Sunday, April 30, 2006

Fallegur dagur

Hæ hæ
Ég svaf frekar ylla í nótt. Ég var að hgugsa rosalega mikið og velta mér uppúr mörgum hlutum sem ég hef verið að vinna með fyrir mig. Ég vaknaði svo kl 0600 og helti mér uppá kaffi og las blöðin og var bara með sjálfum mér til kl 0830 en´þá fór ég á fund og svo á kaffihús með strákunum. Í dag ætlum ég og Magnús Máni að fara á rúntin og kannski fara í golf eða eitthvað skemmtilegt. Hann ætlar að vera hjá afa sínum í nótt þessi vinur. Enda kallin einn heima í 20 daga he he. Það er rosalega fallegur dagur í dag og ætlum við að njóta hanns til hins ítrasta.
Ég er orðin svolítið leiður á að horfa á þessa Sjáfstæðismenn vera að ljúga að borgarbúum eins og þeir hafi verið rosalega góðir þegar þeir voru með borgina sjálfir. Ég er búin að vera að horfa á svo mikla lygi og ómerkilegheyt og þá sérstaklega frá hendi Vilhjáms að það hálfa væri nóg, það hefði verið miklu sterkara að hafa Hönnu Birnu í 1. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En nóg um það í bili ég tjái mig meir um pólitík síðar. En ég er farin út í góða veðrið... Njótð dagsinns

No comments: