Sunday, October 08, 2006

Sunnudagur 08.10

Hæ.
Nú er ég bara búin að taka það rólega í dag. Ég fór á tvo fundi í morgun og hitti nokkra vini mína , og fékk fréttir úr mínum gamla og góða heimabæ. Ég er búin að vera að undirbúa mig undir næstu viku en ég veit að hún verður dálítið strembin!!!. Það er komin dálítil pressa á að fara taka skrefin til fulls í þeim málum sem ég hef verið að hugsa um og vinna í. Ég reikna með að fara á fundi með stórum fjárfestum í næstu viku svo að maður verður að vera svolítið vel undyr búin. Vikan hjá mér er búin að vera svolítið skrítin, margt sem hefur komið uppá, sem vekur upp ýmsar spurningar hjá mér og í kvaða stöðu ég er komin eiginlega og á hvaða stað ég er með framtíðinna ég verð að fara að ákveða mig. Það hljóta að koma svör í þessari viku. Ég er komin á fullt í að kynna mér pólitíkinna og setja mig inn í málefni flokksins, og geri mér grein fyrir að það er á brattan að sækja fyrir okkur Frammsóknarmenn. Mér finnst þessi umræða ekki vera makleg eins oh hún hefur verið og þá síst frá mönnum innan samstarfsflokksins, mönnum eins og Guðlaugi Þór og fl. mönnum sem eru að reyna að pota sér á toppinn sama hvernig þeir fara að því.....

Ég er farin að vinna meira með myndavélina heldur en ég gerði það var rosalega gaman og gagnlegt þetta námskeið sem ég fór á hjá Hans Petersen. Fullt af fýdusum sem ég lærði ...gaman af því... set myndir inn eftir að ég er búin að æfa mig meira he he he

No comments: