Saturday, June 24, 2006

Hlustaði á hjartað

Hæ hæ.
Ég hlustaði á hjartað mitt í dag. Ég ætlaði að sigla af stað til Svíþjóðar en ég fékk mig ekki af stað. Það var biluð sjálfstýring og fl og mér leist ekkert á stöðina og sló ferðina af af minni hálfu. Það er eitthvað sem mér líkaði ekki við að fara af stað núna ég veit ekki hvað það er. En að öðru leiti er ég búin að taka það rólega í dag og slaðppa af eftir mitt fyrsta golfmót. Já ég tók þátt í golfmóti í gær he he he .... Þ.G. verk bauð í golfmót ó við fórum 4. af stað og einn af okkur gerði það bara gott vann nándarverðlaun á 3. braut. Mér gekk sæmilega eftir að ég náði úr mér stressinu. þetta var bara gaman, og ég er komin með golfbakteríuna. konan ekki ánægð he he he he

Wednesday, June 21, 2006

Loksins er farið að sjá í þá gulu.

Hæ hæ.
Nú er loksins farið að sjá í þessa gulu. Það er búið að vera frábært veður. Vitiði ég skráði mig í mitt fyrsta golf mót í dag. Er maður ekki brattur he he he he ....., Annas er það að frétta hjá mér að það er alltaf jafn klikkað í vinnuni ég hef verið að mæta frá kl 0500 og verið að vinna framm yfir miðnætti. En ég er að fara að laga þetta hjá mér, og reyna að minka þetta hjá mér. ég er nefnilega að fara að leggjast í Golf íþróttina ef mér gengur vel í þessu fyrsta móti he he he. ég er að stefna á að sigla um næstu helgi .. á maður kannski að taka kylfurnar með góð spurning´???. Íris og Bjössi voru að fá sér einn Fókus bíl til hamingju með það elskurnar gott hjá ykkur. En best að fara að sofa í hausin á sér, blogga síðar.

Sunday, June 18, 2006

Til hamingju Ísland

Salka er alltaf brosandi
Kamilla vinnukona, þessi stúlka verður mjög athafnasöm held ég, og kemur til með að hafa skoðanir á hlutunum.

Ég er rosalega fín í kjólnum sem Afi keypti í Danmörku áður en ég fæddist smekkmaður hann Afi.

Salka að fagna 17.júní í fyrsta skipti með Afa og Ömmu og Mömmu í miðbænum maður verður að vera með fána.

Svona lítur fleyið út í dag sem ég ætla að sigla til Svíþjóðar. Það er svolítið eftir áður en hægt verður að fara.

17 Júní 2006.

Ég er búin að njóta dagsins vel. Ég er búin að vera að hvíla mig og njóta þess að vera í fríi. Við fórum í smá stund niður í miðbæ seinnipartin og löbbuðum aðeins með barnabörnin það var bara mjög gaman. Ég fór að hitta Helga Þór vin minn en hann er að smíða á fullu í bátnum en eitthvað frestast brottför það er svolítið eftir. Síðan komu til okkar gestir og við grilluðum Humar og bara næs. Síðan í kvöld er litla skvísan okkar hún Salka í pössun hjá okkur móðirinn er dálítið stressuð í bænum hún er hrædd um að gamla settið kunni þetta ekki he he he he

Thursday, June 15, 2006

hæ hæ

Ég er búin að vera svolítið latur við að skrifa undanfarið. Það er vegna þess að það er svo mikið að gerast hjá mér. Ég er að undirbúa siglinguna til Svíþjóðar svona í hjáverkum. Það er að mörgu að hyggja í svona ferðalagi ekki á stærri bát en þetta. Bandaríkjamaðurinn sem kemur með okkur kemur til landsins 17 júní. Siglinga áætlunin er þannig að við förum til Thorshafn síðan til Leirvíkur og þaðan til suður Svíþjóðar. Síðan er ég að skipuleggja ferð til Portugals í Ágúst í 2-3 vikur ef ég fæ fararleyfi he he he. En Portúgalarnir sem ég vinn með eru að skipuleggja svaka hátíð í Ágúst ef ég kem í Lissabon það verður ábyggjilega frábær ferð. Annas er alltaf jafn mikið um að vera hjá mér í vinnunni ég er að koma mér inn í viðbótina, og það gengur bara vel.
Ég ætla að reyna að skrifa inn á bloggið hjá mér á leiðinni og senda frá Færeyjum og Shjatlandseyjum og síðan við Danmörku og þegar við komum til Svíþjóðar allavega koma myndir úr ferðinni. kem með meira sinna.

Saturday, June 10, 2006

TIl hamingju Sjómenn með daginn

Góða kvöldið.
Ég var að segja við Sirrý að einhvern tíman hefði verið meira um að vera á þessum degi en nú er. Ég man þegar við vorum upp á Akranesi var oft mjög mikið um að vera og mikið fjör. Ég var í nokkur ár formaður sjómannadagráðs á Akranesi og oft þurftum við að reyna að rífa þennan dagupp úr lægð, það er eins og allir vilji láta mata sig af allri afþreyingu og ekkert gefa af sér."Furðulegt" mér finnst þessi dagur vera farin að snúast um fjáröflun og verslun heldur en það sem hann var ætlaður til. Nú eru pólitíkusar farnir að nota hann til að reyna að koma sjálfum sér á framfæri og og sína þá hrægsni sem þeir gera og hafa. En þegar þarf að beita sér í málefnum sjómanna og hagsmunum þeirra sjást ekki þessir sömu menn og láta lítið fyrir sér fara.
Ég var að skoða heimasíður barna - barna minna, maður er hættur að sjá þessar elskur, maður verður að skoða þær á netinu. Það er ofsalega gaman að sjá hvað stelpurnar mínar eru duglegar að setja inn myndir og uppfæra síðurnar. Takk fyrir það elskurnar....

Friday, June 09, 2006

Þreyttur

Hæ hæ.
'Eg er hálf þreyttur núna. eg er búin að taka að mér meiri stjórnun í fyrirtækinu, svo að í nokkra daga verður dálítið erfitt hjá mér á meðan maður er að koma þessu inn hjá manni. En að öðru, ég og Sirrý fengum báðar stelpurnar og börnin þeirra í mat í kvöld. Sirrý var með svaka veislu en því miður komsr ég ekki í tæka tíð.
Nú er fótboltin byrjaður svo að það verður bara veisla hjá manni frammundan, ég held með Braselíu og Þýskalandi einnig held ég að Króatar komi svolítið á óvart. Það er að stittast í siglinguna út hjá mér, en ég stefni á að fara um 15-16 af stað. Ferðafélagar mínir eru orðnir mjög spenntir, en mig hvíður svolítið fyrir. Það er voða vont fyrir mig að fara núna, þar sem ég var að semja um kaup og kjör, og er ég ekkert ósáttur við þann samning. Ég skrifa meira á morgun
Kær kveðja
Einar Vignir Einarsson

Tuesday, June 06, 2006

Kóngurinn spilar

hæ.
Ég sit hér heima rosalega öfundssjúkur út í þá sem eru á tónleikunum með Bubba Mortens. Ég reyndi og við reyndum (Bjössi minn aðalega)að fá miða á tónleikanna. Þetta er bara snillingur þessi maður og frábært hvað hann vex og vex ætli það sé út af líferninu sem hann lifir ég hef trú á því, maður er með allt í botni hér heima og Sirrý er alveg að ærast hahaahaaha. Þetta er bara frábært. Annas er bara allt gott að frétta ég er búin að vera að skoða gleraugu þetta verð er rugl. 80.000 kr maður týmir þessu varla en ég er búin að tapa svo mikið sjóninni minni að ég verð.....!!!!!!!
Ég er líklega að semja um öðruvísi vinnutilhögun og meiri ábyrð. Það er bara ákveðin áskorun fyrir mig að taka það að mér en samt er hafið að toga í mig, mig langar að fara að sigla aftur enda kem ég til með að semja þannig að ég geti farið með það í huga.
Annas er mesta sjokkið það eru fréttirnar úr flokknum í gær, ég skil ekki hvað er í gangi eiginlega. Ég vona að Guðni Ágústsson eða Björn Ingi Hrafnsson taki við formennsku í flokknum og leiði okkur til sigurs í næstu kostningum. Ég er sanfærður um að við náum upp aftur fylgi og meiri krafti.

Saturday, June 03, 2006

Stuttur Framsóknarstuðningur

Hæ hæ.
Nú verð ég að játa að ég er hættur að skilja mína menn, Ætlar Finnur Ingólfsson virkilega að reyna að pota sér á þing aftur. Er hann ekki búin að sína hvað í honum býr, ég er hættur stuðningi við Frammsóknarflokkin ef af þessu verður. Ég ætla ekki að ergja mig yfir þessu fyrr en ég sé þetta.
Annas er bara allt gott að frétta hjá mér, maður er komin í langt frí eða þannig, allavega er maður í fríi fram á þriðjudag. Við ætlum að fara eitthvað austur fyrir fjall að keyra og kannski smá í golf. Fið erum að fara að græja okkur út að hjóla núna, við erum bara að bíða eftir að það fari að rökkva svo að fólk fari ekki á límingunum að hlátri þegar við komum hjólandi um kverfið.