Monday, September 25, 2006

Mánudagurinn langi

Hæ.
Það er búið að vera mjög viðburðaríkir dagar hjá mér undanfarið. Litla stelpan mín kom til mín á Laugardaginn og var að spyrja hvort hún mætti ekki koma til pabba í nokkra daga með litla sílið hana Sölku, ég var nú fljótur að samþykkja það gaman að fá meira líf í húsið hehehehe. En Bjössi er að fara til L.A. með hljómsveitinni að taka upp plötu og túra smá. Það er frábært að fá þau hingað en þau fá svo íbúðina sína afhenta í desember og þá fara þau aftur því miður en líklega næ ég því að halda uppá afmælið okkar saman. Síðan fórum við austur á Hvolsvöll í frábært matarboð hjá Ragnheiði og Sigurbirni og Magnús minn kom með það var rosalega gaman nema að ég var tekin á of miklum hraða það var ekki nógu gott og 10.000 kall fauk og Sirrý rosa svegt he he he he . Á sunnudagin var farið í golf með Gumma vini mínum og var spilað á Korpuvellininum. Það gekk mjög vel hjá mínum hann náttl sigraði he he he ... Einnig var farið á fund á Sunnudagsmorguninn ásamt að fara í 12,spors ferð sem gekk mjög vel...... skrítið hvað manni líður vel á eftir svona starf. Síðan fórum við Sirrý í heimsóknir um kvöldið . Síðan hófst vinnuvikan í dag af enn meiri krafti en venjulega hver er að tala um samdrátt við getum ekki séð það hjá okkur í vinnunni. Það er alltaf að koma inn hellingur af verkum sem engin átti von á.....
jæja meira um það síðar það er hellings pælingar í gangi varðandi skipakaup ásamt fleiru.
Ég skal ræða meira um það síðar.

No comments: