Tuesday, April 03, 2007

Þriðjudagur 03.04.2007

Hæ allir.
Þá er búið að ganga frá miðunum fyrir Magnús Mána en það kom svolítil uppákoma og til stóð að hann kæmist ekki fyrr en þann 14.júní út til okkar í sumarfríið en það slapp.

Ég er forviða yfir úrslitum kostningana í Hafnarfirði. Ef það verður raunin að allt fari svona varðandi stóriðju og önnur atvinnumál hér á landinu ef þessir vinstri flokkar komast að bíð ég ekki mikið fyrir að búa hér á landi eftir 2-3 ár. Það mætti halda að þetta blessaða fólk ætlaði að lifa á loftinu, "makalaust "dæmi hjá þeim. Ég vil skora á fólk að kjósa Framsóknarflokkinn til að varna því að þessir svokallaða stjórnar andstaða komist ekki til valda. Íslenst þóðfélag má ekki við því að fá svona stjórn núna. Ef við ætlum að lifa hér áfram og halda þessari útrás áfram. Ef við hleipum vinstri flokkum að þá hverfa bankar og önnur stórfyrirtæki burt af landinu og koma ekki aftur. Þessi fyrirtæki hafa komið sér vel fyrir á erlendri grund svo að eftir situr Ögmundur , Kolbrún og Steingrímur og bíða eftir einhverju öðru sem kemur í staðinn. Þetta fólk veit ekkert um hvað þau eru að tala og hafa aldrey difið höndinni í kalt vatn.
Jón Sigurðsson var maður með meiru að gefa það hreynlega út að Framsóknarflokkurinn myndi ekki starfa með svona flokkum sem myndu setja á stóryðju bann um óákveðin tíma.
Hann veit hvað hann singur enda mjög röksamur maður.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ Nenni minn og loksins tekst mér að commenta á þig,hef ekkert kunnað á þetta blogg þitt..en allavega finnst mér skrifin þín skemmtileg og les á hverjum degi.Vona að þú eigir góða páska og við sjáumst vonandi fljótlega..knús frá mér Björk bloggari