Wednesday, May 24, 2006

Ekki frí

Hæ.
'Eg er búin að vera að vinna á fullu, þannig að ég er ekkert búin að vera að nenna að skrifa neitt. Hjá mér er mikið að snúast vegna þess að ég er að taka við öðrum sal, þess vegna verð ég að koma mér inn í það vel. Það er mikið um rýningu á teikningum sem bætist við mína vinnu sem fyrir er. Maður verður að kunna að rýna teikningar svo maður geti leiðbeint öðrum. Þetta er mjög spennandi og krefjandi fyrir mig þar sem ég hef aldrei lesið teikningar og kann lítið um steypu og annað, en ég er búin að læra svolítið um steypu í dag, en kunni ekkert þegar ég byrjaði.
Annas var slæmt slys hjá mér í dag, það fór maður með höndina í vélsög og fór í tvo fingur, slæmt sár það er aldrei of varlega farið því miður. Ég er að vinna aðeins með framsóknarflokkum. Það er rosalega skemmtilegt mig hefur aldrei órað fyrir því. Ég vona að þið kjósið X-B á laugardaginn Ég get ekki séð að það sé þess virði að eyða atkvæðinu sínu á aðra.

Kjósum Frammsóknarflokkinn nú í sveitarstjórnarkostningum.
Fólk sem þorir.

No comments: