Tuesday, September 26, 2006

Bara rólegheit

Hæ.
Þetta var bara rólegur dagur hjá mér, það hefur ekki skeð lengi að vera komin heim úr vinnu kl 1800. Það var bara notalegt..... Ég var bara heima og var aðeins að vinna í hinu hugðarefninu mínu eða skipamálunum. Þetta potast eilítið áfram en ekki nóg. Ég fer nú alveg að gefast upp og bara að snúa mér að hlutabréfa kaupum og gambli he he he .. 'eg er að fara að birja ap vinna í kostningabaráttunni en hún er komin á fullt sýnist manni. Ég ætla að gefa mig svolítið í það núna held ég. Þegar ég kom heim var hér lítil stúlka í heimsókn og var að rífa og tæta hjá afa og ömmu svo bara brosir hún .... gaman að þessum greyjum.

Monday, September 25, 2006

Mánudagurinn langi

Hæ.
Það er búið að vera mjög viðburðaríkir dagar hjá mér undanfarið. Litla stelpan mín kom til mín á Laugardaginn og var að spyrja hvort hún mætti ekki koma til pabba í nokkra daga með litla sílið hana Sölku, ég var nú fljótur að samþykkja það gaman að fá meira líf í húsið hehehehe. En Bjössi er að fara til L.A. með hljómsveitinni að taka upp plötu og túra smá. Það er frábært að fá þau hingað en þau fá svo íbúðina sína afhenta í desember og þá fara þau aftur því miður en líklega næ ég því að halda uppá afmælið okkar saman. Síðan fórum við austur á Hvolsvöll í frábært matarboð hjá Ragnheiði og Sigurbirni og Magnús minn kom með það var rosalega gaman nema að ég var tekin á of miklum hraða það var ekki nógu gott og 10.000 kall fauk og Sirrý rosa svegt he he he he . Á sunnudagin var farið í golf með Gumma vini mínum og var spilað á Korpuvellininum. Það gekk mjög vel hjá mínum hann náttl sigraði he he he ... Einnig var farið á fund á Sunnudagsmorguninn ásamt að fara í 12,spors ferð sem gekk mjög vel...... skrítið hvað manni líður vel á eftir svona starf. Síðan fórum við Sirrý í heimsóknir um kvöldið . Síðan hófst vinnuvikan í dag af enn meiri krafti en venjulega hver er að tala um samdrátt við getum ekki séð það hjá okkur í vinnunni. Það er alltaf að koma inn hellingur af verkum sem engin átti von á.....
jæja meira um það síðar það er hellings pælingar í gangi varðandi skipakaup ásamt fleiru.
Ég skal ræða meira um það síðar.

Tuesday, September 19, 2006

Lasin heima

Hæ.
Nú er ylla komið fyrir mér ligg hér heima veikur og get ekkert gert. Sagt er að karlmenn verði ósjáfbjarga ef þeir finna til ég held að ég verði að samþykkja þessi orð sumpart. Allavega er ég ROSALEGA lasin. Ég er búin að vera með Gullfoss og Geysir í rúman sólarhring, og ég ekki búin að vera í vinnu það er skrítið... enda eru strákarnir í vinnunni minni búnir að hringja alveg hissa á því hvernig svona lítil veira geti lagt svona stóran mann hehehehe... Þeir kunna að koma orðum að því þessir vinir. Ég vona að ég komist í fyrranmálið en það er að koma mánaðarmór svo að ég þarf að ganga frá laununum. Nústittist í útboðið hjá Svaret og ætla ég að kaupa tvöfaldan hlut en samkvæmt áætlunum fer það á opnamarkaðin eftir 9. mánuði svo það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

Saturday, September 16, 2006

Stuttur dagur hjá mér.

Hæ.
Tók það rólega í dag, og hætti snemma að vinna í dag. Ég ætlaði að hjálpa til heima fyrir fyrir afmælisveisluna hjá Sirrý en nennti engu. Ég ætlaði aðeins að lesa Fréttablaðið en sofnaði með það á nefinu og svaf framm yfir kvöldmat en þá fór ég á fund. Ég átti góðan fund og mér leið svakalega vel á eftir. Ég hitti frænda minn og við áttum mjög gott spjall saman enda svolítið langt síðan sem við höfum hist. Síðan fór ég og heimsótti litla nafna minn það er alveg að verða þannig að maður geti farið að hnoðast með hann., hann er að styrkjast svo mikið og er orðin svo mikill hlúnkur he he eins og afi sinn. Magnús minn fór á Skagan og kemur á sunnudaginn þessi vinur. Kannski förum við að veiða í Þingvalla vatni vinirnir.

Thursday, September 14, 2006

Stittist í helgina

Litla barnið mitt he he he maður segir þetta alltaf þótt komið sé barn og hjúskapur og allt he he he.

Hún er alltaf hlæjandi eða brosandi þessi drottning. Hún er svo mikil vinnukona og alltaf að .. svo er hún farin að gera við Brauðristina fyrir pabba sinn.


Hér erum við nafnanir.. við eigum eftir að bralla margt þegar fram líða stundir he he


Er ég ekki mikil skvísa....... alveg að fara að labba.


Þessi kóngur veit hvað hann vill..


Hæ.

Nú styttist í helgina og ég ætla að taka mér eitthvað frí núna um helgina. Ég er að spekulera að fara í golf á sunnudaginn,annað hvort fer ég á Hellu eða bara með Gumma vini mínum á Korpu. Á laugardag verður hér mikik veisla Sirrý á afmæli og það verður eitthvert knall hér heima. En á morgun þarf ég að fara að huga að nýja klúbbnum sem ég er gengin í og þarf að fara að klára dæmið svo ég geti farið að kaupa og selja hlutabréf. Síðasta ávöxtun verður væntanlega tíföld ekki ónýtt það???á níu mánuðum. Svo er skipamálin komin af stað aftur, það kom samtal úr aldeilis óvæntri átt þannig að allt er komið af stað aftur spennandi..... en kemur í ljós um miðjan Okt hvað verður.
Og svo fer kostningabaráttan að fara af stað hjá okkur Framsóknarmönnum ég er að spekulera að vinna svolítið í henni núna, mér finnst svo gaman að stússast í svona málum.

Monday, September 11, 2006

Hæ nú er eitthvað að gerast

Góða kvöldið.Nú er eitthvað að gerast í mínu lífi held ég. ég er búin að vera að fá svolítið skrítin símtöl undanfarið. Það er greinilegt að eitthvað er að fara í gang hjá mér. Ég fékk símtal frá manni í dag sem ég vissi ekki einu sinni að hann myndi eftir mér. Hann er að biðja mig um að hitta sig um miðjan Okt ásamt öðrum mönnum. Einnig er þessi klúbbur sem ég var að ganga í er alltaf að verða meira og meira spennandi tækifæri til fjárfestinga. Ég var á kynningu í kvöld, og var að fá meiri uppl. Ef einhverjum sem les þetta langar að skoða þennan kúbb senið mér e-mail og ég skal reyna að leiða ykkur í allan sannleikan. Ég er aðeins farin að slaka á vinnunni svo að ég er að fá meiri tíma fyrir mig og gera það sem mér þykir gaman og er það vel.

Sunday, September 10, 2006

Golfmót Einingarverksmiðjunar


Þetta er hluti af þeim snillingum sem tóku þátt í golfmóti Einingarverksmiðjunnar 2006.

Á meðan við vorum að keyra austur á Flúðir voru menn að undirbúa sig og bera saman bækur sínar,og ráðleggja hvor öðrum.

Þorri er að reikna út punkta manna og sjá hver er Golf meistari Einingarverksmiðjunar 2006.

En ekki var Guðmundur meistari þrátt fyrir háleit markmið, en hann fékk samt verðlaun.
En hérna eru efstu menn en í 1. sæti varð Elvar. 2. Steini 3. Ómar.
Hæ.
Það var mjög vel heppnað golfmótið okkar. En völlurinn var samt mjög erfiður fyrir okkur, en við vorum of margir sem erum nýliðar til að getað spilað þennan völl í svona vindi. En kannski er þetta bara væl?? eða bara öfund þar sem ég náði ekki að ógna 10, sætinu. En það var samt rosa stemning í hópnum og það var mál manna að þetta yrði árviss viðburður héðan í frá. Ég var lurku lamin með bakverki og strengji þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir rosa skemmtilegan en erfiðan dag. Síðan í morgun var farið að vinna aftur og var að vinna í allan dag, en við vorum að klára stórt verk og erum að byrja á nýju mjög stóru verki aftur eftir helgi.
En af öðru.. á morgun fer ég á fund í nyja fjárfesingarfélaginu sem ég var að ganga í, og verður spennandi að heyra hvað kemur þar fram. Síðan er konan að undyrbúa afmæli en um næstu helgi verður stór veisla hér heima hjá okkur en meira um það síðar.




Thursday, September 07, 2006

Stittist í mót


Nú stittist í golf mót Einingarverksmiðjunar en það verður haldið á Laugardaginn eins og áður hefur komið framm. Maður er í því að undirbúa sig á sál og líkhama. Maður er að kyrja og þjálfa og allt he he he..
En nóg um það, í kvöld var ég að dedúa við sjálfan mig og var að vinna í 12 spori og fór sjálfur á fund og hitti þar vinkonu mína sem, er búin að vera að berjast við krabbamein, mig þótti mjög vænt um að hitta þessa konu og sjá og heyra hvessu mikla baráttu hún er búin að herja til að fá að halda lífi. Hún er svo sterk og dugleg þessi elska að eftir er tekið. Svo er maður að væla sjálfur þvíligt hvað maður getur tekið svona fólk sér til fyrirmindar, og maður lærir að meta það hvað maður hefur það gott og hvernig maður getur gefið afsér til að öðrum geti liðið betur. Ég bið góðan guð að styrkja fólk sem er að berjast við sjúkdóma og aðra erfileika .

Wednesday, September 06, 2006

Myndir og.fl.

Þarna er kallinn á skrifstofuni sinni að tala við Nonna á steypustöðinni.

Kjartan verkstjóri á Stypustöðinni að fá nýja skó rosa lukkulegur.


Þetta er Óskar fjárfestir og þúsund þjala smiður.

þessi maður heytir Gústi og er með það afl og dugnað sem mjög margir vildu hafa hann er ekki nema 1.50 m. á hæð og vinnur eins og tröll, og er duglegur kall og góðmenni ég verð víst að leiðrétta þessa hæð hún er vísr 1,74.

Þessi maður er frá Lettlandi og heytir Maris og er í sérsteuypusal rosa duglegur strákur og fínn náungi.


Hæ.
Nú er verið að djöflast í golfinu öll kvöld, ég er að undyrbúa mig fyrir golfmót Einingarverksmiðjunnar. Við erum búnir að vera að safna verðlaunum út um allan bæ og hefur okkur verið tekið rosalega vel fengið mikið af gjöfum fyrir verðlaun. Einnig erum við búnir að kaupa farand-bikar og mikið af gullmetalíum aðalega he he he he .... Við förum á Flúðir á laugardag og verðum framm eftir degi og grillum og fl.
Annas er bara fínt að frétta af mér ég er búin að setja skipakaup á hold, en er farin að snúa mér að hlutabréfa kaupum og smá gambli. Okkur var boðið að koma í grúbbu sem er að fjárfesta í hlutabréfum og svolleiðis. og ætlum við að kíkja á það aðeins. Það er verst hvað maður er mikið að vinna maður getur ekki sinnt þessu næginlega en maður fær bara aðstoð það er líka auðvelt að fá dómgreind annara. Ég ætla að setja mokkrar myndir inn frá vinnuni minni bara svona upp á jokið.

Sunday, September 03, 2006

Sætar frænkur að leika sér Kamilla Stjarna og Salka

Allir að horfa á litlu frænkurnar leika sér Vignir Sigur verður að bíða smá eftir að fá að leika sér í sandkassa.


Maður hugsar alltaf vel um tengdamömmu sína


Falleg feðgin alltaf hlæjandi.

Það er svo gott að komast í pottinn og slaka á enda alltaf berandi börn he he he

Sumarbústaður og næs

Kvöldið.
Við fórum öll fjölskyldan upp í sumarbústað um helgina. Þetta var mjög gaman við vorum þarna bæði börn og barna börn og tengdamamma. það var spilað golf og verið í heitapottinum og látð þreytuna líða úr sér. Svo kom fullt af fólki í heimsókn og það var spilað og etið og haft gaman alla helgina. Veðrið var einstaklega gott og bara hiti. Mér fannst mjög skrítið að vera ekki að vinna það hefur ekki skeð lengi að maður fari í bústað..... en þetta var frábært. Ég læt nokkrar myndir koma á eftir.