Sunday, September 10, 2006

Golfmót Einingarverksmiðjunar


Þetta er hluti af þeim snillingum sem tóku þátt í golfmóti Einingarverksmiðjunnar 2006.

Á meðan við vorum að keyra austur á Flúðir voru menn að undirbúa sig og bera saman bækur sínar,og ráðleggja hvor öðrum.

Þorri er að reikna út punkta manna og sjá hver er Golf meistari Einingarverksmiðjunar 2006.

En ekki var Guðmundur meistari þrátt fyrir háleit markmið, en hann fékk samt verðlaun.
En hérna eru efstu menn en í 1. sæti varð Elvar. 2. Steini 3. Ómar.
Hæ.
Það var mjög vel heppnað golfmótið okkar. En völlurinn var samt mjög erfiður fyrir okkur, en við vorum of margir sem erum nýliðar til að getað spilað þennan völl í svona vindi. En kannski er þetta bara væl?? eða bara öfund þar sem ég náði ekki að ógna 10, sætinu. En það var samt rosa stemning í hópnum og það var mál manna að þetta yrði árviss viðburður héðan í frá. Ég var lurku lamin með bakverki og strengji þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir rosa skemmtilegan en erfiðan dag. Síðan í morgun var farið að vinna aftur og var að vinna í allan dag, en við vorum að klára stórt verk og erum að byrja á nýju mjög stóru verki aftur eftir helgi.
En af öðru.. á morgun fer ég á fund í nyja fjárfesingarfélaginu sem ég var að ganga í, og verður spennandi að heyra hvað kemur þar fram. Síðan er konan að undyrbúa afmæli en um næstu helgi verður stór veisla hér heima hjá okkur en meira um það síðar.




No comments: