Monday, January 08, 2007

Góður dagur í dag.

Sælt veri fólkið.
Ég var að horfa á silfur Egils í morgun,ég var svo ánægður með Björn Inga Hrafnsson. Ég er ánægður hvað hann er málefnalegur og samkvæmur sjálfum sér og vel inní þeim málum sem hann er að fjalla um. Hann er mjög trúverðugur og traustur stjórnmálamaður. Hann stendur allar þær árásir sem gerðar eru á Framsóknarflokkinn af sér og svarar af heiðarleika og málefnalega. Hann er mjög duglegur, en er ekki nægilega duglegur að koma því á framfæri því sem hann er að gera, t.d. því sem hann er að vinna í leikskólamálum og í skipulagsmálum og fleiru. Það verður góður fengur að fá þennan mann inná Alþingi Íslendinga. Mér fannst þessi umræða sem var um Evruna mjög góð og málefnaleg hjá bæði Össur og Birni Inga þeir allavega sjá að bilið á milli fólks og fjárfesta er að breikka svo mikið að það verður eitthvað að gera allavega að undirbúa innleiðingu Evrunnar. Það er farið að gera ársreikninga hjá bönkum og stórum fyrirtækjum og svo eru fyrirtæki komin svo mikið í útrás bæði í sjávarútvegi,hátækni iðnaði og nú síðast í byggingariðnaði en við fólkið í landinu er á okur vöxtum og streðum við að halda verðbólgu draugnum niðri með okur vöxtum og fleiru.
Ég er enn að vinna að strandsiglingum við Ísland og er núna allt púður sett á að finna skip sem gæti hentað í þessa flutninga, einnig eigum við eftir að undirrita samninga en ég held að það sé ekkert mikið eftir að þeirri vinnu sýnist mér ekkert sem ekki er yfirstíganlegt. En allt tekur tíma og tími sem ekki er til í raun þetta þarf að komast af stað sem fyrst. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og nauðsinlegt fyrir allt og alla. Við erum ekki með vegakerfi sem þolir allan þennan þungaflutning.
En síðan af okkur hjónunum erum við farin að fara að hreyfa okkur meir en við höfum gert í langan tíma og er það markmið okkar að breyta um lífstíl, og reyna að grenna okkur það er ekki hægt að fara svona með sjálfan sig. Það er gaman að segja frá því að dætur okkar eru báðar komnar í nám þrátt fyrir að vera komin með börn og fjölskyldur, ég er mjög stoltur af þeim. Margret byrjar í Háskólanum í Reykjavík í dag og Íris Dögg er að klára sitt nám í vor og ætlar sér síðan í meira nám til Danmerkur í sumar. Hún er komin á fullt að undirbúa það þessi elska maður á eftir að sakna Sölku mikið það er hálf tómlegt síðan þau fluttu í nýju íbúðina sína.

1 comment:

Anonymous said...

Er kallinn bara alveg hættur að bloggga....blekið þornað í pennanum...eða takkarnir fastir á lyklaborðinu