Friday, November 03, 2006

Föstudagur 03.11 06

Hæ hæ.
Nú er maður að fara til Barsilona á árshátíð á eftir. Ég byrjaði að vinna kl 0500 í morgun og startaði vinnunni, en það þurfti að redda holplötum fyrir eigandan. Síðan fór ég kl heim um kl 11:00 og fór að pakka niður fyrir spánarferðina við förum út á völl um kl 1400. Þetta er samt svolítið leiðinlegt flug farið seinnipartin í dag og við erum komin inn á hótel um kl 23:00. Síðan verður farið að jamma á morgun og hinn og hinn og síðan tekur alvaran við aftur. Síðan á miðvikudaginn verður vonandi góður fundur fyrir mig og samstarfsmenn mína.
Ég er svolítið svektur á að hvalveiðum sé hætt. Mig grunar að þeim hafi verið gert að hætta út af utanaðkomandi þrýstingi. En þessi pólitík er alveg ferleg, þær þjóðir sem drepa mest af hvölum hafa hæðst, og einnig þær þjóðir sem slátra flestu fólki í heiminum geta verið að eltast við svona. Síðan er búið að gaman að fylgjast með fréttum frá Danaveldi. Það er fyndið að sjá hvernig þeir eru að reina að drulla yfir okkur.

No comments: