Monday, January 29, 2007

Mánudagur 29.01.2007

Nú er vinnuvikan hafin að nýju. Þessi helgi er fyrsta helgarfríið mitt (laugar og sunnudag) í langan tíma, enda naut ég þeirra hvíldar vel. Það var mikið um að vera í vinnunni eins og venjulega, einnig var töluvert um að vera hjá mér í hinni vinnunni líka. Það er verið að skipuleggja fundi hingað og þangað varðandi Strandsiglingar og er alltaf verið að pressa meira og meira á að koma þessu á koppinn. Við höfum verið að fá meiri upplýsingar um Baltimor Neptun en það er nafnið á því skipi sem við erum spenntastir fyrir í dag. Ég er búin að vera að velta fyrir mér að taka smá nám í fjarnámi og ég held að ég skelli mér bara á það, það er tölvunám og er það bara gott fyrir mig upp á framtíðina hvað svo sem ég geri hvort ég verði í því að sigla eða steypa.... En nóg um það í bili.
Ég hef verið að fylgjast með atganginum í Frjálslindaflokknum, mér til mikillar furðu þá ætla menn að láta það ske að kljúfa flokkinn eins og þeir hafi mátt við því. Mín persónulega skoðun er að Margret Sverrisdóttir sé öflug kona sem Guðjón og Magnús áttu að landa samkomulagi við. Ég hela að það sem þeir fengu í staðin sé nú ekkert merkilegt og ég spái því að þeir eigi eftir að sjá eftir þessum bíttum. Mín skoðun er sú að þeir hjá Nýju afli séu ekki í flokkum hæfir. Þeir hafa sýnt það einfaldlega. En ég er hinsvegar mjög sáttur við mína Frammsóknarmenn í Suðurkjördæmi, Mér fannst röðunin í sæti þar til mikillar fyrirmyndar, mér lýst mjög vel á Bjarna með Guðna ú fyrstu sætum þar fara miklir skörungar í orði og á borði. Ég hef trú á að við komum sterkir út úr kostningum´í þessu kjördæmi.

No comments: