Sunday, April 08, 2007

Sunnudagur 08.04.2007 Páskadagur

Gleðilega Páska öll sömul.
Ég er búin að slappa mikið af um helgina. Ég er búin að vera heima og verið að vinna að mínum hugðar efnum.... Annas er bara allt fínt að frétta hjá okkur hér heima, ég er búin að vera að fara á fundi og rægta á mér hausinn en Sirrý er búin að vera að vinna. Í morgun fór ég með páska egg handa Sölku og í gær fengu Kamilla, Magnús,og Vignir Sigur sín páska egg frá Ömmu og Afa enda sést það á myndunum sem eru teknar i morgun he he he he.
Ég fór á afmælisfund hjá AA samtökunum á Föstudaginn langa það var gaman að hitta alla þá sem maður er búin að kinnast þar. Það var ágætis fundur en ekkert meira en það. Mig fannst vanta að ræða svolítið um lausnina sem AA-bókin bíður uppá.
En í morgun fór ég á mikinn og góðan fund í Héðinshúsinu mjög kraftmikinn fund. Í dag ætla ég að fara í göngutúr og rægta aðeins hugan og líkaman og gera eitthvað gott fyrir mig.

Ég hef verið að hugsa um þessi framboð sem eru komin fram til Alþingiskostningana. Ég er svolítið hissa á Bubba Morteins að láta hafa sig í svona mál, mér finnsst Bubbi miklu eftirtektar meiri hann sjálfur og eins og hann er heldur en að fara í svona mál. Hann er það sterkur karegter að hann á ekki að blanda nafni sínu við stjórnmálaöfl enda er það á móti þeim boðskap sem hann hefur verið að boða í lögum sínum og framkonu. En tímarnir breytast og mennirnir með......
Það mer allra góðra gjalda vert að berjast fyrir nátturuvernd og allt það, en það er hægt að gera það á annan hátt en að fara í stjórnmálaflokk. Menn eins og Bubbi og Jakob Frímann hafa svo margt annað að bjóða og miklu kraftmeira og áhrífaríkara heldur en að berjast í stjórnarandstöðu sem engu fær breytt og engu getur komið áfram. Það er miklu meira tekið eftir þessum persónum utan stjórnmála afla að mínu mati.

Tuesday, April 03, 2007

Þriðjudagur 03.04.2007

Hæ allir.
Þá er búið að ganga frá miðunum fyrir Magnús Mána en það kom svolítil uppákoma og til stóð að hann kæmist ekki fyrr en þann 14.júní út til okkar í sumarfríið en það slapp.

Ég er forviða yfir úrslitum kostningana í Hafnarfirði. Ef það verður raunin að allt fari svona varðandi stóriðju og önnur atvinnumál hér á landinu ef þessir vinstri flokkar komast að bíð ég ekki mikið fyrir að búa hér á landi eftir 2-3 ár. Það mætti halda að þetta blessaða fólk ætlaði að lifa á loftinu, "makalaust "dæmi hjá þeim. Ég vil skora á fólk að kjósa Framsóknarflokkinn til að varna því að þessir svokallaða stjórnar andstaða komist ekki til valda. Íslenst þóðfélag má ekki við því að fá svona stjórn núna. Ef við ætlum að lifa hér áfram og halda þessari útrás áfram. Ef við hleipum vinstri flokkum að þá hverfa bankar og önnur stórfyrirtæki burt af landinu og koma ekki aftur. Þessi fyrirtæki hafa komið sér vel fyrir á erlendri grund svo að eftir situr Ögmundur , Kolbrún og Steingrímur og bíða eftir einhverju öðru sem kemur í staðinn. Þetta fólk veit ekkert um hvað þau eru að tala og hafa aldrey difið höndinni í kalt vatn.
Jón Sigurðsson var maður með meiru að gefa það hreynlega út að Framsóknarflokkurinn myndi ekki starfa með svona flokkum sem myndu setja á stóryðju bann um óákveðin tíma.
Hann veit hvað hann singur enda mjög röksamur maður.

Sunday, April 01, 2007

Sunnudagur 01.04.2007

Hæ.
Við hjónin erum búin að eiga góða helgi saman. Við fórum í Laugar og áttum svona dekurdag sem stelpurnar okkar gáfu okkur. Það var alveg frábært að getaðp slakað vel á við vorun í 5 tíma í dekri. Síðan í dag fór ég á 2. fundi´þann fyrri kl 0900 og síðan hittumst við viðskiptafélagarnir kl 1100.
Síðan er það aðal atriðið. Kóngurinn í fjölsk. er 10 ára í dag. Hann Magnús Máni er tíu ára í dag. Þessi vinur hann er alveg perla þessi drengur. Hann er svo góður og fallegur allavega finnst mér það. Við erum svo miklir vinir og svo rosalega tengdir vinir. Hann fékk síma og helling af galdeyrir til að hafa méð sér til Spánar í Júní, en hann ætlar að koma með afa sínum og ömmu til spánar í 3. vikur í júní. Það var glæsileg afmælisveislan sem var haldin honum til heiðurs. Það verður eitthvað þegar hanm fermist he he he he he