Sunday, April 08, 2007

Sunnudagur 08.04.2007 Páskadagur

Gleðilega Páska öll sömul.
Ég er búin að slappa mikið af um helgina. Ég er búin að vera heima og verið að vinna að mínum hugðar efnum.... Annas er bara allt fínt að frétta hjá okkur hér heima, ég er búin að vera að fara á fundi og rægta á mér hausinn en Sirrý er búin að vera að vinna. Í morgun fór ég með páska egg handa Sölku og í gær fengu Kamilla, Magnús,og Vignir Sigur sín páska egg frá Ömmu og Afa enda sést það á myndunum sem eru teknar i morgun he he he he.
Ég fór á afmælisfund hjá AA samtökunum á Föstudaginn langa það var gaman að hitta alla þá sem maður er búin að kinnast þar. Það var ágætis fundur en ekkert meira en það. Mig fannst vanta að ræða svolítið um lausnina sem AA-bókin bíður uppá.
En í morgun fór ég á mikinn og góðan fund í Héðinshúsinu mjög kraftmikinn fund. Í dag ætla ég að fara í göngutúr og rægta aðeins hugan og líkaman og gera eitthvað gott fyrir mig.

Ég hef verið að hugsa um þessi framboð sem eru komin fram til Alþingiskostningana. Ég er svolítið hissa á Bubba Morteins að láta hafa sig í svona mál, mér finnsst Bubbi miklu eftirtektar meiri hann sjálfur og eins og hann er heldur en að fara í svona mál. Hann er það sterkur karegter að hann á ekki að blanda nafni sínu við stjórnmálaöfl enda er það á móti þeim boðskap sem hann hefur verið að boða í lögum sínum og framkonu. En tímarnir breytast og mennirnir með......
Það mer allra góðra gjalda vert að berjast fyrir nátturuvernd og allt það, en það er hægt að gera það á annan hátt en að fara í stjórnmálaflokk. Menn eins og Bubbi og Jakob Frímann hafa svo margt annað að bjóða og miklu kraftmeira og áhrífaríkara heldur en að berjast í stjórnarandstöðu sem engu fær breytt og engu getur komið áfram. Það er miklu meira tekið eftir þessum persónum utan stjórnmála afla að mínu mati.

No comments: