Wednesday, November 08, 2006

Miðvikudagur 08.11.2006

Hæ.
Í dag var fyrsti dagur minn í vinnu eftir Barsilona, maður var hálf teigður og togaður he he he..... Það var mikið að gera og koma öllu heim og saman aftur eftir uppgjör um mánaðarmót. Síðan var fundur hjá mér í hinni vinnunni minni og var sá fundur mjög gagnlegur og margt að gerast þar jákvætt. Mér finnst einhvernvegin margt vera að ganga upp í þeim efnum. Nú verður maður að standa sig ef maður gerir það ekki þá gengur þetta ekki upp sem maður er bbúin að vera að vinna að.
Síðan vorum við nokkrir að ákveða að stofna nýja deild hér í Grafarvoginum" sporadeild" það verður gaman að standa að því ef það gengur upp. Okkur finnst vanta sporadeild á þetta svæði og finnst tilvalið að ganga í málið. Þeir eru svo hressir þeir Jón og Kjartan, við erum svo ofvirkir saman að það hálfa væri nóg. Annas bara allt fínt nema að litla afastelpan mín hún Salka er að fá rör í litlu eyrun sín greijið. Hún er svo kát þrátt fyrir að vera alltaf með verki þessi elska. Ég fór að heimsækja hin afabörnin mín í gær, ég færði Magnúsi mínum Barsilona fótboltabúniningin mertan Gudjonsen no:7. Síðan gaf ég nafna mínum aldress svo honum verði ekki kalt þessum vin, og Kamilla fékk nýjan kjól og skó og sokka ofsa pæja þessi elska. Það er gaman að sjá svona lítil börn vilja velja sér föt til að fara í eins og Kamilla er algerlega skó sjúk en svona var og er mamma hennar og amma he he he...
En nú verð ég að fara að snúa mér að alvarlegri skrifum meira síðar bæ bæ

1 comment:

Anonymous said...

Það er sko ekki amarlegt að eiga svon frábærann og gjafmildann afa... bestu kveðjur til ykkar.
Englavinakærleikskveðja