Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Hæ öll sömul.
Gleðilet nýtt ár og ég vil þakka fyrir liðin ár.
Árið sem var að líða er búið að vera svolítið viðburðarígt hjá mér og mínum, og þetta ár sem er að byrja lofar því sama sýnist mér. Ég er búin að vera á fullu síðan á síðustu dögum liðins árs og þessa tvo fyrstu daga he he he, en það er bara gaman. Nú á þessu ári sem er að byrja verður mjög mikið að gera þetta er kostninga ár, og við Frammsóknar menn ætlum okkur að ná til baka því trausti og þeim anda sem af okkur hefur verið tekin af keppinautum og fjölmiðlum. Það er eins og að ef eitthvað er í ólagi á þessu landi byrja allir fjölmiðlar á því að skella skuldinni á okkur þó svo að Framsókn tengist málinu á engan hátt, "furðulegt" hvað menn geta verið ófyrirleitnir. geta ekki einu sinni verið heiðarlegir og drengilegir eða því síður málefnalegir í sínum málflutningi. En eins og ég sagði ætlum við okkur að fara að berjast og draga framm í dagsljósið þau málefni sem við höfum staðið fyrir og líka þau góðu mál sem við höfum framkvæmt, en það er allt of lítið fjallað um það opinberlega og það auglýst. Við erum með mjög duglegt ungt fólk sem er komið í frammvarðarsveit flokksins og við erum stolt af því fólki og stöndum eins og klettar á bak við þetta fólk.
Í dag er ég að vinna áfram að þeim málum sem eru mér óskaplega hugleikin sem eru strandflutningar í kringum Ísland, en eins og flestir vita erum við á eyju og við eigum ekki mikið af fé til að setja í okkar vega-kerfi ,og einnig eru alli í heiminum að keppast að því að koma öllu sem þeir geta út á sjó nema við þetta er líka "Furðulegt"
En þessa dagana gengur vel og kanski næst þetta á næstu vikum.

No comments: