Tuesday, October 31, 2006

Þriðjudagur 31.10

Góða kvöldið.Í dag hefði bróður minn hann Matti orðið 52 ára ef hann hefði lifað blessaður. Matti var ljúfur og blíður maður sem var sjálfum sér vestur, hann hafði slæmum herra að þóna. Annas er það að frétta hjá mér, er að ég og Sirrý erum að fara til Barselona á föstudaginn og verðum yfir helgina. Eftir þessa ferð verður farið í fulla vinnu að ganga frá samningum um fluttning og leita að skipi sem hentar, ef endanlegur samningur næst en það er dálítið í land. Það er erfitt að eiga við þetta kerfi allt saman. Í vinnunni hjá mér er búið að vera brjálað að gera við erum að vinna mikið fyrir Færeyjar, það vekur upp miklar minningar hjá mér þegar ég heyri í þeim (Færeyjingum) þegar ég var að sigla þar úti. Mér leið svakalega vel þar úti vinalegt og gott fólk sem ég kynntist þar og mikil rólegheit þar.

Sunday, October 22, 2006

Sunnudagur 22.10.2006

Til hamingju með fyrsta hvalin..... í öll þessi ár. Það er löngu tímabært að hefja hvalveiðar að mínu mati. Það raskar öllu lífríki að veiða ekki þessar skepnur. Ég er mest hissa á hvessu stjórnvöld eru fámál við að svara þessum þjóðum , sjá t.d. Bandaríkin, þjóð sem drepur mest af öllum á jörðinni hvali, og Bretar sem dæla mengun frá kjarnorkuverinu í Dunray út í hafið síðan berst þessi mengun upp að swtröndum Noregs og síðan að heimskautinu og aftur hingað og að Grænlandi. Þessar þjóðir eru að mótmæla hér við land, bara rugl. Við eigum að nýta auðlindir okkar hvort það sé á hvölum eða öðru ekki spurning. Og við egum líka að kippa kvótakerfinu úr sambandi ekki spurning með því fáum við allan afla í land og gerum úr honum peninga í stað þess að henda 50 % af aflanum aftur í hafið.
En annas er bara gott að frétta af mér og mínum nema að hér heima liggur konan og dótturinn veik og ég og drengurinn minn erum einir hér heima í lagi og reynum að halda Sölku litlu selskap. Svo í næstu viku vonast ég eftir loka svari varðandi strandsiglingarnar og ef það verður jákvætt vonast ég eftir að þær hefjist um áramót.
Í síðustu viku var slegið steypu-met í Einingarverksmiðjunni aldrei frá stofnun hennar.hefur verið steypt úr miklu magni af steypu í mót það var hrært 251 hræra í steypustöðinni og aldrei verið hrært jafn mikið. Við erum löngu búnir að sprengja öll met í framleiðslu, í ágúst vorum við búnir að slá metið síðan í fyrra sen það var met ár hjá verksmiðjunni samt sem áður. Það er gaman að vera þátttakandi í svona vertíð og þegar vel gengur, en samt er maður farin að eldast og getur ekki staðið eins lengi í baráttuni eins og áður he he he en svona er þetta líf.
Það stittist í Barselona ferðina það verður fín afslöppun, fyrir BNA ferðina í desember, en þá verð ég burðardýr hjá Sirrý og möggu he he he he en það er spennandi að fara þangað mig hefur alltaf langað að fara þangað.

Sunday, October 15, 2006

Sunnudagur 15 10.2006

Hæ hæ.
Nú er ég búin að vera að slappa af í dag. Dagurinn í gær var full bókaður frá morgni til morgunns.....
Ég byrjaði daginn kl 0630 á því að fara í vinnu í leiðinda veðri, svo að við gátum ekki tæmt salina þar sem ekki var hægt að hífa úti vegna veðurs. Ég var farin að halda að ég þyfti að senda menninna heim en það slapp til, þegar örvæntingin var að hellast yfir mig lægði vind svo að við gátum tæmt salina, mjög gott. ( er guð ekki til???). Eftir að ég var búin að vinna fór ég heim og slakaði aðeins á. Síðan fórum við nokkur saman í keilu í Keiluhöllinni það var rosalega gaman eftir keilunna sátum við á barnum og kjöftuðum saman, síðan átti að skella sér á Players við ætluðum líka en síðan hættum við, við að fara og fórum til Möggu og Skúla og sátum það fram eftir nóttu og kjöftuðum saman um pólitík og fl.
Svo í morgun fór ég á fund með Sporgöngumönnum í Héðinshúsinu og var það rosalega gaman og gott. Eftir það fór é á stúfana og gerði tilraun til mannráns í morgun en það mistókst hjá mér þar sem allir voru sofandi í húsinu, en ég ætlaði að stela dóttur-dóttur minni henni Kamillu Stjörnu en ég stel henni bara í dag í staðin ekki spurning. En þar sem mannránið mistókst hjá mér fór ég í bakarí og bauð uppá morgunkaffi heima. Síðan í kvöld á að skella sér í leikhús og sjá "Viltu finna Milljón". Það er mjög vel látið af því leikriti, fjörugt og skemmtilegt. En áður borðum við saman saman ásamt tengdó og fleirum, bara gaman af því!!!!

Tuesday, October 10, 2006

Þriðjudagur 10.10.2006

Hæ.
Hvað haldið að dóttir mín hafi gert í dag ???? Henni langaði svo til útlanda að vesla og slappa af!!! að hún fór og keypti fyrir pabba sinn og mömmu ferð til Minniappolis á einhverju svaka hóteli og næs. Krakkinn vill hafa gamla settið með sér..... Maður ætlar aldrei að lostna frá þessum krökkum. Ég held að það hafi hangið á spítuni er að láta kallinn bera pokana he he he. Nei nei þetta verður ágætt örugglega, en mig hefði langað að Iris Dögg hafi frekað farið enég ég nenni ekki búðarrápi. Ég veit ekki hvort ég fari til Barchelona, ég er að spekulera að fara ekki mig langar ekki núna allavega. Ég er líka að vinna svo mikið í hugðarefnum mínum sem er að fara að sigla aftur.

Sunday, October 08, 2006

Sunnudagur 08.10

Hæ.
Nú er ég bara búin að taka það rólega í dag. Ég fór á tvo fundi í morgun og hitti nokkra vini mína , og fékk fréttir úr mínum gamla og góða heimabæ. Ég er búin að vera að undirbúa mig undir næstu viku en ég veit að hún verður dálítið strembin!!!. Það er komin dálítil pressa á að fara taka skrefin til fulls í þeim málum sem ég hef verið að hugsa um og vinna í. Ég reikna með að fara á fundi með stórum fjárfestum í næstu viku svo að maður verður að vera svolítið vel undyr búin. Vikan hjá mér er búin að vera svolítið skrítin, margt sem hefur komið uppá, sem vekur upp ýmsar spurningar hjá mér og í kvaða stöðu ég er komin eiginlega og á hvaða stað ég er með framtíðinna ég verð að fara að ákveða mig. Það hljóta að koma svör í þessari viku. Ég er komin á fullt í að kynna mér pólitíkinna og setja mig inn í málefni flokksins, og geri mér grein fyrir að það er á brattan að sækja fyrir okkur Frammsóknarmenn. Mér finnst þessi umræða ekki vera makleg eins oh hún hefur verið og þá síst frá mönnum innan samstarfsflokksins, mönnum eins og Guðlaugi Þór og fl. mönnum sem eru að reyna að pota sér á toppinn sama hvernig þeir fara að því.....

Ég er farin að vinna meira með myndavélina heldur en ég gerði það var rosalega gaman og gagnlegt þetta námskeið sem ég fór á hjá Hans Petersen. Fullt af fýdusum sem ég lærði ...gaman af því... set myndir inn eftir að ég er búin að æfa mig meira he he he

Friday, October 06, 2006

Föstudagur 06.

Hæ.
Nú er komin helgi og mér finnst hún þjóta áframm þessi vika og ég ekkert búin að blogga!!!!!!!! En það eru smá skýring á því. Ég er búin að vera mjög bussí öll kvöld í þessari viku. Ég er búin að vera á Ljósmyndanámskeiði og svo er ég búin að vera á fundum og undyrbúningi á þeim. Það er komin full vinna í því að koma á strandsiglingum á aftur, kannski tekst það núna..... hver veit. Annas er bara allt gott að frétta hjá mér og mínum og það er verið að undirbúa utanlandsferð á næstu vikum.....

Monday, October 02, 2006

Mánudagur 02.OKT

Vá það er komin Okt. Alveg að koma jól hugsa sér. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í Golfinu he he he he maður er alltaf að bæta sig enda mikil trening í gangi he he he... Ég er görsamlega fallin fyrir þessari íþrótt þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Annas er mikið að gerast hjá mér núna maður er á fullu í að gera eitthvað nýtt, það er svo skrítið að það er alltaf eitthvað að pompa upp hjá mér til að skoða.... sem er bara gaman. Ég er búin að vera duglegur í að skoða hluti og finnst það bara gaman. Ég sá lítið af afabörnunum mínum um helgina þar sem ég var að vinna og spila golf,og Sirrý í skólanum um helgina.
Annas fórum við í HUNDLEIÐINLEGA óvissuferð á laugardagskvöldið. Það var keyrt og keyrt í rútu ekkert að sjá eða neitt og endað í Ingólfshvoli þar sem var borðað að vísu mjög góðan mat. Maður var alveg búin þegar við komum heim, en við ætluðum að fara á Players en það var svo leiðinlegt að maður var dottin úr öllu stuði. Maður fer ekki aðra svona ferð.
Það er að styttast í Barselona ferðina einnig er ég að spá í að fara í afmæil til Tooriveja á Spáni í Okt hjá Óskari vini mínum, maður er að skoða þetta.
Ég verð að vera duglegri að blogga annas verður maður svo styrður í skrifunum.