Sunday, April 08, 2007

Sunnudagur 08.04.2007 Páskadagur

Gleðilega Páska öll sömul.
Ég er búin að slappa mikið af um helgina. Ég er búin að vera heima og verið að vinna að mínum hugðar efnum.... Annas er bara allt fínt að frétta hjá okkur hér heima, ég er búin að vera að fara á fundi og rægta á mér hausinn en Sirrý er búin að vera að vinna. Í morgun fór ég með páska egg handa Sölku og í gær fengu Kamilla, Magnús,og Vignir Sigur sín páska egg frá Ömmu og Afa enda sést það á myndunum sem eru teknar i morgun he he he he.
Ég fór á afmælisfund hjá AA samtökunum á Föstudaginn langa það var gaman að hitta alla þá sem maður er búin að kinnast þar. Það var ágætis fundur en ekkert meira en það. Mig fannst vanta að ræða svolítið um lausnina sem AA-bókin bíður uppá.
En í morgun fór ég á mikinn og góðan fund í Héðinshúsinu mjög kraftmikinn fund. Í dag ætla ég að fara í göngutúr og rægta aðeins hugan og líkaman og gera eitthvað gott fyrir mig.

Ég hef verið að hugsa um þessi framboð sem eru komin fram til Alþingiskostningana. Ég er svolítið hissa á Bubba Morteins að láta hafa sig í svona mál, mér finnsst Bubbi miklu eftirtektar meiri hann sjálfur og eins og hann er heldur en að fara í svona mál. Hann er það sterkur karegter að hann á ekki að blanda nafni sínu við stjórnmálaöfl enda er það á móti þeim boðskap sem hann hefur verið að boða í lögum sínum og framkonu. En tímarnir breytast og mennirnir með......
Það mer allra góðra gjalda vert að berjast fyrir nátturuvernd og allt það, en það er hægt að gera það á annan hátt en að fara í stjórnmálaflokk. Menn eins og Bubbi og Jakob Frímann hafa svo margt annað að bjóða og miklu kraftmeira og áhrífaríkara heldur en að berjast í stjórnarandstöðu sem engu fær breytt og engu getur komið áfram. Það er miklu meira tekið eftir þessum persónum utan stjórnmála afla að mínu mati.

Tuesday, April 03, 2007

Þriðjudagur 03.04.2007

Hæ allir.
Þá er búið að ganga frá miðunum fyrir Magnús Mána en það kom svolítil uppákoma og til stóð að hann kæmist ekki fyrr en þann 14.júní út til okkar í sumarfríið en það slapp.

Ég er forviða yfir úrslitum kostningana í Hafnarfirði. Ef það verður raunin að allt fari svona varðandi stóriðju og önnur atvinnumál hér á landinu ef þessir vinstri flokkar komast að bíð ég ekki mikið fyrir að búa hér á landi eftir 2-3 ár. Það mætti halda að þetta blessaða fólk ætlaði að lifa á loftinu, "makalaust "dæmi hjá þeim. Ég vil skora á fólk að kjósa Framsóknarflokkinn til að varna því að þessir svokallaða stjórnar andstaða komist ekki til valda. Íslenst þóðfélag má ekki við því að fá svona stjórn núna. Ef við ætlum að lifa hér áfram og halda þessari útrás áfram. Ef við hleipum vinstri flokkum að þá hverfa bankar og önnur stórfyrirtæki burt af landinu og koma ekki aftur. Þessi fyrirtæki hafa komið sér vel fyrir á erlendri grund svo að eftir situr Ögmundur , Kolbrún og Steingrímur og bíða eftir einhverju öðru sem kemur í staðinn. Þetta fólk veit ekkert um hvað þau eru að tala og hafa aldrey difið höndinni í kalt vatn.
Jón Sigurðsson var maður með meiru að gefa það hreynlega út að Framsóknarflokkurinn myndi ekki starfa með svona flokkum sem myndu setja á stóryðju bann um óákveðin tíma.
Hann veit hvað hann singur enda mjög röksamur maður.

Sunday, April 01, 2007

Sunnudagur 01.04.2007

Hæ.
Við hjónin erum búin að eiga góða helgi saman. Við fórum í Laugar og áttum svona dekurdag sem stelpurnar okkar gáfu okkur. Það var alveg frábært að getaðp slakað vel á við vorun í 5 tíma í dekri. Síðan í dag fór ég á 2. fundi´þann fyrri kl 0900 og síðan hittumst við viðskiptafélagarnir kl 1100.
Síðan er það aðal atriðið. Kóngurinn í fjölsk. er 10 ára í dag. Hann Magnús Máni er tíu ára í dag. Þessi vinur hann er alveg perla þessi drengur. Hann er svo góður og fallegur allavega finnst mér það. Við erum svo miklir vinir og svo rosalega tengdir vinir. Hann fékk síma og helling af galdeyrir til að hafa méð sér til Spánar í Júní, en hann ætlar að koma með afa sínum og ömmu til spánar í 3. vikur í júní. Það var glæsileg afmælisveislan sem var haldin honum til heiðurs. Það verður eitthvað þegar hanm fermist he he he he he

Sunday, March 25, 2007

Það er svo vond ligt af nautunum ojjj... en nautin voru rosalega skotin í ömmu hehehehe þau sleiktu hana pog tungan var rosa stór vááááá....

Hún mamma mín er svo dugleg að taka myndir. Ég ætla að vera svona dugleg þegar ég verð stór.....


Ég og pabbi erum að fylgjast með, við meigum ekki missa af neinu í sveitinni..

Það var svo gaman hjá mér ........

Skrítið í honum augað ég var hálf hrædd en samt rosa gaman.

Sunnudagur 25 mars 2007.

Hæ allir.
Ég er búin að vera latur að skrifa inn í bloggið mitt. Það er svo skrítið að þegar maður slakar á í þessu þá gleymir maður þessu aftur og aftur. En ég er búin að eiga ágæta helgi, en það var ekki unnið í Einingarverksmiðjunni í gær í fyrsta skypti í langan tíma. Ég er búin að vera að nota tíman og slappa af. Það var nú samt ekki mikil afslöppun því við vorum að passa barnabörnin á laugardagskvöldið. Þau voru svolítið rellinn greiin enda var Kamilla Stjarna veik greyið. Hún var með svo mikið í lungunum og svo slæman hósta að við þorðum ekki öðru en að hringja á læknavagtina. En allt fór vel sem betur fer. Sirrý ér rosalega þreytt enda bitnaði þetta mest á henni.
Við Sirrý Íris og Bjössi og Salka fórum síðan í dag vestur á Snæfellsnes og ætluðum að taka myndir og tókum myndir. Það var svo gaman að sjá þessa elsku þegar við fórum í fjósið á Snorrastöðum hún ljómaði he he he he .... Við fórum svo uppá Akranes og ætluðum að mynda þar en það var orðið svo dimmt yfir og við gátuum ekki tekið þær myndir sem við ætluðum. Við kíktum á Simma og langt síðan að við höfðum komið þangað. Það er gaman að keyra á Skagann en mig langar ekkert þangað aftur.
Við fengum síðan fallegar og góðar fréttir í dag.. Dísa Magga og Stjáni eignuðust dreng í gær...Yndislegt þau áttu það svo mikið skilið eins og þau eru búin að ganga í gegnum í lífinu frábært innilega til hamingju.
ég set nokkrar myndir inn á eftir..

Tuesday, March 20, 2007

Þriðjudagur 20.03.2007

Hæþ
Það er búið að vera mikið að gera í því að láta sér batna af þessari pest. Það gengur bara hægt, ég er með svo mikið í lungunum.... rosalega pirrandi. Í vinnunni er hellingur um að vera, alltaf verið að steypa. Maður gerir ekki mikið meira en að vinna. Það er svaka veisla á föstudagin í bridge klúbbnum. 14 rétta máltíð og kampavín og næs. (fyrir þá sem það vilja). Meira síðar.

Thursday, March 15, 2007

Fimtudagur 15.03.2007

Hæ.
Ég lét mig hafa það í dag,og mætti í vinnu. Ég var hálf slappur samt en maður harkaði af sér...
Sirrý fór til Köben í dag svo maður er bara einn í kotinu núna fram yfir helgi. Ég verð að vinna mikið í pappír svo að maður verður með langa daga fram undan. Ég er að reyna að skoða hvernig við bregðumst við vinnulega ef það fer að hæjast á í byggingarbransanum en ég hef enga trú á því nema ef við fáum vinstri stjórn inn í vor. Ég held að menn séu að halda aftur af sér núna því áróðurinn í Samfilkingu og Vinstri grænum er þannig.
Annað sem ég var að hugsa.... Hvernig ætli Sverri Hermannssyni líði innanbrjósts að horfa á barnið sitt (Frjálslindaflokkinn) vera komið undir stjórn Jóns Magnússonar. Honum hlítur að svíða það mikið, en Sverrir er vinnusamur og sterkur maður og má þakka fyrir að vera búin að segja sig úr pólitík... allavega myndi ég ekki vilja láta afkvæmið mitt í hendurnar á Jóni Magnússyni, allt sem Jón kemur nálægt hefur ekki endað vel. Hann er svo stjórnsamur og sjálfumglaður að fáir geta starfað með honum og þar sewm hann hefur verið hefur það yðulega endað með leiðindum og klofningi. Ég óttast það fyrir hönd Frjálslinda flokksins og þetta eigi eftir að koma þeim þetta heiftarlega í koll síðar.
Mér finnst Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson og síðast en ekki síst hefur Bjarni í Suðurkjördæminu okkar verið að standa sig mjög vel í þeim viðtölum og snúið okkur í stórkostlega sókn. Einnig er hún rosalega seig hún Sæjunn Stefánsdóttir stóðu uppúr í Eldhúsdagsumræðum í gær. Þetta er stelpa sem sópar að. Hún er rosalega skynsöm ábyrg og skelegg í umræðum og mjög málefnaleg. Það er virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni þessari stelpu. Mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar.

Wednesday, March 14, 2007

Miðvikudagur 14.03.2007

Ég vil byrja á að votta öllum aðstandenum mína dýpstu samúðar vegna sjóslysins fyrir Vestan. Ég þekkti annann mannin mjög vel, hann var háseti hjá mér þegar ég var skipstjóri á Vin ÍS 8.
Unnar var mjög góður starfsmaður duglegur og ósérhlífinn. Hann var hæglátur og frekar fyrir sjálfan sig og blandaði ekki mikið geði við hvern sem var. Hann var mikill grúskari og mikill tölvu snillingur og á því sviði hélt ég að hans vegir myndu liggja þegar leiðir okkar skildu á sínum tíma. Það var gaman að ræða við hann um þau mál og það var rosalega gaman að vera einn með honum uppi í brú á nóttinni og spjalla og gantast. Hann kom oft upp til mín og áttum við mörg leindarmál saman." Guð blessi þig Unnar minn og gefi fjölskyldu þinni styrk til að takast á við þá miklu sorg sem nú hefur knúð að dyrum". Eirík kannaðist ég líka við og bið ég algóðan Guð að blessa þær fjölskyldur sem eiga svo mikið sárt að byggja.
Af mér er það að frétta að ég ligg enn og er orðin rosalega þreyttu á því. Ég ætla samt í vinnu á morgun það er ómögulegt að liggja svona. Það er búið að vera rosalega erfitt að hanga heima og geta ekkert gert, hafa ekki þrek eða getu til að gera neitt.
Sirrý er að far ti Köben á morgun með stelpunum úr vinnunni og ætla þær að fara að mótmæla við Undomshuset kannski verður hún bara sett inn og kemur til baka með haustskipunum he he eh .... gott hjá þeim.

Tuesday, March 13, 2007

Þriðjudagur 13. 03.2007

Hæ.
ÉG ligg enn í þessum flensuskýt. Þetta er nú meiri viðbjóðurinn. ég er búin að vera bara í móki og að drepast í beinverkjum og öllu því sem fylgir. Það eina sem maður getur gert er að reyna að afla sér frétta og reyna að spila rétt úr spilunum. Í vinnunni minni eru 15 manns veikir og er það nærri helmingur. Flestir Íslendingarnir eru liggjani þetta er rosalegt,ég hef ekki verið svona veikur lengi í mörg mörg ár.

Sunday, March 11, 2007

Laugardagur 10.03.2007

Hæ.
Haldið þið ekki að kallinn sé ekki lagstur í flensu. Þvílíkur viðbjóður, að vera fá þetta, en ég vwikist ekki oft en þegar ég leggst er ég veikur. Kannski eru karlmenn svona ég veit ekki.
Ég er búin að vera fylgjast með þesssai umræðu um klámið í Smáralindarbæklingnum. Ég var að hugsa hvaða kendir eru á bak við svona skrif hjá hámenntaðri konu. Það er alveg sama hvað ég skoða þennan bækling ég sé ekkert klám í honum,eða er ég ekki nægilega hugmyndaríkur ha ha ha ....... Það hlítur að vera eithvað að hjá konu greiinu. Ég held að þessi umræða sé komin útfyrir allt eðlilegt og kannski ætti Feminista félagið að fara skilgreina betur hvað er klám svo að þau allavega geti fjallað um klám og klámtengt efni í framtíðinni.
Ég er hálf hissa á skoðannakönnuninni í Fréttablaðinu um fyldi Stjórnmálaflokkanna. Ég trúi ekki að Frammsóknarflokkurinn fái ekki meira fylgi. Það eru engar forsendur fyrir þessu fylgishruni hjá okkur. En ég skil vel að Samfilkinginn sé komin á þennan stað,eftir þessa hroka umfjöllun á öllum sviðum. Ég skil heldur ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur eftir að hafa verið í stjórn sama tíma og Frammsóknarflokkurinn, Sem sýnir okkur hvað þeir eru sleipir í því að koma sjálfum sér áfram á kostnað samstarfsflokksins.

Wednesday, March 07, 2007

Miðvikudagur 07.03.2007

Hæ.
Í dag er búið að vera svolítið ástand hjá mér, ég er búin að vera á stórum fundum og það hefur verið mikið at á allri verksmiðjunni. Miklar pælingar og mikið að skoða varðandi afkomutölur. Þessi vinna er svolítið skemmtileg en krefjandi.
Ég er líka búin að vera að fylgjast með blaðaskrifum og umræðu í blöðunum varðandi strandflutninga. Það er alveg furðulegt að Samgönguráðherra skuli ekki stýga fram og segja skoðun sína og skýra frá afstöðu sinni. Það er með ólíkindum að svona lagað fái að lýðast. Þessi málaflokkur og nauðsin hans að fá að þrífast á eðlilegan hátt er svo áríðandi fyrir þjóðfélagið í heildsinni að hálfa væri nóg. En það er engin sem er að standa í kallinum og heimta þessa umræðu upp á yfirborðið. Að það skuli líðast að skipafélögin skuli komast upp með að getað haldið heilu landshlutunum í herkví í krafti auðs sem er búið í sjálfu sér færa þeim upp í hendurnar af þjóðinni.
Ég er hissa á Framsóknarflokknum að taka ekki þetta mál og koma því upp á yfirborðið. Af hverju eru flutningabílarnir ekki látnir borga fullt verð til þjóðfélagsins eins og það kostar að halda við vegum og öðru í kringum þetta.

Monday, March 05, 2007

Mánudagur 05.03.2007

Sælir allir.
Þá er ný vinnuvika hafin enn einu sinni. Helgin hjá mér var rosa góð, við fórum allir verkstjórarnir og yfirstjórnin í fyrirtækinu til Hveragerðis. Við vorum að fara yfir stöðuna hjá okkur og hvernig ætlum að fara í gegnum veturinn og hvernig vinnutilhögun skal vera. Þetta eru mjög gagnlegir.
Annas er ég bara að vinna og svoleiðs. Ég er að fylgjast með úr fjarlægð hvernig málin eru að ganga í kringum mig. Og ég bíð bara rólegur,minn tími kemur.
Ég er ánægður með Framsóknarflokkinn að hann skuli beyta sér af fullum þunga í auðlinda mélunum. Auðvitað á að tryggja þetta í stjórnarskránni, annað er ekkert vit. Jón Sigurðsson er að koma sterkur inn núna, og Sif enn sterkari. Mér líkar vel að svona lagað komi í aðdragandi kostninga ekki veitir af að lífga baráttuna.

Wednesday, February 28, 2007

Miðvikudagur 28.02.2007

Kvöldið.
Það er búið að vera mikið að ger hjá mér í dag, Ég er nátturulega búin að vera í vinnunni minni, þar sem allt er á fullu alla daga, síðan fór ég til læknis í rannsókn. Ég er í svolitlu tjekki með sjálfan mig. Maður verður að vera að fylgjast með sér. Sirrý mín er fár veik heima og svo er þessi elska aað reyna að skrifa ritgerð með kvíðahnút í maganum yfir því. Hún er svo samviskusöm......
Ég er að undirbúa mig fyrir fundin sem við erum að fara á í Hveragerði um helgina með vinnunni, það verður fínt að fara og hrista mannskapin saman. Vonandi auðnast okkur að gera úr þessu góða ferð.

Tuesday, February 27, 2007

Þriðjudagur 27.02.2007

Sælt veri fólkið.
Það er eins með mig alltaf þegar ég hef mikið að gera þá gleymi ég að blogga .....
En það sem er að frétta hjá mér er að það slitnaði upp úr samningarviðræðum við Eimskip hjá okkur, eftir langt og strangt ferli og erfiða fæðingu hjá þeim að koma að málinu, en nóg um það.
Það sem er næst í ferlinu er að það er verið að ræða saman nokkrir aðlar um siglingar til og frá Íslandi með ákveðnar vörur. Þetta er viðkvæmt mál sem kemur í ljós fljótlega enda nennir maður ekki að vera að streða í þessu áfram á meðan menn eru að ákveða sig. Ég er ekkert að farast úr stressi yfir þessu ég er í ágætis vinnu og síðan eru að koma kostningar og ég þyrfti að vera að vinna svolítið fyrir flokkinn og mig langar að læra meira og kynna mér starfið í flokknum betur.
Ég er búin að vera mikið í 12 spora vinnu, og er það æðislega gott fyrir mig. Það er magnað hvað það gefur manni mikið kikk.

Wednesday, February 07, 2007

Miðvikudagur 07.02 2007

Kvöldið.
Það er lítið að frétta hjá mér, nema að ég er svolítið uppnumin af þessari nálastungu sem ég fór í hún er að virka helling. Allavega ætla ég aftur á mánudaginn.
Ég er búin að vera svolítið pirraður í dag, mikið búið að vera í gangi hjá mér, í vinnunum mínum. Ég er alveg búin að fá nóg af þessu steypiríi og ætla mér að klára þetta dæmi sem við erum byrjaðir á.
Litli afa börnin mín eru búin að vera mikið veik svo maður er rosalega meðvirkur út af því mér þykir svo vænt um þessi litlu sýli. Meira að segja lagðist ættarhöfðinginn minn líka þessi sterka handboltahetja er búin að vera mikið veikur og þau öll. Salka mín þessi litla sæta stelpa er búin að vera lasin ,eins og hún sé ekki búin að vera nægilega mikið veik þessi elska. En það er svo gaman af þeim öllum þau eru alltaf brosandi það er svo gaman að fylgjast með þeim.

Tuesday, February 06, 2007

Þriðjudagur 06.02.2007

Hæ hæ
Af mér er allt sæmilegt að frétta, Éger búin að vera allur skakkur í hálsinum mínum og verið fastur alveg. Ég er búin að vera í nálastungum í Sporthúsinu og líka í nuddi hjá Sjúkraþjálfara. Ég mæli með nálastungunum í Sporthúsinu hjá Erni alveg magnaður gaur.
Af skipamálum er það að frétta að málið er allt í vinnslu hjá hinum Skipafélögum og eru menn að að koma ár sinni vel fyrir borð og hvernig hægt er að landa samningum svo öllum líki. Það er þá helst tvær leiðir sem við erum að hugsa um. Annas vegar að koma inn með pallettuskip þá eingöngu á Vestfirði eða kaupa alvöru gámaskip í verkefnið, og fara alla leið til Húsavíkur. En þetta er alveg að koma í ljós.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum hún Sirrý er í skólanum eins og flestir vita...... en það er svo gaman að fylgjast með henni hún er svo kvíðin og með svo mikin prófskrekk að það er ekki findið he he hún sægði mér um daginn að hún væri fallinn alveg búin á því. En svo kom niðurstaðan hjá henni í dag hvað haldið þið 9,0 fékk hún... Innilega til hamingju Sirrý mín.

Saturday, February 03, 2007

Laugardagur 03.02.2007

Sælt veri fólkið.
Innilega ti hamingju með nýja bílin Magga mín. Magga og Skúli fengu sér jeppa í dag rosalegafallegan MMc Pajero með öllu rosalega fallegur bíll. Annas er bara búið að vera rólegur dagur hjá mér. Við erum búnir að vera saman í dag við Magnús minn, við erum bara búnir að dúlla okkur farið á rúntin og svoleiðis. Síðan fór ég í þorramat með vinnunni en var komin heim um kl 2100 aftur það var nú ekki meira spennandi en það. Ég er búin að vera hugsa aðeins um framhaldið hjá mér um vinnu og búsetu í framtíðinni. Það er svo mikið að brjótast um í hausnum á mér að það er ekki findið.
Ég ætla að fara með Magnúsi Mána í fyrsta handbóltamótið hanns. Hann fór að æfa handbolta og fór strax inn í liðið þessi vinur og strax komin í mót he he... Hann er svo spentur að við komn og sjáum hann keppa að hann ætlaði aldrey að sofna í gærkvöldi he he he .......

Friday, February 02, 2007

Föstudagur 02.02.2007

Góða kvöldið.
Æi ég er búin að vera að drepast í dag í hálsinum. Ég er svo gjarn að fá hálsríg þegar ég er búin að vera að vinna svo mikið. Ég er búin að fara í sprautur í dag og líka til Sjúkraþjálfara, helvíti vont. Annas er það að frétta hjá mér að við erum enn að funda um þessi skipamál og vorum á fundi hjá Eimskip í gær. Við vorum þrír frá Klasanum og ég og svo tveir frá Eimskip. Ég var ekkert svo ánægður með þann fund þvó ég vildi fá skýr svör um magn og verð og annað því tengdu. Ok við ákáðum að skoða þetta í þessari og næstu viku, og reyna að sjá færa leið út úr þessu. En það kemur vonandi einhver niðurstaða þá þó að það sé leiðinlegt að bíða.
Ég trúi því að Framsóknarflokkurinn sýni þann sóma sinn og styðji við bakið á þessari starfsemi. Allavega er þetta gert með meiri heilindum en Byrismálið, sem er orðið þvílígt hneixli og furðulegt að menn beri enga ábyrð hvergi nokkurstaðar í þessu þjóðfélagi sama hvar er. Það er sama hvort svindli steli ljúgi eða bara nefndu það menn sitja alltaf inni á þingi furðulegt. Ég ætla að vona að menn sjái sóma sinn í þessu og fari að taka á þessari spillingu sem er í þessu þjóðfélagi. Mér finnst nýja forisatan hjá Framsóknarflokknum ver sú trúverðugsta sem er í boði í dag. Ef við byrjum á Samfilkingunni þá virðist allt vera í molum þar og hver höndin upp á móti annari, þá kemur að Vinstri grænum þeir segja bara nei og aftur nei og eru ekki með neinar lausnir í staðin, Frjálslindir eru bara úti á túni að........ og síðan Sjálfstæðisflokkurinn er svona allt í lago þessir ungu menn þar eru að gera ágætis hjuti, en samr virðist vera einhver kurr á milli manna bak við tjöldin. En við þurfum að bretta upp ermar að láta rödd okkar heyrast meira við Framsóknarmenn

Wednesday, January 31, 2007

Miðvikudagur 31.01.2007

Kvöldið allir.
Þaðer svo skrítið hvað ég hef breyst, nú getur það tekiðmig langan tíma að taka ákvörðun um eitthvað sem ég er að spekulara að gera. En í dag er ég búin að taka ákveðna ákvörðum sem ég geri obenbera á morgun. Ám morgun verð ég mikið á fundum með þessum mönnum sem ég hef verið að tala við, og verður væntanlega tekin ákvörðun um í hvaða farveg þessi skipamál fara. Í vinnunni minni er sama baslið og vitleisan í framleiðslu. Við erum allan dagin á fullu og ekkert lát virðist vera á því. En í kvöld fór ég svo á fund í sporadeildini okkar þar þarf að taka til hendinni og gefa dálítið í og reyna að koma fleira fólki inn og líka til að virkja fleiri í þjónustuna.
En hvað um það meira á morgun.

Tuesday, January 30, 2007

Þriðjudagur 30.01.2007

Góða kvöldið.
Það var grátlegt að tapa fyrir Dönum, en strákarnir stóðu sig samt mjög vel að mínu mati. Þeir börðust eins og ljón og þar fremstur var Snorri Steinn þvílík barátta.
Annas er það að frétta að það er rosalega mikið um að vera hjá okkur í skipamálum, mikil fundahöld símafundir og bréfaskriftir. Það er líka mikið um að vera í vinnunni minni miklar pælingar og vesen. Ég ætla að vera í fríi á Fimmtudag í að sinna skipamálunum aðeins. Við eigum að hitta menn úr Klasanum og einnig Menn frá Samgönguráðuneytinu og Eimskip, svo að það er fullt í gangi hjá mér.
Meira síðar.

Monday, January 29, 2007

Mánudagur 29.01.2007

Nú er vinnuvikan hafin að nýju. Þessi helgi er fyrsta helgarfríið mitt (laugar og sunnudag) í langan tíma, enda naut ég þeirra hvíldar vel. Það var mikið um að vera í vinnunni eins og venjulega, einnig var töluvert um að vera hjá mér í hinni vinnunni líka. Það er verið að skipuleggja fundi hingað og þangað varðandi Strandsiglingar og er alltaf verið að pressa meira og meira á að koma þessu á koppinn. Við höfum verið að fá meiri upplýsingar um Baltimor Neptun en það er nafnið á því skipi sem við erum spenntastir fyrir í dag. Ég er búin að vera að velta fyrir mér að taka smá nám í fjarnámi og ég held að ég skelli mér bara á það, það er tölvunám og er það bara gott fyrir mig upp á framtíðina hvað svo sem ég geri hvort ég verði í því að sigla eða steypa.... En nóg um það í bili.
Ég hef verið að fylgjast með atganginum í Frjálslindaflokknum, mér til mikillar furðu þá ætla menn að láta það ske að kljúfa flokkinn eins og þeir hafi mátt við því. Mín persónulega skoðun er að Margret Sverrisdóttir sé öflug kona sem Guðjón og Magnús áttu að landa samkomulagi við. Ég hela að það sem þeir fengu í staðin sé nú ekkert merkilegt og ég spái því að þeir eigi eftir að sjá eftir þessum bíttum. Mín skoðun er sú að þeir hjá Nýju afli séu ekki í flokkum hæfir. Þeir hafa sýnt það einfaldlega. En ég er hinsvegar mjög sáttur við mína Frammsóknarmenn í Suðurkjördæmi, Mér fannst röðunin í sæti þar til mikillar fyrirmyndar, mér lýst mjög vel á Bjarna með Guðna ú fyrstu sætum þar fara miklir skörungar í orði og á borði. Ég hef trú á að við komum sterkir út úr kostningum´í þessu kjördæmi.

Sunday, January 28, 2007

Sunnudagur 28.01.2007

Sælt veri fólkið.
Það er búið að vera gaman að fylgjart með handboltanum síðustu daga ´þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur strákarnir. Eins og í dag á móti Þjóðverjum mér fanst þeir eiga marga góða spretti en mig hefði langað að sjá þá stráka sem ekki hafa spilað mikið undanfarið hefðu mátt spila meira og hvíla stráka eins og Ólaf og Snorra Guðjón og fl. en nóg um það.
Ég sjálfur er búin að takaq það mjög rólega um helgina ekki verið í vinnu, og bara verið að slaka á mér aðeins. Ég fór í Bása í dag með Guðmundi vini mínum og svo horfði ég á leikinn og sendi nokkur bréf varðandi skiðafélagið. Já við erum komnir á fullt í því máli og erum líklega búnir að finna skip í Tirklandi sem gæti hentað í þetta verkefni. Nú er bara næsta mál að fara að skoða skipið og finna féelaginu nafn það eru komin nokkrar tillögur en ein er mest að fitta hjá okkur félögunum sem er Íslandsskip ehf, hvernig lýst ykkur á þetta nafn endilega kommederið á það. Síðan er kannski þemað að skipsnöfnum "Fjall" t.d. Akrafjall eða Bolafjall, endilega kommederið' á þetta.

Thursday, January 25, 2007

Fimmtudagur 25.01.2007

Gótt kvöld.
Ég er búin að eiga annannsaman dag í dag. Það er búið að vera mikið um breytingar á mótum hjá okkur í vinnunni og þá þarf að vera að panta járn fara yfir teykningar og breyta teykningum og allskonar bögg. Það er extra vont núna þar sem æðstu yfirmenn eru erlendis og þá bitnar meira á okkur. Einnig þurfti ég að fara á byggingarstaði og skoða plötur og saga plötur til og það sem því fylgir.
En af hinni vinnunni er það að frétta, að við fengum sendar upplýsingar um skip í dag sem gæti hentað okkur í strandsiglingar. Það er statt í dokk á Tirklandi og er af þeirri stærð sem okkur hentar. Nú þurfum við að fara að setjast niður með aðlum fyrir Vestan og huga að þessu hvernig við fjármögnum dæmið og einnig hverjir koma til með að vera í félagi með okkur. Þetta skip er Cellu laust en við látum setja í það Cellur ef til kemur að við kaupum það. En allavega er þetta það líklegasta sem við höfum fundið hingað til. Ég skal setja mynd af því inn á vefin... gaman af því.
P.S lað gekk ekki næginlega vel hjá okkur í boltanum í kvöld en mér fannst komið þreytumerki í restinna hjá okkar mönnum, enda engin furða þvílik keyrsla hjá þeim.

Wednesday, January 24, 2007

Miðvikudagur 24.01 2007

Sælt veri fólkið.
Það er langt síðan að ég hef bloggað. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnu og aukavinnu he he he .... En staðan hjá mér er þannig í dag, að við erum búnir að vera í viðræðum við Ríkið og Sveitafélög um stuðning við þetrta konseft sem við erum búnir að vera vinna með í skipamálum. Þetta er mikil og strembin, tímafrek vinna. En ég þarf að fara að gera upp við mig hvað ætla ég að gera í framtíðinni.. Ætla ég að vera í þessu sem ég er í dag eða ætla ég að klára þetta dæmi.
Í dag vorum við hjá Viðskiptaráðherra og einnig hjá fulltrúum Faxaflóahöfnum. Síðan fór ég að vinna og var að vinna til kl 20:oo og kom heim og fór síðan aftur á mjög góðan sporafund í Grafarvogskirkju, það var rosalega notalegt.
Það er verst að maður nær ekki að fylgjast með strákunum okkar í handboltanum, þeir eru alveg magnaðir því kíkir karegter sem er í liðinu.. ótrúlegt að sjá leikin í gær frábært. En ég ætla að reyna að standa við að blogga aðeins örar en ég hef gert á næstunni.

Monday, January 08, 2007

Góður dagur í dag.

Sælt veri fólkið.
Ég var að horfa á silfur Egils í morgun,ég var svo ánægður með Björn Inga Hrafnsson. Ég er ánægður hvað hann er málefnalegur og samkvæmur sjálfum sér og vel inní þeim málum sem hann er að fjalla um. Hann er mjög trúverðugur og traustur stjórnmálamaður. Hann stendur allar þær árásir sem gerðar eru á Framsóknarflokkinn af sér og svarar af heiðarleika og málefnalega. Hann er mjög duglegur, en er ekki nægilega duglegur að koma því á framfæri því sem hann er að gera, t.d. því sem hann er að vinna í leikskólamálum og í skipulagsmálum og fleiru. Það verður góður fengur að fá þennan mann inná Alþingi Íslendinga. Mér fannst þessi umræða sem var um Evruna mjög góð og málefnaleg hjá bæði Össur og Birni Inga þeir allavega sjá að bilið á milli fólks og fjárfesta er að breikka svo mikið að það verður eitthvað að gera allavega að undirbúa innleiðingu Evrunnar. Það er farið að gera ársreikninga hjá bönkum og stórum fyrirtækjum og svo eru fyrirtæki komin svo mikið í útrás bæði í sjávarútvegi,hátækni iðnaði og nú síðast í byggingariðnaði en við fólkið í landinu er á okur vöxtum og streðum við að halda verðbólgu draugnum niðri með okur vöxtum og fleiru.
Ég er enn að vinna að strandsiglingum við Ísland og er núna allt púður sett á að finna skip sem gæti hentað í þessa flutninga, einnig eigum við eftir að undirrita samninga en ég held að það sé ekkert mikið eftir að þeirri vinnu sýnist mér ekkert sem ekki er yfirstíganlegt. En allt tekur tíma og tími sem ekki er til í raun þetta þarf að komast af stað sem fyrst. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og nauðsinlegt fyrir allt og alla. Við erum ekki með vegakerfi sem þolir allan þennan þungaflutning.
En síðan af okkur hjónunum erum við farin að fara að hreyfa okkur meir en við höfum gert í langan tíma og er það markmið okkar að breyta um lífstíl, og reyna að grenna okkur það er ekki hægt að fara svona með sjálfan sig. Það er gaman að segja frá því að dætur okkar eru báðar komnar í nám þrátt fyrir að vera komin með börn og fjölskyldur, ég er mjög stoltur af þeim. Margret byrjar í Háskólanum í Reykjavík í dag og Íris Dögg er að klára sitt nám í vor og ætlar sér síðan í meira nám til Danmerkur í sumar. Hún er komin á fullt að undirbúa það þessi elska maður á eftir að sakna Sölku mikið það er hálf tómlegt síðan þau fluttu í nýju íbúðina sína.

Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Hæ öll sömul.
Gleðilet nýtt ár og ég vil þakka fyrir liðin ár.
Árið sem var að líða er búið að vera svolítið viðburðarígt hjá mér og mínum, og þetta ár sem er að byrja lofar því sama sýnist mér. Ég er búin að vera á fullu síðan á síðustu dögum liðins árs og þessa tvo fyrstu daga he he he, en það er bara gaman. Nú á þessu ári sem er að byrja verður mjög mikið að gera þetta er kostninga ár, og við Frammsóknar menn ætlum okkur að ná til baka því trausti og þeim anda sem af okkur hefur verið tekin af keppinautum og fjölmiðlum. Það er eins og að ef eitthvað er í ólagi á þessu landi byrja allir fjölmiðlar á því að skella skuldinni á okkur þó svo að Framsókn tengist málinu á engan hátt, "furðulegt" hvað menn geta verið ófyrirleitnir. geta ekki einu sinni verið heiðarlegir og drengilegir eða því síður málefnalegir í sínum málflutningi. En eins og ég sagði ætlum við okkur að fara að berjast og draga framm í dagsljósið þau málefni sem við höfum staðið fyrir og líka þau góðu mál sem við höfum framkvæmt, en það er allt of lítið fjallað um það opinberlega og það auglýst. Við erum með mjög duglegt ungt fólk sem er komið í frammvarðarsveit flokksins og við erum stolt af því fólki og stöndum eins og klettar á bak við þetta fólk.
Í dag er ég að vinna áfram að þeim málum sem eru mér óskaplega hugleikin sem eru strandflutningar í kringum Ísland, en eins og flestir vita erum við á eyju og við eigum ekki mikið af fé til að setja í okkar vega-kerfi ,og einnig eru alli í heiminum að keppast að því að koma öllu sem þeir geta út á sjó nema við þetta er líka "Furðulegt"
En þessa dagana gengur vel og kanski næst þetta á næstu vikum.