Saturday, June 10, 2006

TIl hamingju Sjómenn með daginn

Góða kvöldið.
Ég var að segja við Sirrý að einhvern tíman hefði verið meira um að vera á þessum degi en nú er. Ég man þegar við vorum upp á Akranesi var oft mjög mikið um að vera og mikið fjör. Ég var í nokkur ár formaður sjómannadagráðs á Akranesi og oft þurftum við að reyna að rífa þennan dagupp úr lægð, það er eins og allir vilji láta mata sig af allri afþreyingu og ekkert gefa af sér."Furðulegt" mér finnst þessi dagur vera farin að snúast um fjáröflun og verslun heldur en það sem hann var ætlaður til. Nú eru pólitíkusar farnir að nota hann til að reyna að koma sjálfum sér á framfæri og og sína þá hrægsni sem þeir gera og hafa. En þegar þarf að beita sér í málefnum sjómanna og hagsmunum þeirra sjást ekki þessir sömu menn og láta lítið fyrir sér fara.
Ég var að skoða heimasíður barna - barna minna, maður er hættur að sjá þessar elskur, maður verður að skoða þær á netinu. Það er ofsalega gaman að sjá hvað stelpurnar mínar eru duglegar að setja inn myndir og uppfæra síðurnar. Takk fyrir það elskurnar....

No comments: