Tuesday, November 07, 2006

Þriðjudagur 07.11.2006

Góðan daginn.
Ég er komin frá Barcilona!!! Þetta er mögnuð borg.... borg sem aldrey sefur er rétta nafnið á Barsilona. Það var rosalega gaman og margt að skoða og margt að gera. En samt er ég hrifnari af Lissabon. Við fórum að skoða borgina mikið og sáum þessi helstu kennileiti sem borgin er fræg fyrir og þennan arkitektur sem Barsilona er fræg fyrir. Ferðin hjá hópnum gekk mjög vel fyrir sig, ekkert vesen nema að því sem snéri að ferðaskrifstofunni og flugfélaginu. Okkur var hennt út úr hótelinu kl 10:00 en áttum ekki flug fyrr en kl 23:30 og síðan kom seinkun á það til viðbótar. Síðan þegar við lentum þá var engin til að taka á móti vélinni og eftir langa bið kom einn starfsmaður sem ekki kunni á terminainn og keyrði á vélina slag í slag. Við biðum um 3/4 klst. eftir að við kæmumst út úr vélinni, en þá tók ekki betra við við vorum læst inní terminalnum eftis smá tíma var hægt að opna en þá voru engvir Tollarar og envir í fríhöfninni, alveg makalaust þetta. Eftir að þetta leystist allt þá var hægt að pota sér heim, en við vorum komin heim um kl 06:30 svo að ég nennti ekki að fara í vinnu í dag var bara heima að hvíla mig. Mér finnsr umhugsunar vert hvort maður fari aftur með þessari ferðaskrifstofu miðað við þjónustustigið sem maður fékk, ég er ekki ánægður en þetta lagast allt. Á morgun fer ég svo á fund sem ég er búin að biða eftir, sá fundur getur breytt öllu í lífi mínu. Meira um það síðar.

No comments: