Tuesday, October 31, 2006

Þriðjudagur 31.10

Góða kvöldið.Í dag hefði bróður minn hann Matti orðið 52 ára ef hann hefði lifað blessaður. Matti var ljúfur og blíður maður sem var sjálfum sér vestur, hann hafði slæmum herra að þóna. Annas er það að frétta hjá mér, er að ég og Sirrý erum að fara til Barselona á föstudaginn og verðum yfir helgina. Eftir þessa ferð verður farið í fulla vinnu að ganga frá samningum um fluttning og leita að skipi sem hentar, ef endanlegur samningur næst en það er dálítið í land. Það er erfitt að eiga við þetta kerfi allt saman. Í vinnunni hjá mér er búið að vera brjálað að gera við erum að vinna mikið fyrir Færeyjar, það vekur upp miklar minningar hjá mér þegar ég heyri í þeim (Færeyjingum) þegar ég var að sigla þar úti. Mér leið svakalega vel þar úti vinalegt og gott fólk sem ég kynntist þar og mikil rólegheit þar.

No comments: