Sunday, January 28, 2007

Sunnudagur 28.01.2007

Sælt veri fólkið.
Það er búið að vera gaman að fylgjart með handboltanum síðustu daga ´þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur strákarnir. Eins og í dag á móti Þjóðverjum mér fanst þeir eiga marga góða spretti en mig hefði langað að sjá þá stráka sem ekki hafa spilað mikið undanfarið hefðu mátt spila meira og hvíla stráka eins og Ólaf og Snorra Guðjón og fl. en nóg um það.
Ég sjálfur er búin að takaq það mjög rólega um helgina ekki verið í vinnu, og bara verið að slaka á mér aðeins. Ég fór í Bása í dag með Guðmundi vini mínum og svo horfði ég á leikinn og sendi nokkur bréf varðandi skiðafélagið. Já við erum komnir á fullt í því máli og erum líklega búnir að finna skip í Tirklandi sem gæti hentað í þetta verkefni. Nú er bara næsta mál að fara að skoða skipið og finna féelaginu nafn það eru komin nokkrar tillögur en ein er mest að fitta hjá okkur félögunum sem er Íslandsskip ehf, hvernig lýst ykkur á þetta nafn endilega kommederið á það. Síðan er kannski þemað að skipsnöfnum "Fjall" t.d. Akrafjall eða Bolafjall, endilega kommederið' á þetta.

No comments: