Wednesday, November 15, 2006

Þriðjudagur 15.11.2006

Sæl öll.
BRRRRRRRR............... nú er kalt og hrissingslegt úti það er komim vetur. Það er orðið langt síðan að það hafi komið svo vont veður hér við land. Annas er bara gott að frétta hjá mér. Í dag hætti ég snemma í vinnunni og var að sinna sjálfum mér, það eitthvað sem ég hef ekki gert lengi he he he. Ég ætla líka að gera það á morgun vegna þess að ég þarf að fara sinna hugðarefnum mínum aðeins meir, sem er strandsiglingar í kringum Ísland.... Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að það komi til með að ganga að láta þetta gerast.
Magga er enn að skipuleggja Baltimor ferðina ég held að hún ætli að vesla alla borgina henni hlakkar svo til. ég er með fyrirtíðaspennu yfir þessu öllu he he he he.... Nei nei þetta verður fínt að skoða Ameriku en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað. Það verður bara gaman.
Nú fer vinnan að fara á fullt í Framsóknarflokknum, og verður gaman að taka virkan þátt í því starfi, en eins og við vitu eigum við erfitt uppdráttar í skoðunarkönnunum eins og stendur en það lagast hef ég trú á. Framsóknarflokknum er kennt um allt sem miður fer, maður skilur ekki af hverju, en svo koma menn sem hafa stolið milljónum í obenberu starfi og tekið út dóma fyrir slígt en að vísu kalla það sjálfir "tæknileg mistök sem engin hefur skaðast á" og fara beint í 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum þetta er furðulegt , maður bara botnar ekkert í þessu bulli. En við ætlum okkur stóra hluti nú í kostningunum.

No comments: