég ætla samt í vinnu á morgun það er ómögulegt að liggja svona. Það er búið að vera rosalega erfitt að hanga heima og geta ekkert gert, hafa ekki þrek eða getu til að gera neitt.
Sirrý er að far ti Köben á morgun með stelpunum úr vinnunni og ætla þær að fara að mótmæla við Undomshuset kannski verður hún bara sett inn og kemur til baka með haustskipunum he he eh .... gott hjá þeim.

Tuesday, March 13, 2007

Þriðjudagur 13. 03.2007

Hæ.
ÉG ligg enn í þessum flensuskýt. Þetta er nú meiri viðbjóðurinn. ég er búin að vera bara í móki og að drepast í beinverkjum og öllu því sem fylgir. Það eina sem maður getur gert er að reyna að afla sér frétta og reyna að spila rétt úr spilunum. Í vinnunni minni eru 15 manns veikir og er það nærri helmingur. Flestir Íslendingarnir eru liggjani þetta er rosalegt,ég hef ekki verið svona veikur lengi í mörg mörg ár.

Sunday, March 11, 2007

Laugardagur 10.03.2007

Hæ.
Haldið þið ekki að kallinn sé ekki lagstur í flensu. Þvílíkur viðbjóður, að vera fá þetta, en ég vwikist ekki oft en þegar ég leggst er ég veikur. Kannski eru karlmenn svona ég veit ekki.
Ég er búin að vera fylgjast með þesssai umræðu um klámið í Smáralindarbæklingnum. Ég var að hugsa hvaða kendir eru á bak við svona skrif hjá hámenntaðri konu. Það er alveg sama hvað ég skoða þennan bækling ég sé ekkert klám í honum,eða er ég ekki nægilega hugmyndaríkur ha ha ha ....... Það hlítur að vera eithvað að hjá konu greiinu. Ég held að þessi umræða sé komin útfyrir allt eðlilegt og kannski ætti Feminista félagið að fara skilgreina betur hvað er klám svo að þau allavega geti fjallað um klám og klámtengt efni í framtíðinni.
Ég er hálf hissa á skoðannakönnuninni í Fréttablaðinu um fyldi Stjórnmálaflokkanna. Ég trúi ekki að Frammsóknarflokkurinn fái ekki meira fylgi. Það eru engar forsendur fyrir þessu fylgishruni hjá okkur. En ég skil vel að Samfilkinginn sé komin á þennan stað,eftir þessa hroka umfjöllun á öllum sviðum. Ég skil heldur ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur eftir að hafa verið í stjórn sama tíma og Frammsóknarflokkurinn, Sem sýnir okkur hvað þeir eru sleipir í því að koma sjálfum sér áfram á kostnað samstarfsflokksins.

Wednesday, March 07, 2007

Miðvikudagur 07.03.2007

Hæ.
Í dag er búið að vera svolítið ástand hjá mér, ég er búin að vera á stórum fundum og það hefur verið mikið at á allri verksmiðjunni. Miklar pælingar og mikið að skoða varðandi afkomutölur. Þessi vinna er svolítið skemmtileg en krefjandi.
Ég er líka búin að vera að fylgjast með blaðaskrifum og umræðu í blöðunum varðandi strandflutninga. Það er alveg furðulegt að Samgönguráðherra skuli ekki stýga fram og segja skoðun sína og skýra frá afstöðu sinni. Það er með ólíkindum að svona lagað fái að lýðast. Þessi málaflokkur og nauðsin hans að fá að þrífast á eðlilegan hátt er svo áríðandi fyrir þjóðfélagið í heildsinni að hálfa væri nóg. En það er engin sem er að standa í kallinum og heimta þessa umræðu upp á yfirborðið. Að það skuli líðast að skipafélögin skuli komast upp með að getað haldið heilu landshlutunum í herkví í krafti auðs sem er búið í sjálfu sér færa þeim upp í hendurnar af þjóðinni.
Ég er hissa á Framsóknarflokknum að taka ekki þetta mál og koma því upp á yfirborðið. Af hverju eru flutningabílarnir ekki látnir borga fullt verð til þjóðfélagsins eins og það kostar að halda við vegum og öðru í kringum þetta.

Monday, March 05, 2007

Mánudagur 05.03.2007

Sælir allir.
Þá er ný vinnuvika hafin enn einu sinni. Helgin hjá mér var rosa góð, við fórum allir verkstjórarnir og yfirstjórnin í fyrirtækinu til Hveragerðis. Við vorum að fara yfir stöðuna hjá okkur og hvernig ætlum að fara í gegnum veturinn og hvernig vinnutilhögun skal vera. Þetta eru mjög gagnlegir.
Annas er ég bara að vinna og svoleiðs. Ég er að fylgjast með úr fjarlægð hvernig málin eru að ganga í kringum mig. Og ég bíð bara rólegur,minn tími kemur.
Ég er ánægður með Framsóknarflokkinn að hann skuli beyta sér af fullum þunga í auðlinda mélunum. Auðvitað á að tryggja þetta í stjórnarskránni, annað er ekkert vit. Jón Sigurðsson er að koma sterkur inn núna, og Sif enn sterkari. Mér líkar vel að svona lagað komi í aðdragandi kostninga ekki veitir af að lífga baráttuna.