Sunday, August 20, 2006

Komin úr sælunni

Hæ öll sömul.
Við erum komin úr sælunni, þetta var ein besta ferð sem við höfum farið í. Við vorum svo heppin að þekkja svo marga innfædda og nutum gestrisni þeirra að það hálfa væri nóg. Við leigðum okkur bíl líka í 3. daga sem var mjög gaman. Við fórum rosalega víða t.d. vorum við í 2 dætur í litlum bæ sem heytir Atlaija en við kölluðum hann einfaldlega allt í lagi he he (gálgahúmorinn minn) en nhann er 15 km fyrir utan Lissabon. Þar lentum við í vínuppskeru hátíð og svaka veizlu með öllu tilheyrandi. Síðan eftir grillið var þessi líka fína hljómsveit og dans og dans-sýning. Einnig fórum við á heimsenda en það er siðsti oddi Portugals sem menn héldu að væri heimsendi í gamladaga og ef menn færu mikið lengra dittu þeir út af jörðinni he he en á þessum odda er sterkasti viti heims en hann lýsir yfir 90 sjómílur. Þarna er líka fyrsti stýrimannaskóli evrópu og svo margt margt meira það kemur meira síðar.
En nú er vinnan hafin svo að alvaran er tekin við, Af skipa málum er það að frétta að eitthvað gengur hægar en efni stóð til að fá inn kjölfestufluttningsaðla inn en vinnan heldur áfram meira síðar.

No comments: