Sunday, November 19, 2006

Sunnudagur 19.11

Kvöldið.
Ég er búin að vera að hvíla mig í dag, eftir dálítið mikið erfiða viku. Ég fór á fund í morgun í allri ófærðinni en komst þó á réttum tímaá fundin minn sem var rosalega gott fyrir mig. Síðan mokaði ég svalirnar hér og eftir það er ég búin að vera í slökun bara. Á morgun er töluverð skýrslugerð hjá mér og svo er tannlæknirinn þannig að morgundagurinn er orðin þétt setin líka. Á þriðjudaginn hefst svo námið hjá mér í Háskólanum í Reykjavík. Á miðvikudaginn er svo mjögmikið að gera hjá mér úff..... þá er námið mitt svo er mikil fundahöld og líka vinnan, og svo síðast en alls ekki síst er stofnfundur nýrrar Sporadeildar í Grafarvogskirkju kl 2030. Þetta er mjög spennandi verkefni og mjög þarft að mínu mati. Mig hlakkar ekkert smá til. Síðan byrja ég á nýju námskeiði á fimmtudagskvöldið og svo verðum við að funda meira varðandi strandsiglingarnar. Þannig eins og sést er nóg að gera hjá manni he he. Síðasta vika var alveg geggjuð í vinnu og mikið áreiti. meira síðar.

3 comments:

Anonymous said...

HÆ Eibi Geibi... Það er nú ekkert smá heppilegt að hafa aðgang að núinu.. annars værir þú drukknaður í vinnu og verkefnum. Gangi þér allt vel og við heyrumst. Knús til krúttu
Englavinakærleikskveðja

Anonymous said...

Hæ Eibi Geibi, gott að hafa aðgang að núinu, annars værir þú druknaður í vinnu og verkefnum. Heyrumst og bestu kveðjur til Krúttu
Englavinakærleikskveðja

Anonymous said...

haha og ég sem hélt ég gæti ekki kommentað.. þá bara kom þetta dobbult inn.. maður verður nú að minna á sig.. gott að vita að þetta tekur tíma að græjast.. kv Íris