Wednesday, August 23, 2006

Mikil vinna og lítið golf.

Nú er svo mikið að gera hjá mér í vinnuni, og ég er hálf svektur yfir því að komast ekki í golf út af vinnuálagi. Ég hef ekki komist síðan á sunnudag, en þá fór ég Sirrý og Guðmundur vinnufélagi minn. Ég veit ekki hvort ég egi að segja frá úrslitum en ... jú allt í lagi Guðmundur tók þennan hring með 6 höggum... en ég er búin að sjá hvernig ég get komið tvíelfdur til baka. Ég og Sirrý erum að fara í einkaþjálfun og ætlum að biðja Birgir Már að taka okkur í gegn. Við verðum í Básum alla næstu viku hehhehehehe.. Svo er bara að sjá hvernig fer. Annas er það að frétta að Sirrý er að verða skóla-stelpa hún er að byrja í sjúkraliðanum í Fjölbraut Ármúla, gott hjá henni. En þá eru tvær af stelpunum mínum komnar í skóla en Íris Dögg er komin í magmiðlunarhönnun í Borgarholtskóla og ætlar að klára og fer svo til Danmerkur, en Magga mín er enn í fæðingarorlofi en samt er þessi fídóms kraftur í þessari elsku að hún er farin að undyrbúa skólagöngu, engin smá kraftur í þessari stelpu!!! Hún er að spá í að fara í Geyslafræði .. ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur, vera með 2. smábörn og svo einn stóran kóng og heimili og vera farin að spá í þetta þetta kallar maður KRAFT og DUGNAÐ.
Blogga meira síðar.

No comments: