Wednesday, March 14, 2007

Miðvikudagur 14.03.2007

Ég vil byrja á að votta öllum aðstandenum mína dýpstu samúðar vegna sjóslysins fyrir Vestan. Ég þekkti annann mannin mjög vel, hann var háseti hjá mér þegar ég var skipstjóri á Vin ÍS 8.
Unnar var mjög góður starfsmaður duglegur og ósérhlífinn. Hann var hæglátur og frekar fyrir sjálfan sig og blandaði ekki mikið geði við hvern sem var. Hann var mikill grúskari og mikill tölvu snillingur og á því sviði hélt ég að hans vegir myndu liggja þegar leiðir okkar skildu á sínum tíma. Það var gaman að ræða við hann um þau mál og það var rosalega gaman að vera einn með honum uppi í brú á nóttinni og spjalla og gantast. Hann kom oft upp til mín og áttum við mörg leindarmál saman." Guð blessi þig Unnar minn og gefi fjölskyldu þinni styrk til að takast á við þá miklu sorg sem nú hefur knúð að dyrum". Eirík kannaðist ég líka við og bið ég algóðan Guð að blessa þær fjölskyldur sem eiga svo mikið sárt að byggja.
Af mér er það að frétta að ég ligg enn og er orðin rosalega þreyttu á því. Ég ætla samt í vinnu á morgun það er ómögulegt að liggja svona. Það er búið að vera rosalega erfitt að hanga heima og geta ekkert gert, hafa ekki þrek eða getu til að gera neitt.
Sirrý er að far ti Köben á morgun með stelpunum úr vinnunni og ætla þær að fara að mótmæla við Undomshuset kannski verður hún bara sett inn og kemur til baka með haustskipunum he he eh .... gott hjá þeim.

No comments: