Sunday, October 22, 2006

Sunnudagur 22.10.2006

Til hamingju með fyrsta hvalin..... í öll þessi ár. Það er löngu tímabært að hefja hvalveiðar að mínu mati. Það raskar öllu lífríki að veiða ekki þessar skepnur. Ég er mest hissa á hvessu stjórnvöld eru fámál við að svara þessum þjóðum , sjá t.d. Bandaríkin, þjóð sem drepur mest af öllum á jörðinni hvali, og Bretar sem dæla mengun frá kjarnorkuverinu í Dunray út í hafið síðan berst þessi mengun upp að swtröndum Noregs og síðan að heimskautinu og aftur hingað og að Grænlandi. Þessar þjóðir eru að mótmæla hér við land, bara rugl. Við eigum að nýta auðlindir okkar hvort það sé á hvölum eða öðru ekki spurning. Og við egum líka að kippa kvótakerfinu úr sambandi ekki spurning með því fáum við allan afla í land og gerum úr honum peninga í stað þess að henda 50 % af aflanum aftur í hafið.
En annas er bara gott að frétta af mér og mínum nema að hér heima liggur konan og dótturinn veik og ég og drengurinn minn erum einir hér heima í lagi og reynum að halda Sölku litlu selskap. Svo í næstu viku vonast ég eftir loka svari varðandi strandsiglingarnar og ef það verður jákvætt vonast ég eftir að þær hefjist um áramót.
Í síðustu viku var slegið steypu-met í Einingarverksmiðjunni aldrei frá stofnun hennar.hefur verið steypt úr miklu magni af steypu í mót það var hrært 251 hræra í steypustöðinni og aldrei verið hrært jafn mikið. Við erum löngu búnir að sprengja öll met í framleiðslu, í ágúst vorum við búnir að slá metið síðan í fyrra sen það var met ár hjá verksmiðjunni samt sem áður. Það er gaman að vera þátttakandi í svona vertíð og þegar vel gengur, en samt er maður farin að eldast og getur ekki staðið eins lengi í baráttuni eins og áður he he he en svona er þetta líf.
Það stittist í Barselona ferðina það verður fín afslöppun, fyrir BNA ferðina í desember, en þá verð ég burðardýr hjá Sirrý og möggu he he he he en það er spennandi að fara þangað mig hefur alltaf langað að fara þangað.

No comments: