Wednesday, May 31, 2006

Skrítin dagur ????

Sæl og bless.
Þetta var dálítið skrítin dagur fyrir mig að öllu leiti. Í fyrsta lagi var hringt í mig og mér boðin samningur í máli sem ég er með í lögfræði innheimtu, ég átti í raun ekki von á að þetta myndi gerast og var ofsalega ánægður og vonandi heldur þetta alla leið. Í öðrulagi hringdi annar maður í mig og var að biðja mig um upplýsingar um kerfi sem ég er búin að vera að byggja upp sem notast fyrir skip í millilanda siglingum, og er hugmyndin að breyta þessu aðeins og selja þetta kerfi í Austurlöndum þetta er eitthvað sem ég hefði ekki þorað að vona að myndi gerast og að einhver myndi vilja skoða þetta kerfi en ekki kerfi sem stórar verkfræðistofur hafa gert, ég er mikið montinn yfir þessu. Síðan er verið að pressa mig í vinnunni mini að gera fastan samning en ég er ekki alveg tilbúin, ég er enn að hugsa, en það er svo skrítið að ég fæ altaf tækifæri á að fresta samningum. Það er svolítið skrítið vegna þess að ég er ekki alveg búin að gera mér fulla grein fyrir hvað ég vill ég held líka að það sé eitthvað annað að koma upp í hendurnar á mér núna á næstu dögum. Í þriðja lagi ganga viðræður um nýjan borgarstjórnar meirihluta mjög vel og minn maður er að standa sig mjög vel í þeim viðræðum eins og honum er von og vísa.
Síðan vil ég óska bræðrum mínum Eyleifi og Kristjáni hjartanlega til hamingju með afmælin í dag. Ég fór einnig upp á Skaga í gær og hitti marrga af mínum gömlu vinum og var það ofsalega gaman, einnig hitti ég bróður minn frábær dagur líka í gær he he he.

Svo er sagt að Guð sé ekki til??

Sunday, May 28, 2006

Til hamingju Björn Ingi

Heil og sæl.
Við náðum að halda Birni Inga inni þrátt fyrir að að okkur er vegið úr öllum áttum. Mér finnst það svolítið merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera óheiðarlegur í sínum áróðri þeir hafa ekki tekið neina ábyrð á því sem þeir hafa gert í Ríkisstjórinni og reynt að koma öllu sem heytir viðkvæm mál yfir á okkur. Mér finnst að rödd okkar Frammsóknarmanna ekki heyrast næjilega mikið. Okkur vantar að auglýsa meira hvað við erum að gera í landsmálunum. Við leifum Sjálfstæðisflokknim að valta yfir okkur endalaust án þess að bera hönd fyrir okkur.
Hér heima vorum við með kostningavöku, og til okkur komu gestir og vorum við að víja nýja grillið mitt. ég var með rosa veislu meira að segja Bjössi tengdasonur var svo saddur að hann varð að raka af sér hárið ha ha ha ha ..... Litlu skvísurnar mínar komu til okkar og það var ofsalega gaman af þeim, þær eru svo ofsalega kátar og skemmtilegar. Amman verður alveg fránumin þegar þær eru hér hún er svo mikil barnakelling!!!!. Við fórum svo á kostningavökuna hjá mínum mönnum og vorum svo á jamminu til kl 0300 en þá var ég búin á því. Ég var svo þreyttur að við fórum þá heim. Ég kommst einu sinni ekkki á fund í morgun ég svaf yfir mig haldið þið að það sé....

Friday, May 26, 2006

Nú styttist í úrslitin.

Góðir frammsóknarmenn.
Nú er farið að styttast í að við fáum að sjá hvernig þetta fer hjá okkur, ég hef fulla trú á okkar manni hann er að bera af í öllum viðtölum og er með bestu frammkomuna og allt. Annas er bara gott hjá mér að frétta ég var að kaupa mér risa grill og nú get ég grillað fyrir alla ættina í einu ha ha ha .... Sirrý ætti að verða ánægð þegar hún sér grillið það er risa risa stórt eitthvað sem hún hefði ekki valið hehehehhehe.
Annas er það að frétta hjá henni að hún er að fara í skóla í haust rosa gott hjá henni hún fer í fjölbraut í Ármúla og ætlar að taka sjúkraliðan frábært hjá henni. TIL HAMINGJU SIRRÝ ég er stoltur af þér að drífa þig.
Ég fer snemma að vinna og ætla að reyna að vera búin um hádegi og síðan fer ég að hringja út og fylgja eftir þeim sem ég er búin að smala á kjörstað og stiðja okkar mann. Ég ætla síðan út á jammið annað kvöld og hitta félagana og gleðjast með þeim. svo er það golf á sunnudagsmorgun hress og kátur með úrslitin eins og vera ber. og svo er starfið hjá mér eftir hádegið brjálað að gera hjá manni sem er bara gott. Ég reyni að halda eitthvað út framm eftir nóttu hehehehehehhe

Munið bara að kjósa rétt EX BÉ !!!!!
Komum Birni Inga í borgarstjórn

Wednesday, May 24, 2006

Ekki frí

Hæ.
'Eg er búin að vera að vinna á fullu, þannig að ég er ekkert búin að vera að nenna að skrifa neitt. Hjá mér er mikið að snúast vegna þess að ég er að taka við öðrum sal, þess vegna verð ég að koma mér inn í það vel. Það er mikið um rýningu á teikningum sem bætist við mína vinnu sem fyrir er. Maður verður að kunna að rýna teikningar svo maður geti leiðbeint öðrum. Þetta er mjög spennandi og krefjandi fyrir mig þar sem ég hef aldrei lesið teikningar og kann lítið um steypu og annað, en ég er búin að læra svolítið um steypu í dag, en kunni ekkert þegar ég byrjaði.
Annas var slæmt slys hjá mér í dag, það fór maður með höndina í vélsög og fór í tvo fingur, slæmt sár það er aldrei of varlega farið því miður. Ég er að vinna aðeins með framsóknarflokkum. Það er rosalega skemmtilegt mig hefur aldrei órað fyrir því. Ég vona að þið kjósið X-B á laugardaginn Ég get ekki séð að það sé þess virði að eyða atkvæðinu sínu á aðra.

Kjósum Frammsóknarflokkinn nú í sveitarstjórnarkostningum.
Fólk sem þorir.

Sunday, May 21, 2006

Sunnudagut til sælu















Fallegar frænkur maður getur ekki verið annað en montinn















Mynda konfegt finnt ykkur ekki?


Í morgun fór ég á fund og í dag ætla ég að slappa af og láta vinnuvikuna líða úr mér. það er rosalega notalegt að vakna snemma á Sunnudögum og byrja á því að fara á öflugan fund eins og eru í Héðinshúsinu. Þarna eru öflugust og einlægustu fundirnir mínir. Í kvöld ætla ég að fara í bío og sjá mynd sem ég er búin að bíða lengi eftir. En í dag er ég að spá í að keyra upp í Skorradal og heimsækja vinafólk mitt. En þau eru að reysa sér bústað þarna upprá. Einnig er Sævar Matt að byggja bústað í Svínadalnum. Það er gaman að skreppa eitthvað og slaka á, ekki veitir af fyrir svona stress bolta eins og mig.

Það er notalegt að hafa Magnús minn hjá mér hann er svo yndislegur þessi vinur, hann er að tölva sig þessi vinur en honum finnst of mikið rok í Golf ha hja ha ha .................. ¨" Hann nennir ekki "........

Friday, May 19, 2006

Annir og erfiði

Sæl öll sömul.
Hjá mér er búið að vera mjög mikið að gera, en í dag er ég ekki með fullt páver vegna þess að Sylvía Nótt náði ekki áfram því likir asnar að vilja hana ekki áfram. Þessi stelpa er æðisleg og einn mesti lystamaður okkar Íslendinga, svo þegar hún kemur út er hún ekki virt þvílígt hneiklsti. En ég er búin að vera í tveimur atvinnutilboðum í dag, (á sjónum) ég ætla að svara eftir helgi. Annað þeirra er dálítið spennandi en ég ætla að ákveða mig um helgina. Annas er bara allt fínt að frétta ég var að passa Sölku í gær yfir Eurovision og svo fórum við að lúlla enda átti ég að mæta í vinnu kl 0500. Hún var æðislega góð þessi elska, en þetta er í fyrsta skipti sem hún fer í pössun þessi elska. Síðan voru Gunni og Erna í mat í gærkvöldi. Ég hitti Ragnar vin minn líka og hann var með góðar fréttir handa mér varðandi peningana mína þetta er allt að skýrast. En ef það gengur eftir að ég fái það greitt þessar milljónir verð ég mjög glaður. Þá fer maður og fær yl í sig einhverstaðar.

Monday, May 15, 2006

Hæ hæ

Nú er ég loks búin að ákveða mig... Ég er ákveðin að fara á sjóinn aftur, minn tími í landi er ekki komin enn. Ég er að skoða nokkur störf sem eru í boði en ég ætla að vanda mig núna. Mig langar að fara í lang-fragt í tvö til þrjú ár og skoða víðar um heimin. Ég held að ég sjái eftir því ef ég geri það ekki. Mig hefur oft langað að fara til framandi landa, og best væri ef maður getur gefið aðeins af sér í leiðinni. Annas er ég bara góður og mér er létt svolítið,, þetta er búið að liggja svolítið á mér og ég hef ekki verið ánægður með marga hluti svo að ég tek þessa ákvörðun nú. Ég var í grilli hjá Möggu og Skúla og litla sílið hanns afa (Kamella Stjarna) var vakandi og hún varð alveg vittlaus þegar hún sá afa sinn og kúrði í kjöltu minni þessi elska. Svo kom kóngurinn sjálfur Magnús Máni hann var í afmæli, ég er ekki búin að sjá hann í nokkra daga þar sem hann var í Ólafsvík hjá ömmu Hrönn í heimsókn ég saknaði hanns mjög mikið, við erum ótrúlega tengdir og það er bara yndislegt. Spánarfararnir koma á miðvikudag það er búið að vera mjög gaman hjá þeim og búið að vera allavega veður en samt mest æðislegt veður 22-25 stiga hiti og sól. þetta er orðið nóg í bili maður fer snemma að vinna best að fara að sofa í hausin á sér ég bið góðan Guð að vernda alla.

Sunday, May 14, 2006

Dekur dagur

Góðan daginn.
Ég er búin að vera að dekra við sjálfan mig. Ég er búin að fara á fund kl 0900 í morgun þar sem ég kom með afmælisköku í tilefni af 3.ára afmælinu mínu. Síðan fór ég einn golfhring en ég fékk svo mikið hælsæri að ég er alveg að drepast í löppinni ... síðan er ég bara búin að slappa af og vera með sjálfum mér og íhuga margt sem liggur á hjarta mínu. Síðan er ég búin að vera að vinna í starfinu (12.spor) . Í kvöld komu svo Íris og Bjössi ásamt Sölku litlu í mat til mín, við grilluðum kjúlla og svo var æðislegur desert ummm. Núna er ég að þvo og sansa fyrir vikuna þar sem ég er einbúi hehehehe. Nei lífið er yndislegt!!!

Thursday, May 11, 2006

Afmælis dagur okkar Kamellu Stjörnu.

Góða kvöldið.
Í dag eigum við Kamella Stjarna afmæli, Hún er eins árs þessi elska , og ég á 3. ára edrúafmæli. Þessi ár mín án áfengis eru mér mjög mikils virði og mér hefur aldrei liðið svona vel í hjarta mínu. Ég hef aldrei farið í eins mikla sjálfsskoðun á æfinni minni. Þettað prógram er algjör snild og ættu í raun allir að skoða þettað prógram þetta er svo mikil mannrægt að það er ótrúlegt . Sumir segja að það ætti að kenna þetta í skólum landsins, ekki ætla ég að dæma um það en gott er það fyrir þá sem eru með þennan sjúkdóm og vilja halda honum niðri það er víst.
Ég hélt upp á dagin með því að fara á fund í kvöld ,og síðan fór ég í afmælis kaffi hjá dóttur dóttur minni og fékk ég kræsingar þar, en hún var sofnuð þessi elska. Að öðru leiti er dagurinn búin að vera góður byrjaði snemma og hætti seint að vinna, Ég er að vinna að verkefni ásamt Gretari og Jóni framleiðslustjóra í því að koma á bónuskerfi í fyrirtækinu og er sú vinna langt komin hjá okkur og er næsta skref að fara að keyra þetta hjá okkur, það verður spennandi.
Spánarfararnir eru búnir að hafa samband og gengur bara vel hjá þeim og er veðrið mjög gott og láta þær vel af sér.

Tuesday, May 09, 2006

Fallegur dagur

HALLÓ.
þettað er búið að vera svolítið skemmtilegur dagur fyrir mig. Ég byrjaði dagin á því að mæta í vinnu kl 0500 og síðan fór ég á fund með öllum stjórnendum frá kl 0900 til 1045. Síðan fór ég til miðils og það var svolítið magnað. Ég var alveg hissa á því sem þar kom fram maður getur ekki rengt að það sé líf eftir dauðan allavega komu þar framm hlutir sem engin getur vitað um né maður getur ekki úmindað sér að einhverjum detti í hug að skálda þetta allt upp. Alveg frábært.
Ég hætti í vinnunni kl 1600, en þá fórum við Magnús Máni einn golf-hring það var ofsalega skemmtilegt þetta var fyrsti golf hringurinn á sumrinu "frábært" Ég var alveg hissa á hvað maður gat slegið he he he. Síðan fór ég á tvo fundi í kvöld einn aa-fund og einn oa- fund þannig að þetta er orðin svolítið langur dagur núna. Ég hef ekkert heyrt í Spánarfaörunum það hlítur að vera svo gaman hjá þeim en ég er búin að frétta að veðrið er búið að vera mjög gott síðustu daga.

Sunday, May 07, 2006

Sjóstöng

Gretar er liðtækur á grillinu sýnist ykkur það ekki.

Hagnús Máni að stýra fyrir afa sinn.


Svo er maður svo fiskinn!!!


Þarna eru hantök sem áður hafa verið tekin sýnist manni Gústi og Bjarni á fullu.

Af hverju fæ ég ekki neitt gæti Atli verið að hugsa.


Hæ.
Við fórum á sjóstöng, allir úr vinnunni minni. Ég fékk lánaðan bát hjá Gunna Leif vini mínum. Veðrið var alveg frábært nema að það kom útlögn seinnipartin. Fiskiríið var mjög dapurt vegna þess að við höfðum engan dýptarmælir. Drengurinn minn kom með mér hann fiskaði hlutfallslega mest þessi vinur af 5 fiskum fékk hann 2 það lofar góðu hjá honum. Hann hafði svo gaman af deginum og var vel útitekin og sæll. Síðan bauð afin uppá pizzu og smá í tölvunni. Þannig að dagurinn var fullkomin hjá honum. Annars er bara allt fínt að frétta vikan er dálítið stembin frammundan en samt bara gaman það er svo gaman og gott fyrir mann sjálfan að gefa aðeins af sér og hjálpa öðrum.

Thursday, May 04, 2006

Hann er dálítið vel við vöxt þessi ætli hann sé frændi minn

Sjáið skepnuna ... þetta er svo montið ha ha ha Gunni vinur minn Hrafns ánægður með fyrsta fisk ársins Enda er hann Frammsóknar maður við ætlum að kjósa EX-Bé vinirnir

Nú er ég veikur

Hæ hæ.
Nú er kallinn að verða vitlaus (Verri) ég fékk að prófa stóran krossara í dag og viti menn, ég "VERÐ"að fá mér hjól. Þetta eð geggjað adrenalín kikkið er ekkert smá ha ha ha ha, strákarnir í vinnunni voru alveg hissa hvað ég var klikkaður á hjólinu þessi líka hlunkurinn he he he. Annas er bara allt gott að frétta ég er bara hress, ég heyrði aðeins í konunni úti á Spáni hún er búin að vera í roki og rigningu í dag og í gær hana langaði bara að koma heim. Ég er í þessu sama í brjálaðri vinnu náttúrulega eins og endra nær. Kannski er ég að fá greidd launin mín sem ég átti útistandandi það er smá von um það þá verður fjör hjá mínum. Annars er ekkert annað hægt að gera en að bíða.....
Ég verð að fara að sofa, og bég góðan Guð að vernda ykkur og blessa.

p.s Gunni vinur minn ekki vera svona montinn með einhvern titt sem þú loksins færð

Tuesday, May 02, 2006

Þá er öllum frídögum lokið í bili

Hæ.
Góðan daginn þá er alvaran tekin við aftur, byrjaði að vinna kl 0500 og var að koma heim núna. Í gærkvöldi fór ég á fund sem var sæmilegur en ekki meira en það. þar hitti ég Stefán vin minn Magnússon og áttum við mjög gott spjall. Hann er alltaf jafn hress þessi vinur. Ég fer snemma að sofa í kvöld mikið að gera á morgun, ég þarf að viða að mér ýmsum upplýsingum varðandi mál sem ég er að vinna að sem er mjög spennandi. Annað sem gaf mér mjög mikið við grilluðum saman ég og dæturnar og áttum mjög góða stund saman. Það var rosalega gaman.. En eitt skulum við gera við skulum kjósaEX BÉ flokkinn ég hef góða tilfynningu fyrir Binga vini mínum og ég skora á ykkur að kjósa Frammsókn í Reykjavík.

Monday, May 01, 2006

1. maí

Góðan daginn.
Við erum bara búnir að vera að dúlla okkur vinirnir. Við vorum að horfa á sjónvarpið til kl 0200. Og síðan vöknuðum við og afinn sansaði morgunmat handa drengnum sínum ,og síðan ætlum við að fara að dúlla okkur eitthvað saman. Magnús fer aðeins í tölvunna og afin að taka til. Síðan kemur maður til mín kl 1300 og verðum við að fara yfir gögn eitthvað framm eftir degi ..... það er verið að spá mikið þessa daganna. Annars er bara allt gott að frétta af mæðgunum úti á Spáni en ég held að þeirri yngri sé nú ekkert ofsalega sæl með Benidorm en annars bara allt gott ágætis veður hlítt en þær brenndust aðeins í gær skilst mér.
Við förum kannski niður í bæ vinirnir ef tími vinnst til ammars er okkur boðið í mat í kvöld í grill og ekki veitir af he he he he. Síðan er farið á fund í kvöld.