Thursday, March 15, 2007

Fimtudagur 15.03.2007

Hæ.
Ég lét mig hafa það í dag,og mætti í vinnu. Ég var hálf slappur samt en maður harkaði af sér...
Sirrý fór til Köben í dag svo maður er bara einn í kotinu núna fram yfir helgi. Ég verð að vinna mikið í pappír svo að maður verður með langa daga fram undan. Ég er að reyna að skoða hvernig við bregðumst við vinnulega ef það fer að hæjast á í byggingarbransanum en ég hef enga trú á því nema ef við fáum vinstri stjórn inn í vor. Ég held að menn séu að halda aftur af sér núna því áróðurinn í Samfilkingu og Vinstri grænum er þannig.
Annað sem ég var að hugsa.... Hvernig ætli Sverri Hermannssyni líði innanbrjósts að horfa á barnið sitt (Frjálslindaflokkinn) vera komið undir stjórn Jóns Magnússonar. Honum hlítur að svíða það mikið, en Sverrir er vinnusamur og sterkur maður og má þakka fyrir að vera búin að segja sig úr pólitík... allavega myndi ég ekki vilja láta afkvæmið mitt í hendurnar á Jóni Magnússyni, allt sem Jón kemur nálægt hefur ekki endað vel. Hann er svo stjórnsamur og sjálfumglaður að fáir geta starfað með honum og þar sewm hann hefur verið hefur það yðulega endað með leiðindum og klofningi. Ég óttast það fyrir hönd Frjálslinda flokksins og þetta eigi eftir að koma þeim þetta heiftarlega í koll síðar.
Mér finnst Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson og síðast en ekki síst hefur Bjarni í Suðurkjördæminu okkar verið að standa sig mjög vel í þeim viðtölum og snúið okkur í stórkostlega sókn. Einnig er hún rosalega seig hún Sæjunn Stefánsdóttir stóðu uppúr í Eldhúsdagsumræðum í gær. Þetta er stelpa sem sópar að. Hún er rosalega skynsöm ábyrg og skelegg í umræðum og mjög málefnaleg. Það er virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni þessari stelpu. Mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar.

No comments: