Monday, May 15, 2006

Hæ hæ

Nú er ég loks búin að ákveða mig... Ég er ákveðin að fara á sjóinn aftur, minn tími í landi er ekki komin enn. Ég er að skoða nokkur störf sem eru í boði en ég ætla að vanda mig núna. Mig langar að fara í lang-fragt í tvö til þrjú ár og skoða víðar um heimin. Ég held að ég sjái eftir því ef ég geri það ekki. Mig hefur oft langað að fara til framandi landa, og best væri ef maður getur gefið aðeins af sér í leiðinni. Annas er ég bara góður og mér er létt svolítið,, þetta er búið að liggja svolítið á mér og ég hef ekki verið ánægður með marga hluti svo að ég tek þessa ákvörðun nú. Ég var í grilli hjá Möggu og Skúla og litla sílið hanns afa (Kamella Stjarna) var vakandi og hún varð alveg vittlaus þegar hún sá afa sinn og kúrði í kjöltu minni þessi elska. Svo kom kóngurinn sjálfur Magnús Máni hann var í afmæli, ég er ekki búin að sjá hann í nokkra daga þar sem hann var í Ólafsvík hjá ömmu Hrönn í heimsókn ég saknaði hanns mjög mikið, við erum ótrúlega tengdir og það er bara yndislegt. Spánarfararnir koma á miðvikudag það er búið að vera mjög gaman hjá þeim og búið að vera allavega veður en samt mest æðislegt veður 22-25 stiga hiti og sól. þetta er orðið nóg í bili maður fer snemma að vinna best að fara að sofa í hausin á sér ég bið góðan Guð að vernda alla.

No comments: