Sunday, March 25, 2007

Sunnudagur 25 mars 2007.

Hæ allir.
Ég er búin að vera latur að skrifa inn í bloggið mitt. Það er svo skrítið að þegar maður slakar á í þessu þá gleymir maður þessu aftur og aftur. En ég er búin að eiga ágæta helgi, en það var ekki unnið í Einingarverksmiðjunni í gær í fyrsta skypti í langan tíma. Ég er búin að vera að nota tíman og slappa af. Það var nú samt ekki mikil afslöppun því við vorum að passa barnabörnin á laugardagskvöldið. Þau voru svolítið rellinn greiin enda var Kamilla Stjarna veik greyið. Hún var með svo mikið í lungunum og svo slæman hósta að við þorðum ekki öðru en að hringja á læknavagtina. En allt fór vel sem betur fer. Sirrý ér rosalega þreytt enda bitnaði þetta mest á henni.
Við Sirrý Íris og Bjössi og Salka fórum síðan í dag vestur á Snæfellsnes og ætluðum að taka myndir og tókum myndir. Það var svo gaman að sjá þessa elsku þegar við fórum í fjósið á Snorrastöðum hún ljómaði he he he he .... Við fórum svo uppá Akranes og ætluðum að mynda þar en það var orðið svo dimmt yfir og við gátuum ekki tekið þær myndir sem við ætluðum. Við kíktum á Simma og langt síðan að við höfðum komið þangað. Það er gaman að keyra á Skagann en mig langar ekkert þangað aftur.
Við fengum síðan fallegar og góðar fréttir í dag.. Dísa Magga og Stjáni eignuðust dreng í gær...Yndislegt þau áttu það svo mikið skilið eins og þau eru búin að ganga í gegnum í lífinu frábært innilega til hamingju.
ég set nokkrar myndir inn á eftir..

No comments: